Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Að sögn forsætisráðherra hefurfullnaðarsigur nú náðst í Ice-
save-málinu með því að Hollend-
ingar og Bretar hafa fallið frá öll-
um öðrum kröfum sínum en þeim
sem beinast að inn-
stæðutrygg-
ingasjóðnum.
Icesave-málið varað vísu þegar
búið í raun, en þó
er jákvætt að
kröfugerðarþjóðirnar tvær skuli
loks fallast á eðlilegar lyktir máls-
ins.
Annað stórt mál sem fyrri rík-isstjórn tókst einnig að flækja
Íslendinga inn í er aðildar-
umsóknin að Evrópusambandinu.
Sú umsókn hefur enn ekki veriðdregin til baka með fullnægj-
andi hætti og nú liggur til að
mynda fyrir að Samfylkingin mun
reyna að endurræsa hana ef og
þegar flokkurinn kemst til valda á
ný.
Árni Páll Árnason sagði ástjórnarfundi Heimssýnar í
vikunni að umsóknin væri enn
„þjóðréttarlega í gildi og hafi ekki
verið afturkölluð“.
Umsóknin hafi verið borin und-ir þjóðþing hvers aðildarríkis
ESB og með því skapast þjóðrétt-
arlegt samband og gagnkvæm
þjóðréttarleg skuldbinding sem
ekki hafi verið rofin.
Augljóst má vera að stjórn-arandstöðuflokkarnir á Al-
þingi bíða aðeins færis að setja að-
ildarvinnuna í gang á nýjan leik.
Núverandi stjórnvöldum ber
skylda til að hindra það með því
að afturkalla umsóknina með
óyggjandi hætti.
Árni Páll Árnason
Umsóknin enn
í fullu gildi
STAKSTEINAR
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Vetrarkápurnar
komnar
Fylgist með okkur á faceboock
Veður víða um heim 18.9., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 3 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 16 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 16 skýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 22 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 25 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 13 léttskýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 28 heiðskírt
Chicago 23 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:02 19:42
ÍSAFJÖRÐUR 7:05 19:49
SIGLUFJÖRÐUR 6:48 19:32
DJÚPIVOGUR 6:31 19:12
Frans páfi hefur skipað nýjan Reykjavík-
urbiskup kaþólskra, Davíð Tencer. Jafn-
framt samþykkti hann afsögn Péturs
Bürcher biskups af heilsufarsástæðum.
Hinn nýi biskup verður settur í embætti
laugardaginn 31. október n.k.
Hinn nýi biskup heitir fullu nafni Dávid
Bartimej Tencer. Hann fæddist 18. maí
1963 í Nová Bana í Slóvakíu. Hann hlaut
prestvígslu 15. júlí 1986 í Banská Byst-
rica í Slóvakíu fyrir biskupsdæmið
Banská Bystrica. Davíð kom til Íslands
árið 2004, var skipaður aðstoðarprestur í
Maríusókn í Breiðholti í Reykjavík og hóf
um leið íslenskunám. Árið 2007 var hann
skipaður sóknarprestur í sókn heilags
Þorláks á Reyðarfirði. Hann er félagi í
prestaráði og ráðgjafanefnd Reykjavík-
urbiskupsdæmis.
Benedikt páfi XVI skipaði Pétur
Bürcher biskup í Reykjavíkurbisk-
upsdæmi árið 2007. „Eftir tuttugu og eins
árs þjónustu í embætti biskups í Sviss og
á Íslandi kveður Pétur Bürcher biskup af
heilsufarsástæðum með trega fagurt land
og ungt, og sem betur fer vaxandi bisk-
upsdæmi,“ segir í frétt frá kaþólsku
kirkjunni. Þar kemur einnig fram að um
13.000 kaþólskir búi á Íslandi. Upphaf
trúboðs á Íslandi má rekja til 10. aldar.
Nú er Ísland það Norðurlanda sem er
með einna hæst hlutfall kaþólskra, eða
um 3,5% allra íbúa. sisi@mbl.is
Frans páfi skipar nýjan biskup
Davíð Tencer
Davíð Tencer tekur við af Pétri Bürcher 13.000 kaþólskir búa á Íslandi
Valgeir Sigurðsson, athafnamaður á
Siglufirði, segist vera reiðubúinn til
að gefa hið gamla frystihús Óskars
Halldórssonar verði það til þess að
vaxmyndasafn Óskars verði flutt
norður til Siglufjarðar og sett upp í
húsinu.
Valgeir segir það algjört skilyrði
fyrir gjöfinni að húsið verði notað
undir safnið.
Vaxmyndasafnið var fyrst sett
upp árið 1951 en tekið úr sýningu ár-
ið 1969. Það er í dag í vörslu Þjóð-
minjasafnsins. Valgeir viðraði hug-
mynd sína fyrst við þjóðminjavörð
fyrir þremur árum en hefur ekki
fengið viðbrögð síðan.
Vill gefa
hús undir
vaxmyndir
Safn Óskars fari
norður á Siglufjörð
Sigló Hið gamla frystihús Óskars,
nú í eigu Valgeirs Sigurðssonar.