Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Mikil tímamót eru í lífi Kjartans Ragnarssonar, forstöðumannsLandnámsseturs Íslands í Borgarnesi. Hann er 70 ára í dagog Landnámssetrið er að hefja tíunda starfsárið. „Þessa dagana erum við að undirbúa vetrarstarfið,“ segir Kjartan og bætir við að ekki þurfi að kvarta yfir áhuga á starfinu, jafnt hjá Íslend- ingum sem erlendum ferðamönnum. Þegar Landnámssetrið var opnað frumsýndi Benedikt Erlingsson þar einleik sinn um Egil Skallagrímsson. Sýningin gekk í fimm ár og á þessum tímamótum kemur Benedikt aftur með verkið 30. október. Kjartan segir að þá gefist fólki, sem missti af viðburðinum, tækifæri til þess að bæta fyrir það en áréttar að ekki verði um margar sýn- ingar að ræða, því Benedikt hafi öðrum hnöppum að hneppa. Nokkrir rithöfundar hafa mætt í Landnámssetrið og farið í hlut- verk hins talandi höfundar, sagt söguna sem þeir hafa skrifað. Þannig hafa til dæmis Þórarinn Eldjárn, Einar Kárason, Böðvar Guðmunds- son og Steinunn Jóhannesdóttir skemmt gestum og á komandi starfs- ári leggur Héðinn Unnsteinsson út frá bók sinni Vertu úlfur. „Þessar sýningar hafa mælst vel fyrir,“ segir Kjartan og bætir við að veturinn verði viðburðaríkur. En lífið er ekki bara leikhús og landnámssetur. Kjartan segist reyndar hafa pakkað hestamennskunni saman á einum degi eftir að þau hjónin opnuðu Landnámssetrið, en hann reyni að viðra golfsettið sem oftast. „Golfvöllurinn er bara í tíu mínútna fjarlægð frá vinnu- staðnum og því ekkert mál að skjótast,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Hjón Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson. Landnámssetrið á tíunda starfsári Kjartan Ragnarsson 70 ára E llisif Tinna fæddist í Reykjavík 18.9. 1965. Hún var á öðru árinu þegar fjölskyldan flutti til Bretlands þar sem foreldrar hennar stunduðu nám í eitt ár. Þaðan lá leiðin til Reykja- víkur og síðan í Garðabæinn. Þegar Ellisif Tinna var fimm ára flutti fjöl- skyldan til Kaupmannahafnar þar sem faðir hennar stundaði nám en 1978 lá leiðin aftur heim og fjöl- skyldan settist að í Hlíðunum í Reykjavík. „Það mótaði mig töluvert að alast upp í Danmörku og ganga allan minn barnaskóla í danskan skóla. Við systkinin töluðum okkar á milli og svöruðum foreldrum okkar á dönsku þó svo að þau hafi alltaf tal- að við okkur á íslensku. Mig dreymdi árum saman á dönsku og enn í dag kann ég margföldunartöfl- una betur á dönsku en á íslensku. Þegar börnin mín fóru að læra dönsku varð ég eiginlega hálfhissa á að þau skyldu ekki tala dönsku eins og innfædd líkt og ég og systkini mín gerðum“. Ellisif Tinna fór fyrst í gagn- fræðadeild Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ, núna Háteigsskóla, og lauk stúdentsprófi frá MH. Eftir stúd- entspróf starfaði Ellisif Tinna í Toll- inum í nokkur ár, lauk námi við Toll- skólann og lauk síðan BA-prófi í mannfræði við HÍ. Ágjöf og námssigrar Ellisif Tinna starfaði síðan á skrif- stofu samstarfsráðherra Norð- Ellisif Tinna Víðisdóttir, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs – 50 ára Ljósmynd/Páll Stefánnsson Hressir krakkar Talið frá vinstri: Gunnar Ingi, Kolfinna, Björn, Anna Þóra og Víðir á gamlárskvöld árið 2011. Dreymdi lengi á dönsku Á Hátindi í Grafningi Ellisif Tinna, Gunnar, og hundurinn Bylur á toppnum. Reykjavík Katrín Edda Jónsdóttir fæddist 18. september 2014 kl. 3.03. Hún vó 4.494 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Eva Benediktsdóttir og Jón Kristinn Sigurðsson. Nýir borgarar Keflavík Tómas Logi fæddist 25. ágúst 2014 á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Hann vó 3.525 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Birgitta Rún Birgisdóttir og Jóhann Freyr Ein- arsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Notalegt í skammdeginu Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Sérpöntum glerkúpla og skerma á olíulampa, verða frá 9.500 Fjósalukt 70 tíma, verð 6.650 Gamaldags 14“‘ lampi, verð frá 21.500 Fjósalukt, svört, grá eða rauð, verð 5.250 Glóðarnet fyrir Aladdin lampa, verð 4.575 Kveikir í úrvali, verð frá 1.105 Ofnsverta, verð 2.540 Comet 11“‘ lampi, verð frá 9.960 Lampaglös í úrvali, verð frá 3.295 Í grein um merkan Íslending í blaðinu í gær, Jóhann Pétur Sveinsson, er rangt farið með fæðingardag hans. Hann var fæddur 18. september 1959, en ekki 17. september eins og sagt var í grein- inni. Þá láðist að geta um son hans, Jóhann Pétur Jóhannsson, f. 11. nóvember 1994. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Leiðrétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.