Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sveitarstjórn-arkosningarverða haldn-
ar í Sádí-Arabíu í
lok ársins. Slíkt
þætti ekki frétt-
næmt í sjálfu sér, nema fyrir
þá sök, að þetta verða fyrstu
kosningarnar þar sem konur
fá að taka þátt, bæði sem kjós-
endur og sem frambjóðendur.
Höfðu um sjötíu konur þegar
boðið sig fram fyrir síðustu
helgi, en skráningarfresturinn
rann út á mánudaginn.
Þessar umbætur eru meðal
annars afleiðingar af arabíska
vorinu, þegar leiðtogar Sádí-
Arabíu óttuðust það helst af
öllu að óánægjualdan sem þá
þegar hafði fellt ríkisstjórnir
víða í nágrannaríkjunum
myndi breiðast til þeirra. Og
það er ekki eingöngu í Sádí-
Arabíu sem verið er að víkka
út kosningaréttinn. Í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum
mega núna um 10% almenn-
ings kjósa, og þar af eru konur
helmingurinn. Svipaða sögu er
að segja af Óman.
Það er hins vegar full-
snemmt að blása í lúðra vegna
þessarar þróunar. Kosninga-
réttur er vissulega mikil-
vægur áfangi, en þær stofn-
anir sem kosið er um hafa hins
vegar nánast ekkert vægi í
stjórnkerfi ríkjanna sem um
ræðir. Í Sádí-Arabíu er til að
mynda vandlega búið um
hnútana svo að
konungsfjöl-
skyldan fái alltaf
sínu framgengt, og
er jafnan beitt
þeirri aðferð að
konungurinn skipar sjálfur að
minnsta kosti helming þeirra
sem sinna löggjafar- eða
stjórnarstörfum fyrir ríkið.
Kynin sitja þar við sama
áhrifalausa borðið.
Þá er ekki auðfengið fyrir
konur í Sádí-Arabíu að sækja
þennan rétt sinn. Til þess að
komast á kjörskrá þurfti við-
komandi í fyrsta lagi að verða
sér úti um nafnskírteini, og í
öðru lagi að gera sér sérstaka
ferð til kjörstjórnar. Til þess
að konur gætu gert hvort
tveggja þurftu þær atbeina
karlmanns, þó ekki væri nema
sem fylgdarmanns og bílstjóra
meðan á ferðalaginu utanhúss
stóð. Samfélagslega standa
konur því enn höllum fæti.
Öll hænuskref í átt til auk-
ins lýðræðis í þessum heims-
hluta eru af hinu góða, ekki
síst þau sem snúa að auknum
réttindum kvenna. Gangi allt
að óskum, gæti þetta orðið
fyrsta skrefið í átt til þess að
konur verði sýnilegri í sam-
félagi Sádí-Arabíu og leið til
þess að bæta stöðu þeirra. Það
sem dregur úr þeim vonum er
sú einfalda staðreynd, að lýð-
ræðið sem slíkt á enn afar
langt í land á þessum slóðum.
Hvers virði er
kosningaréttur í
sýndarlýðræði?}
Hænuskref í rétta átt
Tony Abbott,fyrrverandi
forsætisráðherra
Ástralíu, hefur
væntanlega ekki
þótt gaman að sitja
undir ræðu eftirmanns síns,
Malcolms Turnbull, sem náði
embættinu með hallarbyltingu
innan Frjálslynda flokksins.
Þar fór Turnbull mjög fögrum
orðum um Abbott og það
hvernig hann hefði leitt Ástr-
alíu á betri stað sem forsætis-
ráðherra. Svo rammt kvað að
lofinu, að spurningin vaknaði
hvers vegna Turnbull, sem áð-
ur gegndi embætti samskipta-
málaráðherra, hefði talið þörf á
að steypa Abbott af stóli.
Svarið liggur fyrst og fremst
í stöðu flokksins í skoð-
anakönnunum, þar sem Abbott
hefur þótt fremur umdeildur
forsætisráðherra, og þótti lík-
legt að óvinsældir hans gætu
skilað sér til flokksins, bæði í
aukakosningum síðar í vetur,
og svo í almennum þingkosn-
ingum sem eiga að fara fram í
síðasta lagi í janúar 2017.
Áhöfninni þótti því vera komið
tilefni til þess að
skipta um mann í
brúnni.
En fyrir hvað
mun Turnbull
standa? Hann styð-
ur rétt hinsegin fólks til hjóna-
vígslu og vill grípa til harðari
aðgerða í loftslagsmálum.
Staðan er hins vegar sú, að
hörð andstaða er við hvort
tveggja innan ríkisstjórn-
arflokkanna tveggja, og því alls
óvíst að Turnbull muni geta
sett mark sitt á embættið svo
nokkru nemi áður en boðað
verður til næstu kosninga.
Þá eiga viðbrögð ástralskra
kjósenda eftir að koma í ljós, en
það fór illa í þá að í síðustu rík-
isstjórn Verkamannaflokksins
var skipt tvisvar sinnum um
forsætisráðherra á síðasta
kjörtímabili. Nú þegar helsti
andstæðingur Verkamanna-
flokksins hefur gerst sekur um
hið sama er allt eins líklegt að
kjósendur muni einnig refsa
Frjálslynda flokknum. Eftir
áratuga stöðugleika gæti
óstöðugleikinn því verið tekinn
við í áströlskum stjórnmálum.
Fimmti forsætisráð-
herrann á síðustu
fimm árum tekur við}
Óstöðugleiki í Ástralíu
H
venær kemst ég eiginlega í
tísku? dæsti kona nokkur um
daginn. Og ekki að ástæðulausu.
Einn daginn er eftirsótt að vera
ávöl sem stundaglas, hinn
næsta eins og vesælt strá sem fýkur á brott við
minnsta andvara. Eitt sinn var málið að vera
flatbrjósta, svo átti barmurinn helst að vera
kominn inn um dyrnar a.m.k. mínútu á undan
afganginum af líkamanum. Einu sinni var híað
á þá sem voru umfangsmikla afturenda og sagt
að þeir væru með hamborgararass. Síðan kom-
ust stórir rassar í tísku og nú er farið að tala um
botninn sem hinn nýja barm.
Eða eins og það er orðað svo hnyttilega á
ensku: Butts are the new boobs.
Útlit sem þykir eftirsóknarvert hverju sinni
er eitt helsta umfjöllunarefni margra innlendra
og erlendra vefsíðna sem eiga að vera sérstaklega ætlaðar
konum. Þyngdartap og að líta út fyrir að vera miklu yngri
en árin segja til um er líka sérlega vinsælt umfjöllunarefni
og sumar þessara vefsíðna eru með lýtalækna sem fasta
pistlahöfunda sem ráðleggja og veita upplýsingar um
fegrunaraðgerðir. Á sama tíma er á þessum sömu vefsíð-
um dregið dár að frægum konum sem hafa farið í fegr-
unaraðgerðir undir fyrirsögnum á borð við: Myndir þú
þekkja hana? eða Brjáluð í botoxinu.
Það er hið besta mál að fólk fari í fegrunaraðgerðir,
kjósi það svo. Enda er það ekki til umfjöllunar í þessum
pistli, heldur sá tvískinnungur tísku- og útliltsiðnaðarins
sem felst í þröngri skilgreiningu á fegurð og að
fordæma síðan af og til útlitsdýrkun og allt
sem af henni getur leitt og halda þá að þar með
sé í lagi að halda áfram á sömu braut.
Stundum birtast nefnilega á forsíðum tísku-
tímarita fyrirsætur sem af tísku- og útlitsiðn-
aðinum eru skilgreindar í yfirstærð, en flest
fólk myndi líklega telja þær fremur grannar.
Hugtökin „heilbrigt útlit“ eða „venjulegar
konur“ (sem virðast vera einskonar dulmáls-
orð fyrir feitur) eru gjarnan notuð um þær og
tímaritin fá gríðarmikið hrós og athygli fyrir
að „þora“ að birta slíkar myndir.
Í heimi tískutímaritanna er september-
blaðið jafnan veglegast og það sem vekur
mesta athygli. Keppst er við að fá eftirsóttustu
fyrirsætuna, leik- eða söngkonuna á forsíðuna,
t.d. var Beyoncé á forsíðu septemberútgáfu
bandaríska Vogue, Emma Watson var framan á breska
Vogue, Taylor Swift var á forsíðu Vanity Fair og á forsíðu
Glamour var ofurfyrirsætan Karlie Kloss. En sú forsíða
sem vakti einna mesta athygli í ár og þótti óvenjulegust
var á bandaríska tímaritinu Redbook, sem skartaði hvorki
meira né minna en sex „venjulegum“ konum. Áhugavert
verður að sjá hvernig þetta þróast; hvort tískublöðin muni
halda áfram að sýna „venjulegar“ konur einungis af og til
eða hvort raunveruleg breyting sé að verða.
Athugið að það sem hér er nefnt á einungis við um kon-
ur. Körlum virðist einfaldlega duga að vera bara karlar til
að vera í tísku. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Þegar venjulegt verður óvenjulegt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Hjá bæði Landsvirkjun ogLandsneti er unnið að þvíaf fullum þunga að út-vega orku og leggja raf-
línur til iðnaðarsvæðisins á Bakka,
þar sem kísilver PCC á að rísa og
mögulega önnur starfsemi í framtíð-
inni. Ekki seinna vænna því und-
irbúningsframkvæmdir eru komnar
vel á veg á Bakka, líkt og kom fram í
Morgunblaðinu í gær, og aðeins rúm
tvö ár þar til stefnt er að því að hefja
framleiðslu í kísilverksmiðjunni.
Landsvirkjun hóf framkvæmdir
við fyrsta áfanga Þeistareykjavirkj-
unar sl. vor, með uppbyggingu stöðv-
arhúss fyrir tvær aflvélar og lagningu
gufuveitu. Samkvæmt upplýsingum
frá Landsvirkjun hafa framkvæmdir
gengið vel en verktaki er íslenska fyr-
irtækið LNS Saga. Fjárhæð samn-
inga við LNS Sögu var um 6,6 millj-
arðar króna en áætlanir gera ráð
fyrir að heildarkostnaður við fyrsta
áfangann á Þeistareykjum verði 20-
24 milljarðar króna. Þegar mest læt-
ur er reiknað með að um 200 manns
verði við vinnu á framkvæmdatíma.
Stefnt er að því að rekstur hefjist í
fyrsta áfanga virkjunarinnar haustið
2017 en PCC áformar að vera komið í
fullan rekstur á fyrri hluta ársins
2018.
Búið að meta áhrif af 200 MW
Fyrr á þessu ári samdi Lands-
virkjun við PCC um að útvega 58
MW afl til verksmiðjunnar. Fyrsti
áfangi á Þeistareykjum gefur 45 MW
af sér og þar til 2. áfangi verður kom-
inn í rekstur á árinu 2018 mun hluti
orkunnar til PCC koma úr raf-
orkukerfi Landsvirkjunar. Ef allt
gengur eftir ættu þetta að vera að-
eins nokkrir mánuðir sem Lands-
virkjun þarf að útvega PCC orku
annars staðar frá en Þeistareykjum,
áður en aflgeta virkjunarinnar fer í 90
MW. Öll leyfi eru til staðar fyrir allt
að 100 MW virkjun og mat á um-
hverfisáhrifum fyrir 200 MW virkjun
liggur fyrir, með áliti Skipulagsstofn-
unar.
Borútboð á 2. áfanga
Landsvirkjun hefur tilkynnt að
borútboð fyrir 2. áfanga á Þeista-
reykjum verði auglýst á næstu vik-
um. Um er að ræða borun á allt að
átta holum á núverandi vinnslusvæði.
Síðasta vetur fóru fram umfangs-
miklar aflprófanir á Þeistareykja-
svæðinu til að sannreyna aflgetu þess
og meta möguleg áhrif gufunýtingar
á jarðhitasvæðið. Allar borholur voru
látnar blása á fullum afköstum frá
nóvember 2014 til loka júnímánaðar á
þessu ári. Samkvæmt upplýsingum
Landsvirkjunar var það mat sérfræð-
inga á niðurstöðum aflprófana og lík-
anreikningi að svæðið stæði fyllilega
undir 90 MW orkuvinnslu til lengri
tíma. Telur Landsvirkjun þessa nið-
urstöðu styðja við áframhaldandi var-
færna uppbyggingu á Þeistareykjum,
eins og það er orðað í tilkynningu.
Til samræmis við þetta er hafinn
undirbúningur að 2. áfanga virkj-
unarinnar. Er horft til þess að aflvél 2
geti verið komin í rekstur á árinu
2018 og virkjunin skili þá sem fyrr
segir alls 90 MW afli. Nú þegar hafa
verið boraðar átta vinnsluholur sem
skila gufu sem jafngildir um 60 MW
afli. Það nemur ríflega einni aflvél en
Landsvirkjun telur ljóst að ráðast
þurfi í boranir til að mæta frekari
orkuvinnslu.
Samhliða útboði á borunum verður
unnið að öðrum útboðum vegna
kaupa á búnaði til virkjunarinnar,
sem og útvíkkun gildandi samninga
um kaup á viðbótarbúnaði fyrir 2.
áfanga. Með þessari uppbyggingu
segist Landsvirkjun vera að mæta
aukinni orkuþörf á Norðausturlandi
og annars staðar á landinu, og um leið
að auka öryggi orkuafhendingar á
svæðinu.
Orkuöflunin fyrir
Bakka í fullum gangi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykir Aflprófanir á vinnsluholum á Þeistareykjum hafa komið vel út
og sýnt að svæðið standi vel undir 90 MW orkuvinnslu til lengri tíma.
Landsnet hefur samið við
Mannvit um útboðshönnun
tveggja nýrra 220 kV háspennu-
lína á Norðausturlandi sem
tengja annars vegar nýja virkjun
á Þeistareykjum við flutnings-
kerfi Landsnets og hins vegar
virkjunina við iðnaðarsvæðið á
Bakka. Guðmundur Ingi Ás-
mundsson, forstjóri Landsnets,
og Sigurhjörtur Sigfússon, for-
stjóri Mannvits, undirrituðu
samkomulagið. Línurnar tvær
verða alls 62 km að lengd. Verk-
lok eru áætluð haustið 2017.
Vinna við slóðagerð og jarð-
vinnu verður boðin út um ára-
mót. Allt efni, ásamt vinnu við
yfirbyggingu, verður boðið út á
fyrsta ársfjórðungi 2016.
Samið við
Mannvit
LÍNUR LANDSNETS
Samið Forstjórar Landsnets og
Mannvits takast í hendur.