Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 ✝ Hulda Ingi-björg Sig- urbjörnsdóttir fæddist 4. sept- ember 1922 að Steinsstöðum í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 8. sept- ember 2015. Hulda var elst tólf barna hjónanna Jónönnu Jónsdóttur frá Krithóli í Lýtingsstaðahreppi, f. 23. jan- úar 1904, d. 1969, og Sigur- björns Tryggvasonar, f. á Þönglaskála á Höfðaströnd 30. mars 1896, d. 4. september 1984. Barnung flutti Hulda með for- eldrum sínum að Þröm í Stað- arhreppi. Þar bjó fjölskyldan allt til ársins 1937,er þau keyptu jörðina Grófargil í Seyluhreppi, sem fjölskyldan kenndi sig ávallt við. Þann 4. júlí 1943 giftist Hulda f. 3. nóvember 1951. Maður hennar er Þorvaldur Geir Sveinsson, f. 19. maí, 1950. Eiga þau tvö börn, Ingólf og Vigdísi, og fjögur barnabörn. Hulda átti 31 afkomanda dag- inn sem hún lést. Sextán ára fór Hulda sem vinnukona til Siglufjarðar og ár- ið eftir gekk hún einn vetur í gagnfræðaskólann þar. Þegar dæturnar voru ungar var hún fiskverkakona í frystihúsinu Skildi og hjá Fiskiðjunni. Þá var hún vökukona á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Seinna fór Hulda í verkstjórnarnám og vann sem verkstjóri í frystihúsum í Sand- gerði, í Grundarfirði og á Sauð- árkróki. Seinni árin var hún með eigin prjónastofu um tíma, og síðast vann hún hjá prjóna- stofunni Vöku. Hulda var öflug í bæjarpóli- tíkinni. Hún var gjaldkeri og síðar formaður Verkakvenna- félagsins Öldunnar, var bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins á Sauðárkróki eitt kjörtímabil og sat í stjórn Alþýðusambands Norðurlands. Hulda verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 18. september 2015, kl. 14. Sigurjóni Þórodds- syni frá Alviðru í Dýrafirði, f. 16. september 1914, d. 23. nóvember 1997. Hulda og Sigurjón áttu þrjár dætur. 1) Íris Dagmar Sig- urjónsdóttir, f. 24. október 1942. Mað- ur hennar er Skúli Jóhannsson frá Hofsósi, f. 12. jan- úar 1939. Þau eiga fjögur börn, Jóhann, Sigurjón, Huldu og Ágústu, einnig níu barnabörn og von er á barnabarnabarni. 2) Guðbjörg Elsa Sigurjónsdóttir, f. 25. september 1946, d. 26. ágúst 2008. Maður hennar er Níels Rafn Níelsson frá Hofsósi, f. 19. desember 1944, d. 27. nóv- ember 2007. Börn þeirra eru þrjú, Ómar, Anna Björg, og Níels Birgir. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabarn eitt. 3) Jónanna María Sigurjónsdóttir, Ég hélt við fengjum meiri tíma. Er það óraunhæf krafa til handa 93 ára konu? Ekki ef hún var jaxl eins og amma Hulda. „Sérðu?“ Stolt veifaði hún nið- urstöðum úr nýrri læknisrann- sókn. Toppeinkunn. Dúx. „Þú færð önnur 90,“ sagði ég. Amma hló góðlátlega, svona eins og hún gerði, og sagði „já kannski“. Já kannski þýddi nei. Nei, nei. En hver önnur stóð uppi á stól, níræð, og hengdi upp ný- þvegnar gardínur? Hver önnur hafði staðið uppi á stól deginum fyrr, tekið niður gardínur og hent í vél? Svo þurfti að þrífa uppi í skápum, ofan á skápum, færa til húsgögn. Og laga eitt- hvað, prjóna eitthvað, gera eitt- hvað. Hver önnur ferðaðist ein, 93 ára gömul, suður (og til baka) með strætó? „Hver er með þér?“ spurði bílstjórinn og skimaði í kring. „Ja, ég er nú bara ein.“ Amma var sjálfstæð, bæði í huga og verki. Hún vildi geta gengið ein og óstudd, komist ferða sinna, vera ekki upp á aðra komin. Þó keyrði hún nú töluvert. Sem aukabílstjóri, ým- ist úr farþegasætinu frammí, eða hún hallaði sér fram úr aft- ursætinu, fingur hringaðir um járnin undir höfuðpúðanum á sætinu fyrir framan. Einhver varð að vera við stjórn. Ég mun sakna silfraða hárs- ins. Ég mun sakna þess að heyra skóna hennar dragast lít- ið eitt eftir gólfinu þegar hún gengur um. Ég mun sakna hvernig hún brosti til mín þeg- ar ég mætti henni á ganginum á Kjartansstöðum. „Jæja elsk- an mín,“ segir hún. Um kvöldið spjöllum við í stofusófanum, með pínu sérrí, pínu rautt. Vonandi hlær hún, opinmynnt með augun kreist aftur, þar til hún þarf að rífa gleraugun af og þurrka tárin, eins og hún gerir þegar við náum góðu flugi. Svo rifja þær mamma upp. Það er laugardagseftirmiðdag- ur á Grófargili, systkinin tínast heim, þjappa sér við eldhús- borðið. Sumar í sveitinni, himnaríki á jörðu. Gest ber að garði. Fyrst kýta mamma og amma örlítið um hvort það hafi verið Stebbi Gumma Jóns eða Gunna Páls hans Ragga Steins hennar Biddu. Ættfræði viðkomandi er rak- in, staðreyndir dregnar í efa, annar langafi mátaður við. Mæðgurnar ráðfæra sig við 95. bindi af Skagfirskum æviskrám, sem sóttar voru vestur í hillu. Langafinn er staðfestur og óvænt tengsl gegnum ská-lang- ömmu í áttunda lið eru upp- götvuð öllum til ómældrar ánægju. Sá ættliður er rakinn til baka á 20. öldina, hvar í ljós kemur að afkomandi viðkomandi þekkti afa Sigurjón. Manstu, hann kom sumarið sem … Nei, hvaða vitleysa, hann kom vet- urinn eftir, manst’ ekki?, hann var giftur henni … Já kannski. Aftur eru Skagfirskar æviskrár teknar til kostanna, ættflækjur leystar, rykfallin vensl pússuð. Amma uppgötvar hvað klukkan er orðin og segir„jæja, ætli sé ekki best að við förum að halla okkur“. „Við öll?“ spyrjum við. „Já, já,“ segir hún og brosir. Einhver verður að vera við stjórn. Ég mun sakna. Lítillar, lít- illátrar konu sem er fyrirmynd í dugnaði. Sem lifði heiðarleg og sönn, með rétt þeirra sem minna máttu sín að leiðarljósi. Ef hún læsi þessi orð myndi hún hlæja svolítið við, svona eins og hún gerði, og segja: „Jæja, Vigdís mín, viltu nú ekki fara að hætta þessu, þetta er svo vitlaust?“ Já, kannski. Vigdís Huld Þorvaldsdóttir. Fyrir rúmlega hálfri öld þeg- ar ég fór fyrst í framboð til Al- þingis á Norðurlandi vestra vorið 1963 kynntist ég Huldu Sigurbjörnsdóttur. Hún var þá þegar einn öflugasti liðsmaður okkar Alþýðubandalagsmanna í Skagafirði, og ég varð fljótlega tíður gestur á heimili þeirra Huldu og Sigurjóns Þórodds- sonar á Sauðárkróki. Þar var ávallt tekið á móti mér af sér- stakri hlýju og vinsemd. Hulda hafði alist upp í fjöl- mennum systkinahópi á Gróf- argili, en sá bær stendur rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði. Sigurjón var hins vegar Vest- firðingur, ættaður úr Dýrafirði, og hafði lært húsgagnasmíði. Hann starfaði síðan við smíðar á Sauðárkróki en lést árið 1997. Hulda stundaði almenn störf verkakvenna eftir að hún flutt- ist úr sveitinni á Krókinn. Hún var að eðlisfari fremur hlé- dræg, en brátt var hún valin til ýmissa forystustarfa fyrir Verkakvennafélagið Ölduna á Sauðárkróki enda bráðgreind og afar traustvekjandi. Hún gegndi síðan margs konar trún- aðarstörfum fyrir verkalýðs- hreyfinguna og sat meðal ann- ars oft á þingum Alþýðusambands Íslands og Verkamannasambandsins. Hulda var jafnframt einn helsti forystumaður Alþýðu- bandalagsins í Skagafirði og sat í bæjarstjórn Sauðárkróks á ár- unum 1966-70. Það hljómar ein- kennilega í dag, en staðreyndin er sú að þegar Hulda var kosin í bæjarstjórn fyrir hálfri öld voru tæpir tveir áratugir liðnir frá því að bærinn varð kaup- staður, en þá hafði enn engin kona setið þar í bæjarstjórn. Hulda var rösk við vinnu og sannkallaður dugnaðarforkur að hverju sem hún gekk og sinnti einkar vel þeim fjöl- mörgu trúnaðarstörfum sem hún tók að sér á sviði félags- og stjórnmála. Frá þeim Huldu og Sigurjóni er þegar komin fjölmenn ætt. Þegar ég kynntist fjölskyldunni voru dæturnar þrjár í heima- húsum; sú elsta, Íris Dagmar, var þá rétt innan við tvítugt, en þær Guðbjörg Elsa og Jónanna María á unglingsaldri. Íris Dagmar varð hárgreiðslumeist- ari og á fjögur börn með manni sínum, Skúla Jóhannssyni. Guð- björg Elsa andaðist árið 2008 en hún eignaðist þrjú börn með sínum manni, Níels Níelssyni, og Jónanna María tvö börn með manni sínum, Þorvaldi Sveins- syni. Samtals munu afkomend- ur þeirra Huldu og Sigurjóns vera orðnir nokkuð á fjórða tuginn. Við Hallveig sendum dætrum þeirra og afkomendum hjart- anlegar samúðarkveðjur og minnumst Huldu með mikilli hlýju og virðingu sem góðs vin- ar og skeleggrar baráttukonu. Ragnar Arnalds. Í upphafi árs 1999 hringdi Margrét Frímannsdóttir í mig og spurði hvort ég væri ekki fá- anlegur til þess að fara norður á Sauðárkrók í viku og hjálpa til í prófkjöri. Frambjóðandinn var Anna Kristín Gunnarsdóttir og til boða stóð húsnæði hjá Al- þýðubandalags- og nú Samfylk- ingarkonunni Huldu Sigur- björnsdóttur. Ég sló til enda segir maður ekki nei við Möggu. Hafandi gert hlé á framhaldsnámi mínu erlendis og komið heim til að taka þátt í stjórnmálaævintýri lífs míns; Samfylkingu jafnað- ar- og félagshyggjufólks í land- inu. Norður fór ég og fyrir hönd- um var ógleymanleg vika. Við Hulda smullum saman við fyrstu kynni. Hún beið í eldhús- inu á kvöldin þegar ég kom heim úr atinu og við ræddum stjórnmál langt fram á nótt. Þvílíkum áhuga og eldmóði fyr- ir framgangi félagshyggjunnar og sanngjörnu samfélagi hef ég varla kynnst síðar. Teningunum var kastað og þessi vika á Sauðárkróki skilaði ævilöngum vinskap og þræði sem við héldum alla tíð síðan. Nú er lífshlaupi þessarar merkilegu og eldkláru baráttu- konu lokið. Eftir stendur hollur og einlægur vinskapur, þar sem áratugir og kynslóðabil skiptu engu máli. Eins og oft þegar fólk kveður skyndilega er eftirsjá yfir því að hafa ekki haft meira sam- band en þó miklu frekar hitt; þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa kynnst jafn stórbrotinni og góðri manneskju og Hulda var. Fólkinu hennar sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin lifir um sér- staka sómakonu. Björgvin G. Sigurðsson. Hulda Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir ✝ GuðbjörgSveinbjörns- dóttir fæddist á Akranesi 25. júlí 1934. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða 9. september 2015. Foreldrar Guð- bjargar voru Svein- björn Oddsson, f. í Flókadal 8. nóv- ember 1885, og Sveinbjörg Sveinsdóttir, f. á Akranesi 2. maí 1902. Hálfsystkini Guðbjargar, öll samfeðra, voru Guðmundur, f. 1911, Eyjólfur Arnór, f. 1913, og Ragnheiður Helga, f. 1916, þau eru öll látin. Barnsfaðir Guðbjargar er Gunnar Albertsson, sonur þeirra var Sveinn Oddur, f. á Akranesi 30. nóvember 1957, d. 7. maí 2011. Sveinn eignaðist tvö börn með fyrri konu sinni, Guðmund Ás- geir, f. 14. janúar 1988, og Guðbjörgu Þórunni, f. 28. febr- úar 1990, unnusti hennar er Sævar Þór Erlingsson og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg starf- aði í áratugi á saumastofu Tótu á Akri og sjúkrahúsi Akraness. Hún var mikið í Stúkuhúsinu á Akranesi. Árið 1998 fékk hún heilablóð- fall og bjó eftir það á E-deild sjúkrahússins á Akranesi og núna síðustu árin á Dvalarheim- ilinu Höfða. Útför Guðbjargar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 18. september 2015, klukkan 14. Elsku amma, loksins fékkstu hvíldina sem þú varst búin að þrá í mörg ár. Lífið sem þú lifð- ir síðustu sautján ár var ekki auðvelt, en þú gafst ekki upp fyrr en núna. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum sam- an, við saumaskap eða með spilastokkinn, að ógleymdum kökunum sem þú bakaðir fyrir okkur Ásgeir. Karamellukakan og skonsurnar voru bestar. Ég vona að þér líði vel hvar sem þú ert, ég vona að nú sértu umvaf- in fólkinu okkar sem er farið. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, elsku amma Gagga. Ég ber nafn þitt með reisn, held minningu þinni á lofti um ókomna tíð og hitti þig svo vonandi þegar minn tími kemur. Þar til við hittumst næst, þín Guðbjörg Þórunn. Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir ✝ Baldvin fædd-ist í Reykjavík 16. ágúst 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 11. september 2015. Foreldrar hans voru Gestur Krist- inn Jónsson bygg- ingaverkamaður, f. 11. desember 1906, d. 1. júlí 1994, og Guðrún Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 20. ágúst 1905, d. 13. janúar 2003. Systkini: 1) Sigurjón Hreiðar, f. 28. janúar 1930. 2) Trausti Hafsteinn, f. 28. október 1931, d. 11. desember 1995. 3) Al- mar, f. 29. október 1932. 4) óskírt meybarn, f. 24. maí 1943, lést síðar í sama mánuði. 5) Guðmundur Rúnar, f. 28. febrúar 1945. 6) Kristinn, f. 13. apríl 1947. 7) Gunnar, f. 13. apríl 1947, d. 8. maí 1970. Baldvin kvæntist konu sinni Lotte Sophie Gestsson (f. Boss- ler) 11. apríl 1958. Lotte fædd- ist 1. maí 1936 í borginni Darmstadt í Þýskalandi, dóttir Lydiu Bossler (f. Ludwig) hús- móður, f. 26. janúar 1906, d. 19. mars 2003, og Karls Jo- hanns Bosslers símamanns, f. 30. desember 1902, d. 11. sept- ember 1994. Börn þeirra eru: 1) Rúna Baldvinsdóttir, f. 19. október 1960, sambýlismaður Jóhann Þór Jóhannsson, f. 15. mars 1954. 2) Karl Baldvinsson, f. 15. september 1966, maki Lára Helga Sveinsdóttir, f. 1. febr- úar 1953. Sonur frá fyrra hjónabandi, barns- móðir Hólmfríður Karlsdóttir Eron, f. 6. febrúar 1965, Stefán Hlynur, f. 31. mars 1992, unnusta Guðrún Halla Þorvarð- ardóttir, f. 14. nóv- ember 1993. 3) Dagný Baldvins- dóttir, f. 21. mars 1968, sambýlis- maður Benedikt Sigurðsson. Þeirra börn eru: i) Áslaug Benediktsdóttir, f. 5. apríl 1992, unnusti Bjarni Hörður Ansnes, f. 8. október 1992, ii) Baldvin Benediktsson, f. 30. janúar 1996, iii) Ari Benedikts- son, f. 30. ágúst 2004. Baldvin lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1954. Dipl. ing. prófi í vélaverkfræði frá Technische Hochschule í Darmstadt í Þýskalandi 1962. Hann starfaði hjá Friðriki Jörgensen hf. 1963-1966, Landsmiðjunni í Reykjavík í fjóra mánuði 1965, Verk- fræðistofu Braga Þorsteins- sonar og Eyvindar Valdimars- sonar júní-september 1966, Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns 1966-1972, teikni- stofu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1972-1986, Verkfræðistofu Stanleys Páls- sonar 1986-1990, Blikki og stáli hf. 1990-1991, stunda- kennari í Tækniskóla Íslands 1992-1994. Útför Baldvins fer fram frá Neskirkju í dag, 18. september 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Mig langar að minnast tengdaföður míns, Baldvins Gestssonar, með örfáum orð- um. Hann tók mér og mínum opnum örmum þegar við Karl einkasonur hans kynntumst fyrir rúmlega tveimur áratug- um. Baldvin var alltaf tilbúinn að taka til hendinni og var okkur ómetanlegur stuðningur þegar við tókum upp á því að kaupa nánast ónýta íbúð í miðborg Reykjavíkur. Hann var þá hættur að vinna og mætti eld- snemma á morgnana og vann sleitulaust í um tvo mánuði til að gera okkur mögulegt að flytjast á réttum tíma inn á nýja heimilið okkar. Hann var einnig mjög vandvirkur þannig að allt sem hann gerði var full- komið. Þá reyndist hann syni mín- um einnig afar vel þegar hann kláraði nám sitt frá HÍ og vant- aði húsnæði. Baldvin bjargaði því auðvitað og var unga parinu alltaf innan handar þegar eitt- hvað þurfti að laga og bæta. Fastur punktur í tilverunni var sunnudagskvöldmaturinn á Álagrandanum hjá þeim Lotte þar sem allir í fjölskyldunni mættu. Þá var oft mikið fjör og augljóst að Baldvin naut sín allra best þegar hann var um- kringdur sínu fólki. Baldvin var gæddur miklum mannkostum. Hann var afar heilsteyptur maður og greind- ur, réttsýnn, heiðarlegur og al- gjörlega fordómalaus. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Baldvin því hann var mikil og góð manneskja. Ég bið guð um að styrkja Lotte nú þegar hún hefur ekki lengur sinn sterka klett sér við hlið. Lára Helga Sveinsdóttir. Kæri tengdapabbi minn, Baldvin Gestsson, er genginn á vit feðra sinna. Það er einu góðmenninu færra hér í heimi. Sá maður sem minnst hefur viljað láta hafa fyrir sér en um leið sá maður sem öllum hjálp- aði af fremsta megni. Hljóður og íhugull, nærgæt- inn og glaðlyndur, með afar skýra hugsun. Nákvæmur en aldrei smámunasamur. Gerði ekki mannamun. Aldrei of né van. Svo er einnig um þessa minningargrein. Benedikt Sigurðsson. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku afi Baldvin. Þú varst einstakur maður, af- skaplega hjartgóður og blíður. Manni fannst eiginlega ótrúlegt að hægt væri að lifa lífinu á þann hátt sem þú gerðir; alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og bera umhyggju fyrir öðrum en baðst aldrei um neitt í stað- inn. Þú gerðir okkur, sem þekkt- um þig, að betra fólki og kenndir okkur með því að vera þú sjálfur, þolinmóður, jarð- bundinn og alltaf svo góður. Mest lærði ég af því að fylgjast með sambandi þínu við mömmu þína og eiginkonu, ömmu Lotte, en þær elskaðir þú og virtir umfram allt. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ég vissi að hjá þér átti ég alltaf skjól. Hvíldu í friði afi minn, ég lofa að passa ömmu vel. Að lok- um læt ég fylgja eitt af ljóð- unum sem við lásum um dag- inn. Sjáðu, blómið sem grætur, sólin getur tárum svipt. Drottinn storminn lygna lætur, lömbin þegar eru klippt. Svona drottinn lygna lætur, og ljóma sól á heiðinni. Svo að tárin sem þú grætur, sólin þerri á leiðinni. Áslaug Benediktsdóttir. Elsku afi Baldvin, við sökn- um þín. En mamma segir okk- ur að þú búir í hjörtum okkar og verðir alltaf hjá okkur. Við varðveitum minningarnar og skulum passa ömmu og sjá til þess að hún verði ekki ein- mana. Við vorum heppnir að fá að kynnast þér og eiga þig sem afa og vin. Baldvin og Ari. Baldvin Gestsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.