Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kríuvarp gekk vonum framar víða
um land á liðnu sumri. Síðustu krí-
urnar eru nú að yfirgefa landið.
„Þetta er besta kríuvarp sem ég
hef séð á Seltjarnarnesi í að minnsta
kosti tíu ár,“ sagði Jóhann Óli Hilm-
arsson, fuglafræðingur. Mjög góð af-
koma var á Seltjarnarnesi og margir
ungar komust á legg. Sömu sögu er
að segja frá Eyrarbakka þar sem var
mjög góð afkoma kríuvarps miðað
við síðustu árin.
Kríuvarpið við Tjörnina í Reykja-
vík gekk einnig mjög vel og betur en
sennilega í ein 30 ár, að mati Jóhanns
Óla. „Þær eru komnar með nýtt
varpland í Vatnsmýri. Þar voru rúm-
lega eitt hundrað hreiður. Það má
reikna með að eitthvað á annað
hundrað kríuungar hafi komist þar
upp,“ sagði Jóhann Óli.
Hann sagði að einnig hefði verið
meira kríuvarp í Vík í Mýrdal en
undanfarin sumur. Hann vissi ekki
um afkomuna þar. Austur við Jökuls-
árlón á Breiðamerkursandi var mjög
fínt varp, eins og svo oft áður. Krí-
urnar þar virðast alltaf geta fundið
æti í lóninu. Þá höfðu fleiri kríur orp-
ið á Hrauni við Grindavík en síðustu
ár.
Miklu betri afkoma fyrir vestan
„Staðan var miklu betri í sumar en
ég hef séð í mörg ár,“ sagði Ævar
Petersen, dýrafræðingur. Hann
kvaðst aðallega hafa verið í Breiða-
firði í sumar en einnig farið á Vest-
firði. Hann sagði að afkoma sjó-
fuglanna hefði verið léleg undanfarin
tíu ár fyrir vestan, frá Látrabjargi og
suður um á sunnanvert landið.
„Greinilega komst upp talsvert af
ungum. Það er raunverulega mikil
samsvörun á milli þess sem við sáum
í kríu, lunda, ritu og lómi.“ Ævar
sagði að sjófuglum, sem fyrst og
fremst lifa á sandsíli, hefði gengið
áberandi mikið betur nú í sumar en
undanfarin sumur. Talsvert komst
upp af kríuungum í Flatey og eins við
Látrabjarg.
Kríunni gekk hins vegar ekki jafn
vel á Mýrunum og fór hún snemma
úr varpinu þar. Ævar sagði að fuglar
úr hverju og einu kríuvarpi færu
stutt í ætisleit. Væri ekki æti að finna
innan þess hrings, kannski 20-30 km
frá varpinu, gengi varpið illa. Hann
sagði mörg dæmi um að kríur yfir-
gæfu varp sitt á miðju sumri og
skildu bæði egg og unga eftir. Krían
hikaði ekki við að flytja sig úr stað
gengi varpið illa.
Ævar sagði að t.d. hefðu mjög fáar
kríur orpið í Flatey fyrir 1970. Á
miðju sumri, í júlí, tóku þær sig upp
úr varpi í Svefneyjum og fluttu sig í
Flatey. Síðan hafa þær orpið í Flatey
á hverju sumri. Í Flaey urpu um
3.000 pör þegar best lét. Í sumar var
varpið komið niður í um 1.600 pör.
Vörp sjófugla, sem lifa að miklu
leyti á sandsíli, hafa víða dregist
saman undanfarin ár. Þau eru víða
ekki nema þriðjungur til helmingur
af því sem þau voru fyrir áratug. Þó
að varpárangur hafi verið nokkuð
góður í sumar þá verður að verða
framhald á því í mörg ár til að vörpin
nái fyrri styrk, að mati Ævars.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kríuungi Víða um land komust fleiri kríuungar á legg en undanfarin sumur.
Kríuvarp gekk
víða vel í sumar
Besta kríuvarp á Seltjarnarnesi í tíu
ár Varpið gekk vel fyrir vestan
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, afhenti í gær, fyrir hönd Fjöl-
skylduhjálpar Íslands, viðurkenn-
ingar þeim, sem stutt hafa við bakið
á samtökunum. Viðurkenningarnar
fengu mannúðar- og heiðursbak-
hjarlar Fjölskylduhjálpar, Íslands-
foreldrar 2015 og Hjálparenglar
2015. Á myndinni eru, ásamt Ólafi
Ragnari, Ásgerður Jóna Flosadóttir
formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
og Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölskylduhjálp heiðraði
stuðningsmenn sína