Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 27
stunduðum af kappi. Mikið
voru þau Óli og Soffa yndislegir
vinir – svo samtaka í öllu. Við
stofnuðum saumaklúbb sem
entist árum saman. Ekki var
alltaf handavinna í fyrirrúmi.
Einu sinni datt okkur í hug að
heiðra Hótel Borg með nær-
veru okkar. Þá var verið að
spila bingó þar. Sú sem þetta
skrifar fekk bingó, sem var
ferðavinningur út í hinn stóra
heim. Varð til þess að við fór-
um á Edinborgarhátíðina.
Þarna var brotið blað í tilveru
okkar og áttum við eftir að fara
fleiri ferðir. Við slógum tvær
flugur í einu, gátum klætt þá
sem heima voru, mátti sjá
börnin okkar í órafjarlægð i
fötum frá Marks & Spencer.
Margt óvænt gerðist, við fund-
um djassklúbb, gerðumst fé-
lagar þar. Áhugi okkar á blues
fékk þar aldeilis næringu. Soffa
vissi allt um djass. Var áskrif-
andi að Melody Makers. Hún
kunni sögu flestra stórstjarna,
ég drakk í mig alla hennar
visku. Þegar komið var í heim-
sókn hljómaði Billie Holiday,
þegar inn var komið blasti við
stærðar plakat af henni. Þetta
entist ævina út. Mikið voru þau
samhent þessi einstöku hjón.
Þessi stóra fjölskylda elskaði
að vera saman. Hátíð á hverju
sumri í sumarhúsinu þeirra,
minnti helst á þjóðhátíð.
Systrakærleikur var svo inni-
legur. Eins tryggð við alla vini
sem hún hafði verið samferða
entist alla tíð. Að hún skyldi
kveðja á þessum árstíma var
svo táknrænt. Þegar sumri
hallar, haustið tekur við með
sína óendanlegu litadýrð. Við
tvær vorum vanar að fara á
Þingvelli um þetta leyti. Ég á
svo fallega mynd af vinkonu
minni í litadýrðinni með beiti-
lyng í fanginu, alsæl. Að þessu
sinni var þessi ferð ekki farin
heldur fór hún í lengri ferð til
ástvina sem fagna henni þar.
Ég trúi því, að þegar jarðlífs-
göngunni lýkur hittumst við í
blómabrekkunni. Blessaðar séu
allar hinar góðu minningar sem
við áttum saman, þær varðveiti
ég svo lengi sem ég lifi. Hvíl í
friði, mín elskulega vinkona.
Þín,
Sigrún.
Mín kæra vinkona, Soffía,
hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Ég
sakna hennar.
Við kynntumst fyrir fáeinum
árum þegar ég flutti á Fjarð-
argötu 17 og ég fann það strax
að þar fór greind og skemmti-
leg kona með ákveðnar skoð-
anir og skemmtilegt lífsviðhorf.
Það var ekki leiðinlegt að
hlusta á hana segja frá sinni
ævi, uppvaxtarárunum á
Bergstaðastæti, foreldrum sín-
um, sem hún var svo stolt af,
systkinum, eiginmanni og börn-
um.
Hún sagði mér líka oft frá
utanlandsferðunum og góðum
stundum með Óla sínum og vin-
konum.
Það kom á óvart hvað við
tvær þekktum mikið sama fólk-
ið þó að aldursmunurinn væri
10 ár.
Við töluðum mikið um bækur
og horfðum saman á ýmsa sjón-
varpsþætti en við höfðum sama
smekk um svo mörg atriði. Svo
áttum við sameiginlega uppá-
haldsfótboltastrák, hann
Neymar frá Brasilíu.
Soffía var minnug og sagði
skemmtilega frá. Hún var ekk-
ert að dylja sínar skoðanir,
hvorki á því sem henni líkaði,
né því sem henni líkaði ekki.
Hún elskaði jazz, sérstaklega
Billie Holiday.
Það var verulega sorglegt að
sjá hvað það dró af henni á
stuttum tíma undir það síðasta.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem við áttum saman.
Ég votta fjölskyldu Soffíu
mína dýpstu samúð.
Erla Sigurbjörnsdóttir.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
✝ Sigríður Magn-ea Hermanns-
dóttir fæddist í Sæ-
bakka við Dalvík
23. mars 1934. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 9. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Hermann
Árnason, f. í Ytri-
haga á Árskógs-
strönd 15. sept-
ember 1901, d. 4. september
1978, og Jónína Magnúsdóttir,
f. í Sauðanesi á Upsaströnd 20.
apríl 1895, d. 5. október 1980.
Systkini Sigríðar voru Ingvi
Gunnar Ebenhardsson, f. 1921,
d. 2003, Friðbjörn Hjálmar Her-
dóttir, f. 1962. Börn þeirra eru
Tómas, f. 1981, Harpa, f. 1988,
og Bjarki, f. 1996. 3) Guðrún
Hrönn, f. 29. september 1962.
Eiginmaður hennar er Brynjar
Aðalsteinsson, f. 1959. Börn
þeirra eru Herdís Björk, f.
1983, Sigurður Júlíus, f. 1989,
og Björn Hrannar, f. 1997. Auk
þeirra afkomenda sem þegar
eru taldir átti Sigríður átta
barnabarnabörn.
Sigríður og Tómas byggðu
fjölskyldunni hús við Bárugötu
á Dalvík þar sem Sigríður bjó
til æviloka. Hún varð ekkja 29
ára þegar Tómas fórst með
mótorbátnum Hafþóri 9. apríl
1963. Frá þeim tíma sá hún ein
um að vinna fyrir heimilinu og
umönnun barnanna. Hún sinnti
ýmsum störfum en lengst af
starfaði hún þó sem fisk-
verkakona.
Útför Sigríðar fer fram frá
Dalvíkurkirkju í dag, 18. sept-
ember 2015, kl. 13.30.
mannsson, f. 1927,
d. 1995, og Árni
Baldvin Hermanns-
son, f. 1930, d.
2011.
Árið 1954 giftist
Sigríður Tómasi
Péturssyni, f. 21.
desember 1930 á
Dalvík. Börn þeirra
eru: 1) Jóhanna
Dagbjört, f. 16. júlí
1954. Eiginmaður
hennar er Birgir Ingvason, f.
1953. Börn Jóhönnu af fyrra
hjónabandi eru Birgitta Anna,
f. 1972, Tómas Pétur, f. 1976,
og Sindri Freyr, f. 1978. 2) Her-
mann Jón, f. 13. apríl 1959. Eig-
inkona hans er Bára Björns-
Mamma mín. Fyrir örfáum
dögum sátum við, einu sinni
sem oftar, saman í eldhúsinu
heima í Bárugötu, drukkum
kaffi og ræddum um fjölskyld-
una, lífið og tilveruna. Eins og
við höfðum gert svo oft áður.
Þú varst ánægð, þér leið vel og
þú varst bjartsýn á að vel
myndi ganga í þeirri glímu sem
framundan var hjá henni Báru
minni.
Og þótt þú segðist vera pínu-
lítið þreytt var engin ástæða til
að ætla annað en við gætum
haldið áfram að drekka saman
kaffi og ræða málin í Bárugöt-
unni.
Það var þess vegna algjört
reiðarslag að fá þær fréttir
daginn eftir að þú værir að
deyja. Ég á erfitt með að lýsa
því hvað ég hef verið dapur síð-
an.
Dapur og líka reiður vegna
þess hvað mér finnst það órétt-
látt að kona sem hefur þurft að
hafa jafn mikið fyrir lífinu og
þú skulir ekki fá að njóta ævi-
kvöldsins. Njóta nokkurra
góðra ára þar sem þú hefðir
getað horft um öxl og glaðst yf-
ir því sem þú hefur áorkað á
lífsleiðinni.
Nokkurra góðra ára þar sem
þú hefðir getað fylgst með
ávöxtum ævistarfsins, barna-
börnunum og barnabarnabörn-
unum, og séð þau vaxa og
dafna.
Þú varst aðeins 29 ára gömul
1963 þegar pabbi fórst og þú
stóðst ein eftir, ekkja og móðir
þriggja ungra barna. Eftir það
varstu okkur bæði móðir og
faðir en það vafðist ekki fyrir
þér.
Oft varstu örugglega dauð-
þreytt þegar þú þurftir að
hugsa um mig og systur mínar
að loknum löngum vinnudegi en
alltaf gerðir þú það sem í þínu
valdi stóð til að láta okkur líða
vel.
Stundum held ég meira að
segja að þú hafir spillt okkur
svolítið, í það minnsta mér, svo
vel gættir þú þess að mig
skorti ekkert sem máli skipti.
Vissulega bjuggum við aldrei
við ríkidæmi en við höfðum allt
sem við þurftum. Þegar ég
hugsa til baka til þessa tíma
átta ég mig á því hve erfitt það
hlýtur að hafa verið fyrir þig að
standa ein í þessum sporum og
hversu miklu þú fórnaðir til að
tryggja velferð okkar
barnanna.
Árin liðu og við systkinin
eignuðumst fjölskyldur og þú
tengdabörn og barnabörn. Það
var einstakt að fylgjast með
samskiptum þínum við þau.
Hvað þú fylgdist vel með, hvað
þú áttir auðvelt með að tengj-
ast þeim og hvað þau urðu öll
hænd að þér.
Elsku mamma mín. Minning-
in um þig er minning um góða,
skemmtilega og lífsglaða konu
sem gerði allt sem hún gat fyr-
ir börnin sín og fjölskyldur
þeirra. Ég er óendanlega þakk-
látur fyrir að hafa átt þig sem
móður og fyrir lífsgönguna
okkar saman. Þótt ég sé dapur
í dag mun ég alltaf getað yljað
mér við allar góðu minningarn-
ar og glaðst yfir því láni mínu
að hafa fengið að ganga með
þér.
Hermann Jón.
Þegar ég sest niður til að
minnast minnar góðu vinkonu
og tengdamóður er þakklæti of-
arlega í huga. Ég var afar lán-
söm að kynnast henni Siggu að-
eins 18 ára gömul þegar ég og
Hermann sonur hennar vorum
að byrja saman.
Sigga vissi alveg hvað hún
vildi og hafði ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum en
það sem mér fannst einkenna
hana var dugnaðurinn, lífsgleð-
in, góða nærveran, glettnin og
það hversu skemmtileg kona
Sigga var.
Hún hafði voða gaman af því
að spila á spil og eru ófáar spil-
astundir sem við höfum átt við
eldhúsborðið hennar Siggu og
þær síðustu nú í sumar, það var
oft stutt í söng, glens og gleði
þar sem Bárugötumæðgur
komu saman.
Seinni ár fengum við Her-
mann Siggu stundum til okkar í
Helgamagrastræti, stjönuðum
við hana í mat og drykk og spil-
uðum svo saman langt fram á
nótt, því Sigga var nátthrafn.
Þessar helgarstundir okkar eru
dýrmætar í minningunni.
Hún Sigga var öllum sínum
mjög kær og trú og ég held að
það séu ekki margar ömmur
sem eiga jafn mikið í ömmu-
börnunum sínum og hún átti.
Hún hélt einstaklega góðu sam-
bandi við öll sín barnabörn og
hafði sérstakt lag á því að fá
þau til að segja sér sín hjartans
mál og þau elskuðu hana öll.
Mikið á ég nú eftir að sakna
hennar Siggu minnar og henn-
ar góðu nærveru, ég vil þakka
henni fyrir allt sem hún var
mér og mínum.
Hvíl í friði vinkona.
Þín
Bára.
Með örfáum orðum langar
mig að minnast tengdamömmu
minnar, Sigríðar Hermanns-
dóttur.
Við þessi skrif koma ýmsar
minningar upp í hugann.
Ég fór að venja komur mínar
til Dalvíkur fyrir löngu, 34 ár-
um, þegar ég var að gera hosur
mínar grænar fyrir konunni
minni. Þegar ég hitti Siggu, til-
vonandi tengdamömmu mína,
þá var ég pínu hræddur um
hvernig hún tæki mér. En sá
ótti var auðvitað ástæðulaus,
hún tók mér vel eins og öllum
öðrum.
Þeir sem þekktu hana vita að
hún átti það til að fíflast í
manni.
Ég fékk strax mikla mat-
arást á þessari konu, alltaf góð-
ur matur, nema einu sinni,
svartfugl. Sigga hefur líklega
talið að ég myndi plata Gunnu
með mér vestur á firði eða eitt-
hvað langt í burtu.
En sú var ekki raunin, því
við Gunna keyptum efri hæðina
af henni og höfum notið þess
síðan að búa í góðu sambandi
við hana. Tengdamamma var
og er rík, því hún átti í kring-
um sig fullt af fólki sem elskaði
hana, og ekki var hún nísk á
ást sína til barnanna okkar
Gunnu.
Þau eru líka rík að hafa
fengið að alast upp í faðmi
ömmu sinnar. Hún taldi það
ekki eftir sér að passa fyrir
okkur, bæði um lengri og
skemmri tíma, og t.d. sauma
saman snuddur, sem höfðu ver-
ið bitnar í sundur, ekkert mál.
Hún bjó til leikföng, saumaði
tuskudýr, og spann upp sögur
fyrir börnin.
Hún hafði á árum áður gam-
an af að ferðast til útlanda, fór
t.d. með okkur og öðrum legg
fjölskyldunnar í þrjár ferðir,
þar af eina alla leið til Tyrk-
lands.
Sigga var mikil félagsvera og
hafði gaman af að spjalla við
fólk, jafnvel þótt viðkomandi
væri henni ókunnugur, því ekki
var hún feimin. Það háði henni
síðustu árin að líkaminn var
slitinn, en andlegt atgervi var
mjög gott.
Sigga var ekki sérlega há í
loftinu, en margur er knár þó
hann sé smár. Hún varð ekkja
aðeins 29 ára, en með dugnaði
ól hún ein upp þrjú börn. Því er
mjög auðvelt að líta upp til
hennar.
Samband þeirra mæðgna var
einstakt í mínum huga; mæðg-
ur, systur og vinir, allt í senn.
Missirinn er mikill fyrir okkur
öll, ekki síst fyrir Gunnu mína.
Hún var yndisleg tengda-
mamma og hún mun lifa áfram
í minningunum.
Þinn vinur og tengdasonur,
Brynjar A.
Ég býð þér aftur seinna, í Olsen
amma
og jafnvel fylgir lítið rauðvínsglas
en þangað til í þínu nafni brosi
því ég veit þú verður á betri stað.
Við sjáumst aftur að degi liðnum,
við sjáumst aftur er vora fer,
við sjáumst aftur í öðrum heimi
en þangað til,
þig hjá mér geymi
þú verður ætíð í hjarta mér.
(Sigurður Júlíus Brynjarsson)
Sigurður Júlíus
Brynjarsson.
Elsku amma Sigga, nú hefur
leiðir skilið og þú ert lögð af
stað í nýtt ferðalag. Þú lagðir
þó of snemma af stað og við
kveðjum þig með tárum og
sorg í hjarta.
Hafsjór af góðum minning-
um um þig lifir þó vel og hlýjar
okkur og gleður um ókomna
tíð.
Handavinna þín var einnig
mikil og falleg og í hverju her-
bergi okkar má finna fallegan
handgerðan hlut frá þér.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til þín á Báru-
götuna og dvelja hjá þér dag-
part eða jafnvel nokkra daga.
Ég minnist þess frá unga aldri
hve spenntur ég var að koma í
heimsókn og mér leið alltaf vel
hjá þér, þó svo að ég og við
bræður gerðum þér stundum
óleik með því að fella og brjóta
hluti, óðir eins og hundur og
köttur. Þar reyndum við örugg-
lega á þolrif þín þótt þú létir
lítið á slíku bera, þú reyndir þá
stundum að róa leika með því
að bjóða upp á ólsen, Masterm-
ind eða heimabakað. Það voru
góðir dagar.
En þú varst ýmsu vön og
dugnaður þinn og kraftur lýsir
sér vel í því að þú stóðst þig
eins vel og þú gerðir sem ung
ekkja með þrjú börn, það hlýt-
ur að hafa verið erfitt fyrir þig,
en þú stóðst þig sannarlega vel.
Þú varst ávallt hress, forvitin
og ýtin þegar kom að einka-
samtölum um lífið og tilveruna
á unglingsárunum og síðar. Þú
vildir vita allt um strákapör og
stúlkur og enginn hefur leyft
sér að draga fram svör á sama
hátt og þú gerðir, en það var
gaman og ánægjulegt að eiga
ömmu sem var jafn annt um
daglegt líf okkar og þér.
Lífið heldur áfram og barna-
börnin komu í heiminn og þú
jafn áhugasöm um þau og okk-
ur. Starra og Tinnu þótti ávallt
spennandi að koma í heimsókn
til langömmu Siggu og líf okkar
allra var sannarlega ríkara með
þér.
Þú getur gengið stolt frá
borði, elsku amma okkar,
hvíldu í friði.
Tómas Pétur (Tommi),
Elsa, Starri Snær
og Tinna Rún.
Elsku amma, núna reikna ég
með því að þú sért farin í frí í
Sumarlandið. Þínir nánustu
halda áfram hérna megin, en
það er ekki hægt að segja ann-
að en að tilveran standi allt
önnur og snauðari eftir.
Þig hef ég nefnilega átt að
alla mína ævi og líklega munu
fáir skilja nákvæmlega hversu
mikil forréttindi það voru fyrir
krílið hérna megin að fá að
vera svona nálægt þér öll þessi
ár.
Stundirnar okkar ætla ég að
fara sjálf yfir í huganum og
gleðjast yfir þeim – og við mun-
um áfram eiga samtöl þar inni.
Ég er á engan hátt tilbúin til
að sleppa af þér takinu, en er
ánægð með að þú hittir loksins
elsku karlinn þinn og sért nú
laus við allar líkamlegar þraut-
ir. Reikna jafnvel með því að
þú sért strax farin að kenna
fólkinu í Sumarlandinu
skemmtileg orðatiltæki, en þau
skemmtilegustu sem ég man
eftir eru kannski fullgróf til að
rita hér.
Oft settir þú upp vanþókn-
unarsvip, ef þér fannst ég of
kjaftfor, en komst í kjölfarið
með eitthvert gróft innslag á
móti til að sjokkera mig og við
hlógum eins og fábjánar.
Veikindin sem kláruðu raf-
hlöðuna þína komu eins og
reiðarslag, og ég er búin að
eiga svolítið bágt með að sætta
mig við allt saman. En vissu-
lega var líkami þinn orðinn
þreyttur.
Þú hefur nefnilega átt af-
skaplega gott líf – en þó ekki
endilega alltaf auðvelt. Mikið
máttu vera stolt af því sem þú
hefur áorkað – stolt af því
hversu vel þú varst liðin af fólki
almennt, stolt af börnunum þín-
um og að hafa verið í hlutverki
beggja foreldra þeirra frá unga
aldri og stolt af því hversu heil
og hlý manneskja þú varst.
Þú veist líka fullvel að þú átt
hvert bein í barnabörnunum
þínum. Það eru margir sem
eiga eftir að sakna þín mikið og
ég bið um styrk þeim til handa
sem syrgja þig, elsku amma
mín.
Þrátt fyrir að ég hafi fengið
að fylgja þér síðustu sporin þín,
þá er hugurinn enn ekki búinn
að gera sér almennilega grein
fyrir því að þú sért hér ekki
lengur.
Þegar ég segi það, þá er ég
nú samt að meina að þú sért
hér ekki lengur í efnislegu
formi – enda veit ég að þú
munt fylgja okkur öllum áfram,
eins vel og þú hefur alltaf sett
þig inn í líf fólksins þíns.
Kveðjustundin var vissulega
erfið, en sáttin í hjartanu felst í
því að ég fékk að kveðja þig og
að þú vissir alltaf að ég elskaði
þig innilega.
Ég þakka Guði löngu liðinn dag
sem lét mig eignast þig að ævivin.
Og öll þau blóm sem uxu á þinni
leið
með ilm og fegurð hresstu og
glöddu mig.
Og birtan sem þú breiddir yfir allt
sló bjarma á lífið allt í kringum þig.
Svo líða dagar, ár og ævitíð
og ýmsum blikum slær á loftin blá.
Í sorg og gleði alltaf varstu eins
og enginn skuggi féll á þína brá.
Svo brast á élið, langt og kólgukalt
og krafan mikla um allt sem gjalda
má.
Og fljótið niðar enn sem áður fyrr
og ennþá flúðin strýkur næman
streng.
Við blæþýtt ljóð, um blóm og sum-
aryl
og bjarta kyrrð – í minningu um þig.
(Oddný Kristjánsdóttir)
Herdís Björk
Brynjarsdóttir.
Elsku besta yndislega
frænka mín. Þú varst alltaf stór
partur af lífi mínu og minna
barna. Alltaf varstu með okkur,
í gleði eða sorg, tókst þátt í
þessum stundum, þó sumar
væru erfiðar. Stóðst alltaf með
okkur.
Það var líka ómissandi að
geta heyrt í þér í síma reglu-
lega, enda fylgdist þú vel með
því sem var að gerast hjá okk-
ur hérna fyrir sunnan. Þeirra
stunda verður sárt saknað.
Það er erfitt að sætta sig við
að þurfa að kveðja, en við
huggum okkur við það að þú
ert örugglega komin í faðm
Tomma þíns.
Ég verð ævinlega þakklát
fyrir það að við Þóra Björg
skyldum koma norður á Dalvík
helgina 4. til 6. september sl.
og eiga með þér ómetanlegar
stundir. Manni hlýnaði um
hjartarætur við að heyra þig
tala um það hversu mikið þú
saknaðir Árna bróður þíns og
föður míns, en þú áttir þrjá
yndislega bræður sem eru allir
farnir þannig að það er góður
hópur sem ég trúi að taki á
móti þér núna.
Við minnumst þín með þessu
fallega ljóði þar sem þér þótti
alltaf svo gaman að fara rúnt í
Svarfaðardalinn og við fórum
þennan rúnt þessa síðustu helgi
sem við áttum saman.
Í dalnum fagra fjarri sæ
fjalla tindum undir.
Þar í litlum bóndabæ
ég bernsku lifði stundir.
Í ljósi þess sem liðið er
liti ég til baka.
Yndislegar innra í mér
æskumyndir vaka.
(Jón Gunnlaugsson)
Ég og börnin mín; Einar
Árni, Ingvi Steinn og Þóra
Björg og fjölskyldur þeirra
sendum börnum Siggu og fjöl-
skyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sveindís Árnadóttir.
Sigríður Magnea
Hermannsdóttir