Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Fundir/Mannfagnaðir Félagsfundur Almennur félagsfundur í Vörubílstjórafélaginu Þrótti verður haldinn 21. september nk. að Sævarhöfða 12 og hefst kl. 18.00. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Ægissíða 27, 50% eignarhl., einb. 01-0101, bílsk. 02-0101 (216-1022) Grýtubakkahreppi , þingl. eig. Sigþór Hilmar Guðnason, gerðarbeiðandi Sparisjóður Höfðhverfinga ses., fimmtudaginn 24. september kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, 17. september 2015. Halla Einarsdóttir ftr. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Gnoðarvogur 36, 202-2456, Reykjavík, þingl. eig. Gunnlaugur F. Ingibergsson, gerðarbeiðendur Gnoðarvogur 32-34-36,húsfélag, Landsbankinn hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 14:00. Grensásvegur 56, 203-3973, Reykjavík, þingl. eig. Sæmundur Steinar Sæmundsson, gerðarbeiðandi Hvassaleiti 16,húsfélag, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 15:00. Heiðargerði 31, 203-3483, Reykjavík, þingl. eig. Viktor Guðmundsson og Margrét Dröfn Óskarsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Stafir lífeyrissjóður, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 10:30. Kleppsvegur 42, 201-6352, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Mohamed Bellamine, gerðarbeiðandi Fylkir ehf, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 10:00. Litlagerði 10, 203-6342, Reykjavík, þingl. eig. Kristján W Ástráðsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Orkuveita Re- ykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 14:30. Sigtún 21, 201-9218, Reykjavík, þingl. eig. Kjartan Guðjónsson og Svava Ingimarsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild, Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 11:30. Stóragerði 12, 203-3347, Reykjavík, þingl. eig. Hallfríður Hrund Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 22. september 2015 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 17. september 2015. Raðauglýsingar Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti Viltu koma á landsfund? Fundur í sjálfstæðisfélagi Árbæjar, Selás, Ártúns- og Norðlingaholti verður haldinn í félagsheimilinu að Hraunbæ 102b, miðvikudagskvöldið 23.september, kl 20:00 Dagskrá: 1. Val fulltrúa félagsins á landsfund sjálfstæðis- flokksins dagana 23 – 25 október nk. 2. Almennur fundur með Guðlaugi Þór alþingismanni og ritara flokksinns Stjórn félagsins Til sölu Skápur frá Míru til sölu Verð kr. 40.000. Upplýsingar í síma 863 3318. Ýmislegt Náhvalstönn eða tupilakkar Hef áhuga á að kaupa gamla náhvalstönn og gamla tupilakka. Má vera brotin tönn eða brotnir tupilakk- ar. Er í síma 6631189 eða 5667317. Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi NÝTT – TÚNIKA-BUXUR St.S –XXL Sími 588 8050. - vertu vinur GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD ✝ Margrét Sig-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. apríl 1951. Hún lést á Landspít- alanum 11. sept- ember 2015. For- eldrar hennar voru Sigmundur Lúð- víksson, f. 10. des- ember 1931, d. 21. nóvember 1976, og Dagbjört Elíasdótt- ir, f. 16. september 1929, d. 8. nóvember 2005. Systkini Mar- grétar eru Anna Alexía, f. 3. maí Hjalta Reyni Ragnarssyni, f. 31. júli 1961. Börn hennar eru Birg- itta Dröfn Hraundal, f. 28. ágúst 1988, sonur hennar er Adam Bjarki Agnarsson, f. 19. nóv- ember 2010. Ottó Veturliði Birgisson, f. 12. febrúar 1991, og Bjarki Þormar Birgisson, f. 6. ágúst 1995. 2) Vera Björk Hraundal, f. 25. september 1969, maki Albert Már Eggertsson, f. 3. maí 1972. Börn hennar Saga Björg Gunnarsdóttir, f. 3 desem- ber 1998, og Þorsteinn Jökull Gunnarsson, f. 4. febrúar 2003. 3) Anna Margrét Hraundal, f. 12. mars 1977, maki hennar Anna Cecilia Inghammar, f. 3. maí 1977. Útför Margrétar verður gerð frá Hjallakirkju í dag, 18. sept- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 11. 1953, d. 9. júlí 1997, Lúðvík Sveinn, f. 1. janúar 1955, d. 17. maí 1970, Sigrún Jónína, f. 10. janúar 1961, Sigmundur Örn, f. 4. september 1963, og Dagbjört Erna, f. 29. júní 1966. Margrét giftist Þorsteini Hraun- dal, f. 17. apríl 1949, þau skildu. Þeirra dætur eru: 1) Eygló Dröfn Hraundal, f. 31. maí 1968, í sambúð með Nú er elsku móðir okkar látin eftir erfið veikindi. Við vitum að henni líður betur núna. Þó hún hafi oft verið mikið veik þá var hún kletturinn í okkar lífi og barnanna okkar. Hennar heimili var þessi fasti staður í til- verunni þar sem allir voru vel- komnir og þangað var gott að koma. Allar höfum við á einhverj- um tíma flutt til hennar tíma- bundið og það var aldrei neitt nema sjálfsagt að skjóta skjóls- húsi yfir þá sem þurftu. Mamma var mjög umhyggjusöm og pass- aði alltaf að enginn færi svangur eða illa klæddur út frá henni. Ósjaldan fór maður út frá henni með trefil eða klút úr slæðukist- unni hennar sem var líka mikið notuð í allskyns leikjum hjá barnabörnunum. Mamma var alltaf vel til fara, fór aldrei út úr húsi ótilhöfð og fylgdist mjög vel með tískunni. Hún lagði mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig og átti fallegt heimili. Við eigum eftir að sakna þess að fara með henni í búðaráp, en það þótti henni mjög gaman. Við viljum þakka móður okkar fyrir áhyggjulausa og góða æsku. Í okkar huga eru árin sem við bjuggum austur í Neskaupstað lituð sólríkum sumrum, þar sem mamma var að vinna í frystihús- inu og kom heim í hádeginu til að gefa okkur súrmjólkursúpu eða eldaði svikinn héra um helgar sem við fengum æði oft og var í miklu uppáhaldi hjá okkur, enda fékk hún í verðlaun forláta silf- urskeið fyrir svikinn héra í mat- reiðslu í unglingaskóla Garða- hrepps sem okkur fannst mikið til koma. Stundum hlýtur hún þó að hafa verið pirruð á okkur þegar hún var t.d. með saumaklúbb og við systurnar lágum á hleri og vildum ekki fara að sofa. Mamma var óspör á að láta okkur dætur sínar vita hvað hún var ánægð með og stolt af okkur og við höf- um tileinkað okkur það vega- nesti. Við minnumst hennar sem viskubrunns sem alltaf átti svar handa okkur, hún var ótrúlega vel að sér á mörgum sviðum þó hún hafi ekki verið langskóla- gengin. Hún hafði sterkar skoð- anir á flestum hlutum og var óhrædd að segja sína skoðun. Hún tók sjálfa sig ekkert of hátíð- lega, var með góðan húmor og gat hlegið að vitleysunni í sjálfri sér. Hún var fljót að sjá skoplegu hlið- arnar á allskonar aðstæðum. Við höfum verið svo heppnar að hafa getað ferðast með henni erlendis. Spánarferðin góða sem við fórum í með allri stórfjöl- skyldunni kallar fram dýrmætar minningar. Eins og kerlinga verslunarferðin til Crawley sem við fórum í á 60 ára afmælinu hennar. Þar var mamma í essinu sínu, mikið hlegið, fíflast og versl- að. Við gætum endalaust talið upp góðar minningar um mömmu og við munum varðveita þær í hjört- um okkar. Elsku mamma, okkur þykir svo óendanlega erfitt og sárt að kveðja þig núna og við munum passa hver upp á aðra og allt sem þú gafst af þér í lífinu. Við elskum þig, mamma. Þínar dætur, Eygló, Vera og Anna Margrét. Elsku amma. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Það var alltaf gott að koma til þín og þú áttir alltaf eitthvað gott í kökuskúffunni þinni. Okkur þótti svo gaman að róta í snyrti- dótinu og klinkbuddunni þinni þegar við vorum yngri og þú leyfðir okkur það alveg. Það mátti nú ýmislegt gera hjá þér. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið, elsku amma okkar. Þú ert besta amma í heimi og við elskum þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín barnabörn, Saga Björg og Þorsteinn Jökull. Elsku amma mín, nú ertu farin eftir erfið veikindi. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, ég og Adam Bjarki söknum þín mjög mikið. Ég man hvað mér þótti skemmtilegt að gramsa í öllu glingrinu hennar ömmu og fara í ýmsa leiki með Ottó bróður mín- um heima hjá henni þegar við vorum yngri, með öllum húfun- um, höttunum, glingrinu og slæð- unum hennar, enda átti hún nóg af því. Adam fannst svo gaman að koma heim til hennar, leika með dótið í kassanum sem hún geymdi inni í skáp, hjóla á æfingahjólinu hennar og fá ömmu löngu eins og hann kallaði hana til að teikna fyrir sig. Það var alltaf svo fallegt heima hjá henni og hún alltaf svo vel til- höfð. Hún elskaði góðan mat og notaði öll tækifæri til að bjóða fjölskyldunni heim til sín í mat- arboð. Hún amma mín var ein- staklega góð og sterk kona enda kletturinn í fjölskyldunni. Við elskum þig, amma mín og amma langa. Birgitta og Adam Bjarki. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig, elsku Margrét mín. Það er gott að eiga allar fallegu minningarnar um þig, skoða myndir og rifja upp gamla tíma. Við gátum endalaust talað um skemmtilegu ferðirnar, bæði þeg- ar stórfjölskyldan skellti sér til Spánar og stelpuverslunarferð- ina til Crawley. Þrátt fyrir að þú hafir ekki farið mikð út vegna veikinda þá vissir þú alltaf manna best hvað var nýjasta nýtt í búð- unum. Enda fannst þér ekki leið- inlegt að skoða netverslanir og fylgjast með tísku og trendum. Það á eftir að vera ótrúlega erfitt að geta ekki heimsótt þig, annað- hvort til að spjalla saman við eld- húsborðið eða horfa með þér á sjónvarpið. Ég kveð þig, yndis- lega systir, með sárum söknuði og veit að lífið verður tómlegra án þín. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, elsku Margrét mín. Ég á eftir að sakna þín á sumrin, þegar sólin skín, er heyri ég í regninu, þá hugsa ég til þín. Ég veit að þú ert alltaf, í huga og hjarta mér, en á samt alltaf óskina, að hafa þig enn hér. (Soffía Dögg) Þín systir, Erna. Margrét Sigmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.