Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
urlanda en haustið 1993 flutti fjöl-
skyldan til London þar sem
fyrrverandi eiginmaður hennar
stundaði nám. Hjónabandinu lauk
vorið 1995, Ellisif Tinna flutti aftur
heim og í ágúst það ár fæddust tví-
burarnir: „Það var auðvitað erfitt að
vera ein með þrjú lítil börn en ég á
alveg frábæra fjölskyldu sem stóð
þétt við bakið á mér. Foreldrar mín-
ir hafa reynst mér stórkostlega, svo
og systir mín og maðurinn hennar.
Þegar börnin mín voru lítil ákvað ég
að láta gamlan draum rætast, fór í
lögfræði við HÍ og vann á sumrin í
Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
Allt þriðja árið í lögfræði vann ég
einnig með náminu, var í skólanum
fyrir hádegi, vann eftir hádegi og
lærði á kvöldin og fram á nótt þegar
börnin voru sofnuð. Ég tók síðan
fjórða og fimmta árið á einu ári,
skrifaði lokaritgerðina um vorið og
sumarið og útskrifaðist úr lögfræði
haustið 2001.
Það má eiginlega segja að ég hafi
skrifað mig inn í starfið hjá sýslu-
manninum á Keflavíkurflugvelli en í
lokaritgerðinni skrifaði ég um landa-
mæravörslu og flóttamenn.“
Ellisif Tinna var síðan aðstoðar-
lögreglustjóri á Suðurnesjum og síð-
an forstjóri Varnarmálastofnunar.
Hún starfaði síðan m.a. hjá Thule
Investments og hjá Spekt en er nú
framkvæmdastjóri Kirkjuráðs.
Núverandi manni sínum kynntist
Ellisif Tinna er hún starfaði hjá lög-
reglunni. „Í frítímum reynum við
hjónin að komast út í náttúruna með
hundinn okkar, hann Byl. Framan af
voru börnin okkar oft með í för en nú
fara þau meira eigin leiðir eins og
gengur.
Ég les einnig mikið góðar bækur
og hlusta á tónlist. Svo eru fallegu
börnin okkar að sjálfsögðu þunga-
miðjan í lífi okkar en þau eru öll al-
veg hörkudugleg, einn í framhalds-
skóla, þrjú í háskóla og einn í ársfríi
frá námi. Ég er því bara lukkunnar
pamfíll og finnst frábært að verða
fimmtug.“
Fjölskylda
Maður Ellisifjar Tinnu er Gunnar
Ólafur Schram, f. 12.10. 1962, yfir-
lögregluþjónn á Suðurnesjum. For-
eldrar hans: Þóra Gunnarsdóttir, f.
20.3. 1937, húsfreyja, og Garðar Sæ-
berg Schram, f. 19.2. 1932, d. 19.7.
1999, sérkennari.
Fyrri maður Ellisifjar Tinnu er
Tómas Tómasson, f. 28.12. 1966, óp-
erusöngvari.
Börn Ellisifjar Tinnu eru Kolfinna
Tómasdóttir, f. 2.7. 1993, nemi í lög-
fræði við HÍ; Víðir Tómasson, f. 13.8.
1995, stúdent frá VÍ, og Björn Tóm-
asson, f. 13.8. 1995, nemi í við-
skiptafræði við HÍ.
Stjúpbörn Ellisifjar Tinnu eru
Anna Þóra Schram, f. 2.12. 1986,
nemi í sálfræði við HA; Gunnar Ingi
Schram, f. 11.6. 1998, framhalds-
skólanemi við Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja.
Systkini Ellisifjar Tinnu eru Kol-
brún Hrund Víðisdóttir, f. 6.2. 1969,
framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðv-
arinnar í Reykjavík; Börkur Hrafn
Víðisson, f. 27.11. 1972, d. 9.4. 2002.
Foreldrar Ellisifjar Tinnu eru
Víðir Hafberg Kristinsson, f. 4.11.
1938, sálfræðingur í Reykjavík, og
Hulda Guðmundsdóttir, f. 24.2. 1939,
félagsráðgjafi í Reykjavík.
Úr frændgarði Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur
Ellisif Tinna
Víðisdóttir
Gróa Herdís Lárusdóttir
húsfr. í Rvík
Jósef Á. Jónsson
á Vatnsnesi og verkam. í Rvík
Hjördís Jósefsdóttir
húsfr. í Rvík. Fósturmóðir:
Jóna Guðmundsdóttir húsfr.
Halldór Guðmundur Sölvason
verslunarm. í Rvík. Fósturfaðir:
Bjarni Ívarsson b. í Álfadal á
Ingjaldssandi og síðar í Rvík
Hulda Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi í Rvík
Jónína
Gunnlaugsdóttir
húsfr.
Sölvi Jónsson
b. í Dæli í Fljótum
og bóksali í Rvík
Marín Gísladóttir
húsfr. á Unhóli og Rvík
Jón Benediktsson
b. á Unhóli í Stokkseyrar-
sókn og í Rvík
Sigurrós Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristinn Níelsson
bifreiðastj. í Rvík
Víðir Hafberg Kristinsson
sálfræðingur í Rvík
Guðríður Magnúsdóttir
húsfr. í Rvík
Níels Pálsson
b. á Mýrum, síðar
verkam. í Rví.
Afmælisbarnið Ellisif Tinna
Gunnsteinn Ármann Snævarrfæddist á Nesi í Norðfirði18.9. 1919. Foreldrar hans
voru Stefanía Erlendsdóttir hús-
freyja og Valdemar Valvesson
Snævarr skólastjóri.
Eiginkona Ármanns var Valborg
Sigurðardóttir sem lést 2012, upp-
eldisfræðingur og skólastjóri Fóst-
urskólans. Börn þeirra eru Sigríður
Ásdís sendiherra, Stefán Valdemar,
prófessor í Noregi, Sigurður Ár-
mann hagfræðingur, Valborg Þóra
hæstaréttarlögmaður og Árni Þor-
valdur upplýsingafulltrúi í Brussel.
Ármann lauk embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla Íslands 1944 og
stundaði framhaldsnám í Uppsölum,
Kaupmannahöfn og Osló. Síðar
stundaði hann sérnám og rannsóknir
við Harvard Law School.
Ármann var bæjarfógeti á Akra-
nesi 1944 og prófessor í lögfræði við
Háskóla Íslands frá 1948. Hann var
rektor Háskóla Íslands 1960-69 og
hæstaréttardómari 1972-84.
Ármann vann að samningu fjölda
laga og sat í ýmsum stjórnum og
nefndum á vegum Háskóla Íslands
og annarra og vann með vísinda- og
menningarfélögum víða um heim.
Ármann skrifaði mikið um lög-
fræði og var almennt talinn fremsti
fræðimaður þjóðarinnar á sviði sifja-
og erfðaréttar. Síðast sendi hann frá
sér mikið fræðirit um hjúskapar- og
sambúðarrétt, vorið 2008, þegar
hann var á 89. aldursári.
Ármann var forseti Vísindafélags
Íslendinga, var sæmdur stórridd-
arakrossi fálkaorðunnar 1982 og
fjölda annarra orða og heiðurs-
merkja, íslenskra og erlendra.
Hann var sæmdur heiðursdokt-
orsnafnbót við Háskóla Íslands
1993, heiðursdoktorsnafnbót í lögum
við Uppsalaháskóla 1970, við Ohio
Northern University 1973, Hels-
ingforsháskóla 1980 og Óslóar- og
Kaupmannahafnarháskóla 1986.
Haustið 2009 var sett á stofn fræða-
stofnun við Háskóla Íslands í þver-
vísindalegum fjölskyldufræðum.
Hún er kennd við Ármann og nefnd
Rannsóknastofnun Ármanns Snæv-
arr um fjölskyldumálefni við HÍ.
Ármann lést 15.2. 2010.
Merkir íslendingar
Ármann
Snævarr
102 ára
Theodór Jóhannesson
85 ára
Hrafnhildur Bjarnadóttir
Jóhanna A. Helgadóttir
Kristín Björg Jóhannsdóttir
Sigríður Hjartardóttir
Sigurlaug Jónasdóttir
Þórhildur Jónasdóttir
80 ára
Brynjar Hreinn Jónsson
Guðný Guðmundsdóttir
75 ára
Arnleif Margrét
Kristinsdóttir
Ásdís Pétursdóttir
Brynja B. Herbertsdóttir
George Chandice Marshall
Heiðrún Þorgeirsdóttir
Ingjaldur Bogason
Sigríður Vigfúsdóttir
Valgerður Rósa
Sigurðardóttir
70 ára
Ásta Guðfinna
Kristinsdóttir
Guðný Sigfúsdóttir
Jón Ögmundsson
Magnús Gunnar Pálsson
60 ára
Eiríkur Örn Höskuldsson
Guðlaugur Jón Ólafsson
Guðríður Hafsteinsdóttir
Haraldur Konráðsson
Józef Karlinski
Ragnheiður Emilsdóttir
Sverrir Þór Karlsson
Sæmundur Þórarinsson
50 ára
Bryndís Arna Lúðvíksdóttir
Dóra Mjöll Stefánsdóttir
Erla Björk Hauksdóttir
Ester Harðardóttir
Grétar Sigmarsson
Guðlaugur V. Valdimarsson
Guðmundur Hjörtur
Jóhannesson
Gunnar Jóhann Svavarsson
Kristmundur B.
Ríkharðsson
Malgorzata Swierczewska
Nathalie Jacqueminet
Oddný Dóra Stefánsdóttir
Sigurgeir Sigurðsson
Suhong Zhang
Sævar Halldórsson
40 ára
Agnes Sigurðardóttir
Anke Steiniger
Anna Guðrún
Sigurðardóttir
Björgvin Ólafur Magnússon
Davíð Stefán
Guðmundsson
Dóra Dís Hjartardóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir
James William Dickie
Jón Halldór Pétursson
Ólafur Auðunsson
Pálína Gísladóttir
Sigrún Jenný Barðadóttir
Tímea Soós
30 ára
Anna Rós Lárusdóttir
Ásta Sigríður Guðjónsdóttir
Berglind Bjartmarsdóttir
Berglind Harpa
Björnsdóttir
Elín Lára Árnþórsdóttir
Elvar Steinn Þorvaldsson
Hafþór Örn Gunnlaugsson
Helena Jóhannsdóttir
Jakob Friðriksson
Mara Bonet Dall Arche
Pantea Janati
Tobias Weiser
Til hamingju með daginn
30 ára Ragnheiður ólst
upp í Reykholti í Bisk-
upstungum, býr á Flúð-
um, lauk prófum í farar-
stjórn frá Ferðamálaskóla
Íslands, hefur unnið hjá
Geysi í Haukadal og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Elvar Harðarson, f.
1985, gröfumaður.
Dóttir: Guðbjörg, f. 2014.
Foreldrar: Steinunn
Bjarnadóttir, f. 1965, og
Kjartan Jóhannsson, f.
1964.
Ragnheiður
Kjartansdóttir
30 ára Björk ólst upp í
Reykjavík, býr í Kópavogi,
er snyrtifræðingur og ÍAK-
einkaþjálfari og starfar hjá
heildversluninni Metico.
Maki: Magnús Hjálm-
arsson, f. 1982, sprengi-
stjóri.
Sonur: Birgir Snær, f.
2014. Stjúpsonur: Hjálm-
ar, f. 2008.
Foreldrar: Svanborg
Gústafsdóttir, f. 1959, og
Vörður Ólafsson, f. 1961.
Þau búa í Reykjavík.
Björk
Varðardóttir
30 ára Birkir ólst upp í
Svíþjóð og á Húsavík, býr
í Mosfellsbæ, lauk sveins-
prófi í rafvirkjun og nem-
ur rafmagnstæknifræði.
Maki: Berglind Jóna
Kristinsdóttir, f. 1984,
rekstrarverkfræðingur og
innkaupastjóri hjá Elken.
Börn: Kári Kristinn og
Karen Helga, f. 2015.
Foreldrar: Linda Björk
Guðrúnardóttir, f. 1962,
og Sigurður Guðjónsson,
f. 1959.
Birkir
Sigurðarson
FYRIR
BETRI
BORGARA
LANDSINS
Prófaðu hamborgarasósuna
frá E. Finnsson og gerðu gott betra.
31
18
-V
O
G
–
V
E
R
T.
IS