Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 19
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað varð til árið 2004 við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs. Íbúar þar eru tæplega 3.500 talsins, en sveitarfélagið er um 8.900 ferkílómetrar að stærð. Atvinnuvegir á þessu svæði eru fjölbreyttir, s.s. þjónusta og landbúnaður. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 rekur Þráinn Hótel Hallormsstað. Er hann einnig í rekstri minni gistihúsa. Þráinn segist hvergi nærri hættur og nefnir til að mynda að hann hafi keypt húsnæði grunnskólans á Hallormsstað und- ir hótelherbergi. „Næsta vor má búast við því að Hótelið á Hallormsstað verði allt að 100 herbergja hótel,“ segir Þráinn, en til samanburðar eru 39 hótelherbergi í Valaskjálf. „Hót- elið í Valaskjálf hefur gengið vel og við vorum með yfir 90% nýt- ingu í júlí og yfir 80% í ágúst. En veitingastaðurinn er þungur þar sem við opnuðum hann bara í júní og hann hefur svo til ekkert verið auglýstur. Svona hlutir taka tíma. En við höfum fengið góða dóma og erum bjartsýn,“ segir Þráinn. Samkomusalur Margir kannast við þennan glæsilega sal enda voru hér mörg dansiböll haldin á árum áður. Uppgert Búið er að eyða miklum fjármunum í að gera hótelið upp. Innan Fljótsdalshéraðs má finna ferðafélag sem stofnað var árið 1969 og er það deild í Ferða- félagi Íslands. Á hverju sumri skipuleggur félagið spennandi dagsferðir, til að mynda fjöl- skyldu- og krakkaferðir, en einn- ig er farið í lengri og meira krefjandi göngur. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur jafnframt fyrir skemmti- legum gönguleik þar sem í boði eru 26 sérvaldar gönguleiðir um héraðið. Á hverri gönguleið má finna stað sem hefur að geyma hólk, en inni í honum má finna upplýsingar um viðkomandi svæði. Gefst þannig færi á að njóta stórbrotinnar náttúru á sama tíma og fólk eykur þekk- ingu sína á nærumhverfinu. Á hverri gönguleið er einnig að finna gestabók og stimpil, en hann má nota til þess að stimpla sérstakt göngukort sem fáanlegt er hjá ferðafélaginu og upplýs- ingamiðstöðinni á Egilsstöðum. Um árabil hefur ferðafélagið staðið fyrir sérstökum sunnu- dagsgöngum árið um kring. Verður næstkomandi sunnudag gengið á hinn fagra Áreyjartind í fylgd Silju Arnfinnsdóttur, en mæting er við Landstólpa stund- víslega klukkan 10. Gnótt fallegra gönguleiða á svæðinu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Dyrfjöll Undir Dyrfjöllum liggur Stórurðin, náttúruperla sem ekki er á allra vitorði. Er þar þó ein frægasta gönguleiðin á Austurlandi. Finna má 26 perlur í Fljótsdalshéraði Kappar Það getur tekið mjög á þolið að ganga upp í móti. sambandi,“ segir Magnús Þór. Hann segir að mikill áhugi sé á íþróttinni, sem endurspeglast meðal annars í því að bæjarbúar og sveitarfélagið styðja vel við bakið á starfinu. „Að reka íþrótta- félag á Egilsstöðum er dýrt vegna ferðakostnaðar. Þetta á bæði við um meistaraflokk og yngri flokka. Það er sá kostnaður sem til viðbótar er við það sem önnur lið bera,“ segir Magnús. Sé horft yfir þau lið sem leika í Dominos-deildinni á næstu leiktíð má meðal annars sjá að það lið sem staðsett er næst Hetti á landakortinu, þ.e. Þór í Þorláks- höfn, er í um 670 kílómetra fjar- lægð. „Markmið félagsins til lengri tíma er að skapa stöðugt úrvals- deildarlið, en við munum ekki setja fúlgur fjár í rekstur meistaraflokks- ins. Við höfum styrkt liðið aðeins frá því í fyrra en munum fyrst og fremst byggja á liðinu sem komst upp,“ segir Magnús. Fyrirmyndir annarra Aðspurður segir Magnús efstu- deildarlið vera einkar góða fyrir- mynd unglinga á svæðinu. „Meistaraflokkurinn er ein helsta fyrirmyndin og um leið mark- mið allra, en ég held líka að meist- araflokkslið sem keppir í fremstu röð geti skapað samstöðu í bænum. Menn þjappa sér saman um árang- urinn og liðið. Við sjáum það best af því að mjög góð mæting hefur verið á leiki liðsins hingað til og ég býst við því að enn fleiri muni mæta í vet- ur,“ segir Magnús. Magnús Þór Ásmundsson „Valaskjálf var kallað héraðsheimili og er aðalfélags- heimili sveitanna í kringum Egilsstaði. Þetta hús gegndi lykilhlutverki í allri menningarlegri starfsemi í áratugi,“ segir Þráinn. Hann segir þó að engum heil- vita manni detti í hug að reka menningarhús með hagnaðarvon og sá hluti Valaskjálfar sé myllusteinninn í rekstrinum. „Ég er búinn að eyða 40 milljónum króna bara í menningarhúsið. Ég fæ þá peninga aldrei til baka. Ég gæti breytt því í hótelherbergi en mig langar ekki til að gera það. Ég lít á málin í stærri mynd og allt sem ég geri fyrir austan er gert til þess að Egilsstaðir stimpli sig betur inn í ferðamennskunni,“ segir Þráinn. Fær peninginn aldrei til baka AÐALFÉLAGSHEIMILI SVEITANNA Í KRING Þráinn Lárusson Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.