Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta verk Mike Bartlett, At, hlaut
bresku Olivier-leiklistarverlaunin
árið 2013 sem besta nýja leikritið
þar í landi,“ segir Kristín Eysteins-
dóttir, leikhússtjóri Borgarleikhúss-
ins og leikstjóri sýningarinnar sem
verður frumsýnd á Nýja sviðinu í
kvöld. „Kveikjan
að verkinu var sú
að höfundurinn
sá nautaat á
Spáni og fór þá
að velta fyrir sér
hvernig mætti yf-
irfæra þær kring-
umstæður á líf
nútímamanns-
ins,“ segir hún.
„Bartlett býr í
London og valdi
að yfirfæra nautaatið á ungt skrif-
stofufólk á uppleið innan fyrirtækis.
Hann segir Lundúnaborg fulla af
fólki sem fer í jakkaföt á hverjum
degi og mætir í vinnuna til að sigra.
Og samkeppnin geti verið svo gríð-
arlega mikil á vinnustöðum að fólk
geti engum treyst.“
Hið dýrslega í manninum
Kristín segir kringumstæðurnar í
verkinu vera með þeim hætti að þrír
samstarfsfélagar bíði komu yf-
irmannsins á skrifstofuna og þau
vita að einu verði sagt upp vegna
niðurskurðar innan fyrirtækisins.
„Yfirmanninum seinkar og meðan
þau bíða hans þá para tveir starfs-
mennirnir sig saman gegn þeim
þriðja,“ segir hún. „Þau grafa al-
gjörlega undan honum, á mjög klók-
an hátt, og beita öllum brögðum.
Þetta er eins og nautaatið, þau egna
þann staka og það er verið að
skylmast með orðum allan tímann.
Þessi tvö sem taka þann þriðja fyrir
eru mjög fljót að hugsa, orðheppin,
skemmtileg og setja hlutina í
ákveðnar umbúðir svo það er erfitt
að festa fingur á að þau séu að beita
hann ofbeldi.“
Kristín segir At vera mjög sterkt
leikaraverk þar sem spurt er hvað
við séum reiðubúin að gera til að lifa
af. „Við teljum okkur vita hver við
erum en við vitum hins vegar ekki
hver við getum orðið, ef við erum
sett í ákveðnar kringumstæður. Við
slíkar aðstæður, þar sem spurt er
hvort það eigi að lifa af eða næsti
maður, þá getur fólk gert hluti sem
það veit ekki að það hefur í sér.
Höfundurinn er að velta þessu
frumeðli fyrir sér, hinu dýrslega í
manninum. Þetta er í raun bara
frumskógarlögmálið,“ segir Kristín.
Svo mætir yfirmaðurinn og í ljós
kemur hvernig mál þróast.
Tilfinningaferðalag
At er býsna knappt verk, frekar
stutt og er leikið án hlés. „Það held-
ur okkur allan tímann og er í raun
keppni frá fyrstu mínútu og til
loka,“ segir Kristín.
Það er undirstrikað í uppfærsl-
unni með því að verkið er ekki sett
upp í skrifstofuumhverfi heldur er
leikið í einskonar áflogahring.
„Það er leiðin sem við ákváðum
að fara og höfundurinn gefur okkur
ákveðnar leiðbeiningar hvað það
varðar. Í verkinu eru engar sviðs-
lýsingar, textinn er allur samfelldur,
fyrir utan að á fyrstu blaðsíðunni
segir hann að áhorfendur eigi að
safnast umhverfis leikarana og að
varla eigi að vera um sviðsmynd eða
sviðsmuni að ræða,“ segir hún. Ein-
beitingin eigi öll að snúast um stíg-
andina í senunni.
Þegar spurt er um uppsetningar
á verkinu erlendis segir hún að það
sé ekki alltaf sett upp á bardaga-
sviði, eins og hér, en áherslan á ein-
faldleikann sé alltaf mikil eins og
höfundurinn mælir fyrir um.
„Þetta er í raun það sama og í
verki eftir Shakespeare, við erum að
skoða hvað hægt sé að gera með
orðunum. Hvernig má nota orðin
sem vopn? Vinnan með leikurunum
hefur verið afskaplega skemmtileg.
Baráttan í verkinu er skýr frá upp-
hafi en um markvissa uppbyggingu
er að ræða og þetta er ekki síst mik-
ið tilfinningaferðalag hjá persón-
unni Tómasi, sem er tekinn fyrir.
Verkið spyr meðal annars stórra
spurninga um eðli samfélagsins sem
við búum í, og hlutverk og vægi sið-
ferðisins. Hvað er manneskjan í
þessum harða samkeppnismiðaða
heimi þar sem umbúðir skipta meira
máli en innihald?“
Mikið hæfileikafólk
Kristín Eiríksdóttir þýddi verkið
og Gretar Reynisson hannar leik-
mynd og búninga. Fjórir leikarar
taka þátt í sýningunni, Valur Freyr
Einarsson, Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson og tvö sem útskrifuðst úr
Listaháskóla Íslands í vor sem leið,
Eysteinn Sigurðarson, sem leikur
Tómas, og Vala Kristín Eiríksdóttir.
Kristín segist óhrædd við að velja
nýútskifaða leikara í erfið burð-
arhlutverk.
„Ég er afskaplega ánægð með
þau,“ segir hún. „Þetta er mikið
hæfileikafólk, þau eru hugrökk og
skapandi og það er alltaf gaman að
kynna leikhúsgesti fyrir nýjum leik-
urum. Hlutverkin eru mjög krefj-
andi og sviðsetningin einnig, þau
eru í mikilli nálægð við áhorfendur
og hafa engar hækjur. Það er
keppnin milli persónanna sem knýr
þau áfram og því þurfa kring-
umstæður og ásetningur að vera af-
ar skýrir.“
Er erfitt fyrir hana að einbeita
sér að krefjandi leikstjórnarverk-
efnum og vera jafnframt leik-
hússtjórinn?
„Ég reyni að aðskilja þetta
tvennt; þegar ég kem á æfingu þá
skil ég hitt eftir fyrir utan,“ segir
hún. „Þá er svo sterkur starfs-
mannahópur í Borgarleikhúsinu að
ég get algjörlega treyst því að ég sé
ekki ómissandi meðan ég er að æfa.
Minn bakgrunnur er leikstjórn og
afar mikilvægt fyrir mig sem leik-
hússtjóra að sinna því, þá fer maður
út á gólf og stendur öxl við öxl með
fólkinu sem maður er að vinna með,
er að skapa og tengir sig inn í frum-
kraftinn. Það veitir mér mikla nær-
ingu því að þetta snýst jú allt á end-
anum um löngunina til þess að búa
til gott leikhús sem er ástæðan fyrir
því að ég er í hinu starfinu.
Ég hef annars hugsað mér að
leikstýra eins og einu leikverki á
hverju leikári, At er verkið mitt í ár
og ég finn vel hvað þetta nærir mig
og gefur mér bensín fyrir hitt starf-
ið,“ segir Kristín að lokum.
Nautaat fært á skrifstofuna
Verðlaunaleikritið At eftir Mike Bartlett frumsýnt í Borgarleikhúsinu
Tvö taka höndum saman gegn vinnufélaga þegar segja á einu þeirra upp
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Bardagahringur „Höfundurinn er að velta þessu frumeðli fyrir sér, hinu dýrslega í manninum,“ segir Kristín Ey-
steinsdóttir leikstjóri um efni leikritsins At. Áhorfendur sitja umhverfis sviðið sem er eins og bardagahringur.
Kristín
Eysteinsdóttir
3/4 Jazztríó fær
til liðs við sig
söngkonuna
Önnu Sóleyju á
tónleikum í kvöld
í Bjórgarðinum
hjá Fosshóteli í
Þórunnartúni 1
kl. 20. Þar verða
flutt lög eftir
Amy Winehouse
ásamt nokkrum
vel völdum djassstandördum sem
Amy söng.
„3/4 Jazztríó er nýlega stofnað
tríó, skipað þeim Baldvini Snæ
Hlynssyni á píanó, Ævari Erni Sig-
urðssyni á bassa og Bergi Einari
Dagbjartssyni á trommur. Þeir hafa
verið iðnir við að spila og vinna að
sinni fyrstu plötu. Píanóleikarinn
Baldvin hefur nú þegar gefið út eina
plötu, Og himinninn grætur. Platan
kom út í fyrra en þá var Baldvin að-
eins 16 ára gamall. Söngkonan og
lagasmiðurinn Anna Sóley sendi ný-
verið frá sér nýja smáskífu, „Wish I
Knew“,“ segir m.a. í tilkynningu.
Flytja lög Amy
Winehouse
Anna Sóley sem
Amy Winehouse
Myndlistarmað-
urinn Ívar Val-
garðsson heldur
opinn fyrirlestur
um verk sín og
vinnuaðferðir í
fyrirlestrarsal
myndlist-
ardeildar að
Laugarnesvegi
91 í dag kl. 13.
Ívar stundaði
myndlistarnám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands árið 1971-75
og framhaldsnám í Hollandi við
Stichting de Vrije Academie voor
Beeldende Kunsten Den Haag árið
1977-80, ásamt dvöl í New York ár-
ið 1989-91. Ívar hefur haldið yfir
fimmtíu einka- og samsýningar
bæði á Íslandi og erlendri grundu.
Í erindi sínu mun Ívar stikla á og
fjalla um helstu verk sín af ferlinum
eins og tíminn leyfir. Frekari upp-
lýsingar um verk Ívars eru á heima-
síðunni: galeriekimbehm.com.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku
og eru allir velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir.
Ívar ræðir verk sín
og vinnuaðferðir
Ívar
Valgarðsson
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
EVEREST 3D 4,7,9:30
MAZE RUNNER 6,9
NO ESCAPE 7
ABSOLUTELY ANYTHING 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 4