Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Hjólað í miðborginni Það er gott að geta farið allra sinna ferða á hjólhesti um borgina.
Eggert
Robert O. Work,
varavarnar-
málaráðherra Banda-
ríkjanna, var dagana 7.
til 10. september á
ferðalagi til Íslands,
Noregs og Bretlands.
Hann ræddi við ráða-
menn í löndunum og
kynnti sér mannvirki
og búnað sem kynni að
nýtast bandarískum
herafla yrði hann sendur til Íslands
og Noregs.
Í London flutti Work erindi hjá
RUSI, rannsóknar- og umræðu-
stofnun breska heraflans. Þar
greindi hann frá stefnu og aðgerðum
Bandaríkjamanna til að efla fæling-
armátt venjulegs herafla síns. Telja
þeir þetta svipað skref til nútíma-
væðingar herstyrksins og stigið var
með kjarnorkuvopnavæðingunni á
sjötta áratugnum og langdrægum
vopnabúnaði á þeim áttunda. Kalla
Bandaríkjamenn þetta „þriðju mót-
vægisaðgerðir“ sínar á sviði varn-
armála. Ætlunin er að innleiða nýj-
ustu tækni, vélmenni við hlið
venjulegra hermanna og hátækni-
búnað á öllum sviðum.
Work skoðaði mannvirki á örygg-
issvæðinu á Keflavíkurflugvelli og
fullvissaði sig um að þau gætu nýst
nýjustu kafbátaleitarvélum Banda-
ríkjanna, Boeing P-8 þotum sem eru
að grunni af gerðinni Boeing 737-800
(árið 1989 urðu 737-408 þotur hluti
af íslenskri flugsögu). Stélið á P-8
þotunum sem bandaríski flotinn tók
formlega í notkun í nóvember 2013
er 1 m hærra en á P-3
Orion skrúfuvélunum
sem komu til sögunnar
1959 og settu svip á
starfsemi varnarliðsins
í Keflavíkurstöðinni
fram á miðjan tíunda
áratuginn.
Í Osló fundaði Work
með starfsbræðrum á
Norðurlöndunum, þar
á meðal frá Svíþjóð og
Finnlandi, löndum utan
NATO. Var áréttað að
þetta væri fyrsti fund-
ur af þessu tagi í sögunni. Þá hélt
Work til Þrándheims en í nágrenni
bæjarins eru miklar jarðhvelfingar
sem geyma bandarísk hergögn fyrir
hermenn sem sendir yrðu til Noregs
á hættustundu. Fullvissaði Work sig
um allt væri þar í stakasta lagi og
boðaði fjölgun heræfinga banda-
rískra landgönguliða í Noregi.
Söguleg tímamót
Forvitnilegt er að fylgjast með
hvernig áhugi á öryggi á norð-
urslóðum vaknar að nýju innan
bandaríska stjórnkerfisins.
Mánudaginn 31. ágúst hélt Barack
Obama fyrstur Bandaríkjaforseta
norður fyrir heimskautsbaug í
Alaska og boðaði eflingu strand-
gæslunnar á norðurslóðum með
áherslu á smíði nýrra ísbrjóta.
Nokkrum dögum síðar birtist mynd
af Bandaríkjamönnum og rannsókn-
arskipi þeirra sem sigldi fyrst
bandarískra skipa án aðstoðar og
fylgdar á norðurpólinn. Síðan fór
Robert O. Work í ferð sína og sagð-
ist ætla að helga sig norðrinu. Hann
sannfærðist um að bandaríski her-
inn gæti nýtt mannvirki á Íslandi og
í Noregi auk þess að hlusta á lýs-
ingar stjórnmálamanna á gjör-
breyttum aðstæðum í öryggis-
málum.
Hvað gerist næst? Augljóst er að
meðal stjórnvalda á Norðurlönd-
unum er ekki andstaða við aukin
hernaðarleg umsvif Bandaríkjanna.
Þau eru talin æskilegt mótvægi við
hernaðarlega tilburði Rússa sem
hafa verið ögrandi gagnvart öllum
löndunum, einkum á Eystrasalti þar
sem Rússar hafa æft sprengjuárásir
á Borgundarhólm, Gotland og jafn-
vel Stokkhólm.
Hinn 10. apríl 2015 rituðu varn-
armálaráðherrar fjögurra Norð-
urlanda og utanríkisráðherra Ís-
lands sameiginlega grein þar sem
sagði meðal annars: „Rússneski her-
inn hegðar sér á ögrandi hátt við
landamæri okkar (og margoft hefur
verið brotið á fullveldi landamæra
ríkjanna við Eystrasalt). Það er sér-
stakt áhyggjuefni að flug rússneskra
herflugvéla hefur valdið beinni
hættu fyrir almenna flugumferð.“
Ráðherrarnir boðuðu nánara sam-
starf meðal annars við ríkin handan
Atlantshafs, Bandaríkin og Kanada.
Í Svíþjóð segjast nú fleiri vilja að-
ild að NATO en eru á móti henni.
Sænski utanríkisráðherrann hefur
kallað rússneska sendiherrann á
teppið vegna ögrandi ummæla hans í
garð Svía. Pólverjar og Svíar hafa
samið um samstarf í hermálum. Allt
gerist þetta á örskömmum tíma af
ótta við yfirgang Rússa.
Öruggur samstarfsrammi
Í tilefni af brottför varnarliðsins
samþykkti ríkisstjórn Íslands hinn
26. september 2006 yfirlýsingu um
ný verkefni íslenskra stjórnvalda.
Þar segir meðal annars: „Jafnframt
verður skilgreint sérstakt svæði á
[Keflavíkur]flugvellinum, undir yf-
irstjórn utanríkisráðherra, sem
verður til afnota vegna æfinga á veg-
um Bandaríkjamanna og annarra
ríkja Atlantshafsbandalagsins eða
annarra hernaðarþarfa.“
Þetta svæði hefur síðan verið
nefnt öryggissvæðið og fer Land-
helgisgæsla Íslands þar með dag-
lega stjórn í umboði utanríkis- og
innanríkisráðherra.
Varnarsamningurinn við Banda-
ríkin frá 1951 er í fullu gildi og við
brottför varnarliðsins var í október
2006 ritað undir samkomulag milli
stjórnvalda Íslands og Bandaríkj-
anna. Þar segir meðal annars: „Ís-
land og Bandaríkin hafa átt samráð
um varnaráætlun fyrir Ísland sem
Bandaríkin hafa samið. Ísland sam-
þykkir áætlunina sem gerir ráð fyrir
að varnir Íslands séu tryggðar með
öflugum og hreyfanlegum viðbúnaði
og liðsafla og að hún sé studd banda-
rískum hernaðarmætti eftir því sem
þörf krefur.“
Úrelt áhættumat
Í mars 2009 gaf utanríkisráðu-
neytið út Áhættumatsskýrslu fyrir
Ísland um hnattræna, samfélags-
lega og hernaðarlega þætti. Sjón-
armiðin sem lögð eru til grundvallar
við mat á hernaðarlegum þáttunum
eru því miður úreld. Þar segir meðal
annars (bls. 41): „Loks bendir ým-
islegt til þess eftir valdaskiptin í
Washington [janúar 2009 Obama
varð forseti] að samskipti Banda-
ríkjanna og Rússlands séu að færast
í betra horf.“ Hið gagnstæða hefur
gerst.
Utanríkismálanefnd alþingis lauk
ekki afgreiðslu á tillögu utanrík-
isráðherra um þjóðaröryggisstefnu
á síðasta þingi. Rökin fyrir tillög-
unni taka mið af áhættumatinu frá
2009. Það sem segir hér að ofan sýn-
ir í hnotskurn þá breytingu sem orð-
ið hefur í viðhorfum til öryggismála
á norðurslóðum eftir að Rússar inn-
limuðu Krím og hófu markvissar
ögranir í garð nágrannaþjóða sinna
á árinu 2014.
Haustið 2006 samþykkti ríkis-
stjórn Íslands áætlun Bandaríkja-
stjórnar um ráðstafanir til að
tryggja öryggi Íslands. Nú er þörf á
nýrri áætlun um þetta efni. Við gerð
hennar ber að taka mið af auknu
samstarfi Norðurlanda í varn-
armálum og nýrri áherslu innan
NATO á sameiginlegar varnir.
Á suðurvæng Evrópu og varn-
arsvæðis NATO blasir við upplausn
og úrræðaleysi vegna flótta hundruð
þúsunda manna frá ófriði í Mið-
Austurlöndum. Á norðurvængnum
ráða menn ráðum sínum um auknar
öryggisráðstafanir. Þetta eru tví-
sýnir tímar og full ástæða til mik-
illar varkárni.
Eftir Björn
Bjarnason » Forvitnilegt er að
fylgjast með hvernig
áhugi á öryggi á norður-
slóðum vaknar að nýju
innan bandaríska
stjórnkerfisins.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Viðbúnaður eykst á norðurvæng NATO
Í ræðu sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins flutti við umræður um
stefnuræðu forsætisráðherra gerði
hann kröfuna um aukið frelsi í ís-
lensku samfélagi að umræðuefni.
Hann hélt því meðal annars fram að
lækkun tryggingargjalds til atvinnu-
veganna (eða ekki) væri frelsismál.
Röksemdir fyrir því er enginn vandi
að skilja þótt maður sé ekki endilega
sammála þeim og það megi tjá þær á
hinn ýmsa máta. Ég hefði til dæmis
látið atvinnuvegina skjóta rótum áð-
ur en ég hefði látið þá blómstra en formaðurinn
kaus hina röðina en það er smáatriði sem skiptir
ekki máli nema fyrir okkur nördana. En því ber
ekki að neita að orðið frelsi er áferðarfallegt og
þrútið af göfugum tilfinningum sem höfða til okk-
ar allra. Það er hins vegar gjarnan ágreiningur um
það hvar frelsið endar og þykjusta og óheftur
bjánaskapur byrja.
Annað sem formaðurinn telur vera frelsismál og
hann drap á í ræðu sinni er hvar hægt sé að kaupa
áfengi á Íslandi. Um það sagði hann eftirfarandi:
„Má ég nefna það hér hvort við treystum fólkinu
í landinu til að sækja áfengi í venjulegar verslanir
eða ekki? Í mínum huga er það augljóst mál. Það
eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólk-
inu til þess að kaupa áfengi í venjulegum versl-
unum, að það þurfi opinbera starfsmenn til þess að
afhenda slíka vöru yfir búðarborðið. Það eru röng
skilaboð. “
Það er ein af grundvallarkenningum markaðs-
fræðinnar að eftir því sem vöru er komið fyrir á
fleiri metrum af hillum í fleiri verslunum þeim
mun meira seljist af henni. Þessi kenning segir
okkur að ef við tökum það skref að setja áfengi í
hillur í venjulegum verslunum selst meira áfengi í
landinu. Einhver kann að segja að þarna sé bara
um að ræða kenningu og það sé eðli kenninga að
vera ýmist réttar eða rangar og þessa þurfi að
prófa; sem sagt áfengi í venjulegar verslanir á Ís-
landi og svo skoðum við hvort það leiði til meiri
sölu. Svarið við þessu er að það er búið að gera til-
raunina í mörgum löndum í kringum okkur og alls
staðar þar sem áfengi hefur verið flutt inn í venju-
legar verslanir hefur neysla þess aukist verulega.
Það er því ljóst að spurningin um það hvort við
ættum að selja áfengi í venjulegum verslunum er í
það minnsta líka, ef ekki eingöngu, spurningin um
það hvort við viljum að fólkið í landinu neyti meira
eða minna áfengis. Alkóhólismi er
einn af alvarlegustu og algengustu
sjúkdómum í okkar samfélagi og
ekki á það bætandi. Það er því lítill
krókur að rölta í sérverslun til þess
að forðast þá keldu sem aukin áfeng-
isneysla landsmanna væri.
Síðan er það allt önnur spurning
og gömul hvernig Alþingi treysti
fólkinu í landinu til þess að umgang-
ast þessa vöru sem formaðurinn vill
nú flytja inn í venjulegar verslanir.
Það ætti þó að vera honum ljóst að
þegar kemur að því að para saman
áfengi og fólkið í landinu hefur af-
staða Alþingis aldrei markast af trausti og það
hefur til dæmis með lögum skert til muna frelsi
þeirra sem eru búnir að neyta þess í einhverju
magni og eru undir þeim áhrifum sem eftir er sóst
með neyslunni. Þeim er bannað að aka bifreið,
fljúga flugvél, stjórna bátum og vera á almanna-
færi. Það er engin önnur vara sem er löglega seld í
landinu sem er með þeim ósköpum gerð að lög-
gjafinn hafi séð ástæðu til þess að skipta sér sér-
staklega af gjörðum þeirra sem hafa neytt hennar.
Ég er í litlum vafa um að formaðurinn veit þetta
allt saman og skilur en vonar að ef hann komi
áfengi í venjulegar verslanir leiði það til þess að
fleiri muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem þessa
dagana er illa rúinn fylgi. Ekki getur það verið
vegna þess að hann haldi að hugmyndin um áfengi
í venjulegar verslanir sé vinsæl vegna þess að
skoðanakannanir benda til þess að meiri hluti
landsmanna vilji að áfengið haldi sig heima hjá
sér. Hann veit hins vegar að ef því verður komið í
venjulegar verslanir drekka landsmenn meira.
Hann veit líka að áfengisdrykkja getur svift menn
ráði, rænu og annarri eðlilegri starfsemi heilans
og því sé líklegra að menn kjósi Sjálfstæðisflokk-
inn þegar þeir eru drukknir en allsgáðir. Eftir að
hlusta á málflutning hans í þessari ræðu er auðvelt
að vera honum sammála. Eina vandamálið sem ég
sé við þessa atkvæðasmölun formannsins er að
kjörstaðir eru almannafæri.
Hvað meinar maðurinn
með frelsi ?
Eftir Kára Stefánsson
Kári Stefánsson
» Alls staðar þar sem áfengi
hefur verið flutt inn í
venjulegar verslanir hefur
neysla þess aukist verulega.
Höfundur forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar