Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 …eru betri en aðrar Hlíðasmári 19, 210 Kópavogi | Sími 514 1400 | sumarferdir.is FLOTT FYRIR KANARÍFUGLA Aðeins 5.579 kr. á dag Apartamentos Teneguia FRÁ 133.900KR. Íbúð með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn m.v. 2 fullorðna. Brottför: 28. nóv. - 22. des. - 24 nætur Tilboðsverð almennt verð 159.700 kr. Kanarídagar Opið hús 20. septfrá kl: 11-13 Kristín Tryggvafararstjóri tekur velá móti ykkur Tilboðsverð á völdum brottförum 19.-21. sept ! Fleiri verðdæmi og dagsetningar á sumarferdir.is Þorsteinn Ásgrímsson Baldur Arnarson Með samningi Íslands við Evrópu- sambandið, sem undirritaður var á fimmtudaginn, munu meðal annars falla niður tollar á pasta, pítsur, alls konar matvörur sem innihalda súkkulaði og súpur og kornmeti. Þá fellur niður tollur á villibráð, svo sem hreindýrakjöt og rjúpur, sem og toll- ur á nokkra flokka af útiræktuðu grænmeti. Einnig lækkar tollur á nokkrum vöruflokkum eins og rjómaís og frönskum kartöflum. Samningurinn felur þá í sér aukn- ingu tollkvóta á smjör, osta, nauta- kjöt, skyr, alífuglakjöt, lambakjöt og svínakjöt. Mismunandi er hvort og hversu mikið hver flokkur stækkar eftir því hvort um er að ræða útflutn- ing eða innflutning. Aukast kvótarn- ir á hverju ári næstu fjögur árin og verða komnir í fulla stærð árið 2020. Stærstu breytingarnar fyrir út- flutning eru þær að tollkvóti á ís- lenskt lambakjöt sem selt er í Evr- ópusambandinu er aukinn úr 1.850 tonnum í 3.350 tonn. Þá er bætt við nýjum tollkvóta fyrir unnar lamba- kjötsvörur og verður hann 300 tonn. Kvóti fyrir skyr er aukinn stórlega, úr 380 tonnum í dag upp í 4.000 tonn eftir fjögur ár. Þá er opnað fyrir kvóta á ost upp á 50 tonn, alífugl upp á 300 tonn og svínakjöt upp á 500 tonn. Smjörkvótinn er einnig aukinn úr 350 tonnum nú upp í 500 tonn eftir fjögur ár. 25%-30% af framleiðslunni Varðandi innflutning verða inn- flutningskvótar stórlega auknir í flestum flokkum. Nautakjötskvótinn fer úr 100 tonnum upp í 696 tonn, svínakjötskvótinn úr 200 í 700 tonn og alífuglakjötskvótinn úr 200 í 856 tonn. Þá verður settur upp sérstakur kvóti fyrir lífrænan alífugl sem ekki hefur verið hingað til og verður sá kvóti upp á 200 tonn. Innflutnings- kvóti fyrir osta verður stækkaður úr 80 tonnum í 380 og kvóti fyrir sér- osta fer úr 20 tonnum í 230. Ljóst er að þetta getur haft mikil áhrif á vöruframboð, verð og fram- leiðslu hér á landi. Til að setja þessar stærðir í samhengi nemur með þessu innflutningskvóti fyrir nautakjöt þannig um 25-30% af innlendri fram- leiðslu og ostakvótinn er um 10% af innlenda markaðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi kúabænda nemur 696 tonna nautakjötskvóti um 1.150 tonnum af nautaskrokkum, en innanlandsframleiðsla hér á landi hefur undanfarið verið um 3.500 tonn. Þá hefur sala á innlendum ost- um hér á landi síðustu 12 mánuði verið 6.000 tonn, en kvóti fyrir osta og sérosta verður samtals 610 tonn. Gott að fá meiri aðgang Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir jákvætt að fá aukinn aðgang að markaði fyrir bæði skyr og lambakjöt í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta sé þó tvíeggjað sverð. Bændasamtökin hafi talað mikið fyrir því að fella ekki niður tolla einhliða og að tvíhliða samkomulag sem þetta sé því til fyr- irmyndar. Þessi mikla breyting geti þó haft neikvæðar afleiðingar fyrir suma framleiðendur. „Ljóst er að þetta verður erfitt fyrir sumar búgreinar, til dæmis alífuglarækt og svínarækt- ina,“ segir Sindri. Á móti komi að heilmikil sóknarfæri séu í útflutningi á skyri, þótt innflutningur á osti geti dregið úr ávinningi bænda af því. „Samningarnir eru um margt já- kvæðir en rýra samkeppnisstöðu annarra,“ segir hann. Sindri segir að samskipti við Bændasamtökin hefðu mátt vera meiri á samningstímabilinu, en bændur muni ekki leggja árar í bát við þessar fréttir. „Það er engin upp- gjöf í okkur. Hefðum þó viljað hafa meira samráð við gerð samninga.“ Ragnar Birgisson, framkvæmda- stjóri Emmessíss, segir breyting- arnar munu leiða til aukins innflutn- ings á erlendum ís. Hversu mikil áhrif breytinganna muni verða eigi eftir að koma í ljós. Niðurfelling á magntolli í 0 kr./kg Lækkun á tolli Óbreytt Kornmeti 5-52 kr./kg Pasta með og án kjöts 13-145 kr./kg Pítsur 68-99 kr./kg Súkkulaði 19-129 kr./kg Kex 5-85 kr./kg Súpur 4-99 kr./kg Hreindýrakjöt 1.014 kr./kg Rjómaís 30% fer í 18% 110 kr. magntollur fer í 66 kr./kg Franskar kartöflur 76% fer í 46% Smjörvi Er 30% og 220 kr./kg Jógúrt Bökunarkartöflur 60 kr./kg Villt rjúpa 446 kr./kg Allar tölur eru miðaðar við núverandi toll Útflutningur Innflutningur Lambakjöt Skyr Smjörkvóti Ostakvóti 1.850 tonn í dag 380 tonn í dag 350 tonn í dag 0 tonn í dag verður 3.350 tonn verður 4.000 tonn verður 500 tonn verður 50 tonn Nautakjöt Ostur Sérostur Alífuglar Lífrænn alífugl Svínakjöt 100 tonn í dag 80 tonn í dag 20 tonn í dag 200 tonn í dag 0 tonn í dag 200 tonn í dag verður 696 tonn verður 380 tonn verður 230 tonn verður 856 tonn verður 200 tonn verður 700 tonn Aukinn tollkvóti Verð á innfluttum matvörum gæti lækkað um tugi prósenta  Tollar á margar vörur lækka  Formaður Bændasamtakanna segir breytingarnar tvíeggjað sverð Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, segir samtökin ekki búin að meta markaðsáhrif samningsins. „Þau gætu orðið veruleg, enda er um að ræða umtalsvert hlutfall framleiðslu hér,“ segir Baldur Helgi. Hann bendir á að mögulegur út- flutningur Íslendinga til Evrópu- sambandsins sé innan við einn þús- undasti af framboðinu þar og hafi ekki áhrif á verð. Hins vegar sé toll- kvótinn fyrir osta sem hægt verður að flytja hingað inn 10% af osta- markaðinum og nautakjötskvótinn 25% af innanlandsframleiðslu. „ESB fær að selja umtalsvert hlutfall meðan við förum með dropa- teljara út,“ segir Baldur Helgi og tekur fram að ótímabært sé að tjá sig frekar um málið að sinni. Sögðu málið í undirbúningi Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda, gagnrýnir vinnubrögðin. „Þetta er baktjalda- makk. Það var látið í veðri vaka við okkur að þetta væri í undirbúningi og hugsanlega inni í myndinni, ekki að málið væri komið á þetta stig.“ Ingimundur segir ekki ljóst hver áhrifin verða á hans félagsmenn. „Við erum að framleiða kjúklinga við mun strangari skilyrði en löndin sem á að fara að flytja inn frá; ég geri ráð fyrir að það séu Evrópu- löndin. Reglurnar hér eru mun strangari en víða í Evrópu. Þá bæði varðandi hreinleika afurðanna og þéttleika fugla í húsum, o.sv.frv.“ Hann segir breytingarnar „hljóta“ að hafa áhrif á afkomu kjúk- lingabænda. „Ég geri ráð fyrir að það sé inni í myndinni að aflétta þessum séríslensku reglum. Ég get ekki ímyndað mér annað. Það hlýtur að vera það fyrsta sem gert verður, svo hægt sé að gera íslensku vöruna samkeppnisfærari.“ Ingimundur bendir á að rekstrar- umhverfið á Íslandi sé allt mun erf- iðara en í Evrópulöndum. „Grunn- kostnaður við framleiðsluna er miklu meiri hér,“ segir Ingimundur. Formaður kjúklingabænda gagnrýnir „baktjaldamakk“  Samráð skorti  Kúabændur telja áhrifin „veruleg“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir breytingarnar „frábærar fréttir fyrir neytendur og versl- unina“. „Þarna eru mjög jákvæðar breytingar að eiga sér stað. Hins vegar á eftir að taka mjög stór skref í þessum efnum. Okkur sýn- ist sem breytingarnar nái ekki til allra unninna landbúnaðarvara. Samkvæmt mínum upplýsingum hafa breytingarnar þannig ekki áhrif á skinku, parmesanost og pylsur almennt, svo dæmi sé tek- ið. Þetta eru ef til vill minni breyt- ingar en væntingar stóðu til varð- andi unnar landbúnaðarvörur,“ segir Finnur. Finnur segir aðspurður að lík- lega muni verð á ákveðnum vörum, á borð við franskar kart- öflur, lækka um tugi prósenta. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuverslanirnar, seg- ir tollakerfið flókið. Það taki tíma að átta sig á áhrifum breyting- anna. „Við erum að bíða eftir ná- kvæmum upplýsingum um í hvaða flokkum er verið að fella niður tolla og í hvaða flokkum er verið að lækka tolla … Það er ljóst að þetta mun lækka vöruverð, gera Ísland samkeppnisfærara og bæta vöruúrval. Þess væri náttúrlega óskandi að þetta tæki gildi fyrr.“ Gunnar Egill Sigurðsson, for- stöðumaður verslunarsviðs hjá Samkaupum, segir breytingarnar munu leiða til lægra mat- vöruverðs á Íslandi. Hversu mikil áhrifin verða eigi eftir að koma í ljós. Þá muni breytingarnar leiða til aukins vöruúrvals, enda verði margar innfluttar vörur sam- keppnishæfar í verði. Súkkulaði, frosnar pítsur og franskar kart- öflur séu dæmi um slíkar vörur. Valdimar Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Kjöríss, reiknar að- spurður með að breytingarnar leiði til aukins innflutnings. Á móti komi að innlendur fram- leiðslukostnaður kunni að lækka. Jákvæð áhrif á kaupmáttinn Ingólfur H. Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir á þessu stigi ekki ljóst hversu mikið verð á matvöru muni lækka við þessar breytingar. Það sama gildi um áhrifin á verðbólgu. Slík lækk- un óbeinna skatta leiði til lægra verðs og auki kaupmáttinn. „Á móti kemur að þetta er eftir- spurnarhvetjandi fyrir hagkerfið, ef ekki koma til mótvægisaðgerðir af hálfu stjórnvalda. Án mót- vægisaðgerða hefur þetta þannig þensluáhrif fyrir hagkerfið á tím- um þegar spenna er í kerfinu. Þau áhrif eru til að auka verðbólguna.“ Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur hjá ASÍ, hafði vegna anna ekki tök á að meta áhrifin að sinni. Verslunarmenn hyggjast auka innflutning á erlendri matvöru SAMKEPPNISSTAÐA INNFLUTTRA VARA STYRKIST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.