Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 18

Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 EGILSSTAÐIR OG NÁGRENNI Á FERÐ UM ÍSLAND Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Valaskjálf er mörgum lands- mönnum kunnug enda fjölmargir dansleikir og aðrir viðburðir farið þar fram í gegnum tíðina. Allt frá árinu 1968 hefur þar verið starf- rækt hótel og voru margir sam- mála um að bæði hótelið og sam- komuhúsið, sem byggt var 1966, hefðu litið betri daga. Þráinn Lárusson, athafnamað- ur og eigandi Valaskjálfar, var þeirrar skoðunar að blása mætti lífi í þennan sögufræga stað. Keypti hann því hótelið og sam- komuhúsið á síðasta ári. Síðan þá hefur hann varið allmiklu fé í að gera hótelið og samkomusalinn upp, en að auki heldur hann úti veitingarekstri á hótelinu. Þráinn segir samkomusalinn myllustein rekstursins og líkir því við „menningarslys“ víki hann fyr- ir frekari hótelherbergjum líkt og sumar teikningar gera ráð fyrir. „Þegar menn sáu að hótelið var ekki lengur boðlegt ferða- mönnum var ákveðið að reisa Hót- el Hérað. Þá átti helst að grafa yf- ir Valaskjálf sem gekk í kjölfarið kaupum og sölum manna á milli. Drabbaðist það því miður niður með tímanum,“ segir Þráinn. Valaskjálf var síðasta stopp Sett hefur verið mikið fé í að endurnýja hótelið, veitingarekstur og menningarhúsið. „Við erum enn að og stefnum að því að klára næsta áfanga í vetur,“ segir Þrá- inn sem einnig er eigandi að hót- elinu að Hallormsstað. „Ég hefði ekki treyst mér í þetta verkefni nema ég hefði haft hótelið þar. Menn voru ekkert að banka upp á og biðja um gistingu á Valaskjálf nema allt annað væri þrotið,“ segir Þráinn. Hann segist með góðu móti geta fullyrt að Valaskjálf komi til með að standa jafnfætis öðrum hótelum á svæðinu. „Þegar upp verður staðið og við búin að klára að gera það sem við ætlum að gera hér, þá er ég viss um að Valaskjálf verði hreinlega drottn- ingin í hótelum á Egilsstöðum,“ segir Þráinn. Vill forðast menningarslys Hann segir að bæjarbúar hafi sýnt framtakinu mikinn hlýhug að undanförnu enda þekkja margir til staðarins og stunduðu þar böll á árum áður. Þráinn segir að þegar hann keypti húsið hafi fylgt teikn- ingar sem gera ráð fyrir því að hægt sé að breyta menningarhús- inu í hótelherbergi. „En mér finnst að það yrði al- gjört menningarslys ef það yrði gert. Hins vegar er ljóst að ég mun ekki reka Valaskjálf með tapi árum saman. Ég er ánægður með mætingu á tónleika í sam- komusalnum og Egilsstaðir eru allt í einu komnir á kortið sem tón- leikastaður sem þeir voru ekki fyr- ir ári. En það er alveg ljóst að svona tónleikahald er ekki að skila húsinu neinu. Það sem skortir, en gæti skapað húsinu tekjur, eru fundir og mannfagnaðir á borð við árshátíðir,“ segir Þráinn. Auk þess að reka Valaskjálf Hótel Valaskjálf Þetta sögufræga og glæsilega hús er nú smám saman að endurheimta fyrri reisn. Valaskjálf verði drottning Egilsstaða  Miklu fé hefur verið varið í að gera upp sögufrægan stað  Litla ljóðahátíðin fer nú fram í þriðja skipti um þessar mundir, en þá fara skáld með ljóð sín á hinum ýmsu stöðum á Austur- og Norðurlandi. „Við höldum þetta á Norður- og Austurlandi á óskilgreindum stöðum sem við kjósum að kalla Norðaustur- ríki, en það eru staðir frá Eyjafirði og austur á land,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, skipuleggjandi hátíð- arinnar. Hátíðin, sem stendur til næstkomandi sunnudags, saman- stendur af níu viðburðum. Flytja þar skáld úr hópi heimamanna, sem og annars staðar frá, ljóð sín. Að sögn Stefáns Boga hafa við- burðirnir verið ágætlega sóttir í gegnum tíðina. Segir hann nú mikla grósku í ljóðlistinni fyrir austan. „Eitt verkefnið hefur snúið að því að setja ljóð á húsveggi. Í fyrra voru sett upp 14 ljóð eftir skáld af Héraði, en í ár voru sett upp ljóð eftir konur í tilefni af 100 kosningaréttarafmælinu,“ segir hann. Nálgast má dagskrána á Facebook-síðu hátíðarinnar. Frá ljóðagöngu Farin var ljóðaganga í Hallormsstaðaskógi og var hún hluti há- tíðarinnar í fyrra. Hulda S. Þráinsdóttir las fyrir gesti við birtu kyndlabera. Litla ljóðahátíðin fer fram í Norðausturríki í þriðja skipti  „Fyrir austan er mikill áhugi á skrifum og lýsir það sér best í því hve áhugaleikhúsin eru dugleg við að semja sjálf. En að sama skapi skortir kannski þann félagslega stuðning sem nauðsynlegur er til þess að þróa hugmyndir. Hann fæst á námskeiðinu,“ segir Arnaldur Máni Finnsson og vísar í máli sínu til hug- myndasmiðju og námskeiðs í ritun leikverka sem haldið verður á Fljóts- dalshéraði, Fjarðabyggð og á Seyðis- firði. Arnaldur Máni er einn skipuleggj- enda námskeiðsins, en um er að ræða þriggja helga vinnubúðir í skapandi skrifum og standa þær yfir dagana 25. september til 25. októ- ber. Smiðjustjóri, Rúnar Guðbrands- son, og leiðbeinendur eru vel þekkt leikskáld. Að auki verða þau Lilja Sigurðardóttir, Ingibjörg Magnadótt- ir, Tyrfingur Tyrfingsson, Þorgeir Tryggvason, Kristín Eiríksdóttir, Sigga Lára Sigurjónsdóttir og Silja Hauksdóttir til leiðsagnar. Grín og glens Sambærilegt námskeið var haldið á Vestfjörðum í fyrra. Vinnubúðir í ritun leikverka Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Egilsstaðabúar eiga nú lið í efstu deild í körfuknattleik í annað skipti, en Höttur átti einnig lið í efstu deild fyrir tíu árum. Það lið var það fyrsta sem spilað hefur fyrir félagið í efstu deild. Magnús Þór Ásmundsson, stjórnarmaður í Körfuknattleiks- deild Hattar og fyrrverandi formað- ur, segir að árangurinn í fyrra sé af- rakstur mikils uppbyggingarstarfs hjá deildinni. „Það hefur fjölgað mjög í unglingastarfinu og við byrj- uðum starf með stelpur. Í dag eru um 100 krakkar sem stunda körfu- bolta hérna. Liðið sem vann 1. deild- ina í fyrra er að miklu leyti byggt upp af heimamönnum. Sumir þeirra urðu bikarmeistarar í 10. flokki fyr- ir fjórum árum. Það var þá fyrsti tit- ill sem Höttur vann beint undir sér- Árangurinn þjappar samfélaginu saman  Höttur á lið í úrvalsdeildinni í körfu- bolta  100 krakkar æfa körfubolta Meistarar Höttur lagði Fjölni í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.