Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er affarasælast að vita gjörla
með hverjum maður deilir sínum innstu skoð-
unum. Hafðu í huga að þú ert hluti af fjöl-
skyldu sem er mannkynið, það þrá allir ást og
hamingju.
20. apríl - 20. maí
Naut Frelsaðu þig undan fjötrum íhaldssem-
innar og verk þín öðlast nýja dýpt. Reyndu að
skipuleggja tíma þinn betur bæði í vinnunni
og heima.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu bara slag standa og farðu af
stað með óskaverkefnið. Settu þig í gír og
taktu þátt í atburðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu tungu þinnar því aðrir eiga það
til að vera mjög auðsærðir. Hafðu þetta í
huga þegar leitað er til þín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Staða himintunglanna gerir það að
verkum að áætlanir þínar ganga ekki upp.
Lærðu að segja nei áður en það verður of
seint.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert að eyða meiri peningum þessa
dagana en þú ert vön/vanur. Sýndu því þol-
inmæði og stattu storminn af þér. Möguleik-
arnir eru ótal margir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að svo uppsker maðurinn sem
hann sáir til. Mundu að það er betra að þurfa
ekki að þræta fyrir neitt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú vilt að aðrir fari að dæmi þínu
í vinnunni eða við einhvers konar skipulagn-
ingu. Mundu að við uppskerum eins og við
sáum. Ekki hika við að láta skoðun þína í ljós.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er engin ástæða til þess að
fela allar sínar tilfinningar. Gefist tækifæri til
að öðlast starfsframa skaltu grípa það. Sam-
skipti þín við systkini þín eru sérlega uppörv-
andi og gefandi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu ekki hræddur við að taka
málin í þínar hendur. En það er betra að
keppa á ópersónulegan máta, á sviði sem
nýtur góðs af keppnisandanum, í stað þess
að togast á um yfirráð við ástvini.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhverra hluta vegna virðast allir
leita til þín með vandamál sín. Hafðu ekki
áhyggjur því málin leysast á farsælan hátt.
Þú verður að hlýða á þína innri rödd.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki standa of fast á þínu varðandi
skiptingu eigna eða ábyrgðar í dag. Ekkert er
dýrmætara en heilsan og það hefnir sín
grimmilega ef gengið er á hana í lengri tíma.
Kristinn R. Ólafsson fór meðþessa limru á Boðnarmiði á
mánudaginn:
Ef Valgerði vangað ég fengi
ég veit að hún ynni mér lengi
því þótt að utan sé smár
ég að innan er hár
á við alstærstu og fræknustu drengi.
Skagafjörður hefur löngum
státað af góðum hagyrðingum.
Jón Gissurarson hafði orð á því
að allmargir bjartir og fallegir
dagar hefðu komið nú í septem-
ber:
Ennþá lagast lífsins þrá
lifnar bragagjörðin.
Ó! hve fagurt er að sjá
yfir Skagafjörðinn.
Ingólfi Ómari Ármannssyni féll
þetta vel:
Röðull fagur brosir blítt
baðar haga jarðar.
Alla daga hugsa hlýtt
heim til Skagafjarðar.
Jón Gissurarson svaraði að
bragði:
Liprar vísur líkar mér
læt þær stundum flakka.
Undirtektir ykkar hér
er mér ljúft að þakka.
Gísli Brynjúlfsson kvað við
skagfirska smalastúlku á því
herrans ári 1847:
Minn er bragurinn, menja-gná,
margvíslega skaptur!
Hvað mun dagurinn heita sá,
Er hér vér sjáumst aptur?
Um Kerlingu, hæsta fjall í
Eyjafirði, rétt yfir Hrafnagili,
orti Gísli:
Fagur þykir mér fjörðurinn Eyja
fús í honum vildi ég deyja,
þar sem undir köldustum klaka
Kerling á mig liti hin staka.
Þetta sama haust orti hann á
Vaðlaheiði:
Kaldur vindur næðir nóg,
nú er ég á heiði
þolgóður á þunnri dróg,
þeygi í jómfrúleiði.
Þorfinnur Jónsson á Ingveldar-
stöðum var á ferð um Skagafjörð:
Augað gleður hin fagra fold
í firðinum kenndum við skaga.
Hér svífur í lofti og liggur í mold
litrík en blóðug saga.
Þorfinnur slappaði af í haust-
blíðunni og orti:
Hugljúft að líta yfir heiðanna lendur
hrífandi litbrigði í mó.
Tilveran öll sem á öndinni stendur
í algerri kyrrð og ró.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr Skagafirði og austur um
Í klípu
„SÁ SEM ÞÚ VINNUR MEÐ ER VINNUALKI Í
MEÐFERÐ. VIÐ MUNUM BARA ÞURFA ÞIG ÞANGAÐ
TIL HANN DETTUR AFTUR AF VAGNINUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT Á LEIÐINNI
Í FERÐALAG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar ég hef þig til að
halda á mér hlýju.
GRAFA
GRAFA
GRAFA
GRAFA
GRAFA
MEIRA AÐ SEGJA ÉG HEF
ALDREI VERIÐ SVONA
SVANGUR
HVAÐ LOFAR BETRI TÍÐ EN
FYRSTI DAGUR VORSINS?
INNANTÓM
LOFORÐ
Eftir að Ísland tryggði sér þátttöku íúrslitakeppni Evrópumótsins í
knattspyrnu karla í Frakklandi næsta
sumar hefur töluverð umræða verið
um mikilvægi þess að reisa þjóðar-
leikvang. Í því sambandi má nefna að
nemendur í Háskólanum í Reykjavík
fengu það verkefni í liðinni viku að
koma með hugmyndir í þessa veru og
mátti sjá margar forvitnilegar til-
lögur.
x x x
Geir Þorsteinsson, formaður Knatt-spyrnusambands Íslands, hafði
varla sleppt orðinu um málið eftir að
sætið í úrslitakeppninni var tryggt,
þegar niðurrifsraddir hófu að kæfa
umræðuna. Einna neikvæðastur var
borgarstjórinn í Reykjavík en fjár-
málaráðherra vakti athygli á því að
kostnaður við þjóðarleikvang þyrfti
ekki að lenda á ríkissjóði.
x x x
Viðhorf borgarstjóra í þessu málikemur knattspyrnuunnendum
ekki á óvart, en Víkverji er á því að
knattspyrnuhreyfingin eigi ekkert að
vera að trufla manninn. Þvert á móti á
hún að skoða málið með opnum huga
án þess að einblína á Reykjavík og
Laugardalinn.
x x x
Formaður KSÍ nefndi að hann vildilíf í Laugardalinn og þjóðar-
leikvangur yrði liður í því. Víkverji vill
ganga lengra, fá líf í landið og sér fyrir
sér þjóðarleikvang sem hluta af mun
stærra mengi.
x x x
Icelandair þarf sér flugstöð á Kefla-víkurflugvelli og þjóðarleikvangur
gæti verið lítill hluti af því mannvirki.
Í flugstöðinni gæti líka verið hótel, úr-
val verslana, veitingastaða og
skemmtistaða, leiktæki fyrir börn, tí-
volí og svo framvegis. Á leikvanginum
mætti halda tónleika reglulega, vera
með vörusýningar, aðrar sýningar og
viðburði. Flugstöðin yrði þannig sér-
stakt aðdráttarafl eins og til dæmis
flugstöðin á flugvellinum í München í
Þýskalandi, verslunarmiðstöðin
WEM í Edmonton í Kanada eða Mall
of America, verslunarmiðstöðin í Min-
neapolis í Bandaríkjunum, svo dæmi
séu tekin. víkverji@mbl.is
Víkverji
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir
eftir réttlætinu, því að þeir munu
saddir verða. (Matt 5:6)
Sendum í póstkröfu
s: 528 8200
Með fallega lokka