Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Golli Listasmíð Jón smíðar og gerir við strengjahljóðfæri, m.a. fiðlur, víólur og gítara. Hér eru nokkur hljóðfæri sem hann hefur smíðað. algengari en áður var.“ Jón lætur ekki duga að smíða fiðlur og víólur, hann hefur einnig smíðað nokkra kassagítara undanfarið. Góður tónn þarf að vera í viðnum, hann þarf að hringja Hann segir að viðartegundin skipti miklu máli þegar kemur að því að velja efni til að smíða úr hljóðfæri. „Í fiðlu er alltaf notaður hlynur í bak, hliðar og háls, en greni í framhlið og íbenholt í gripbretti. Vegna þess að harðviður þarf að koma á móti mjúkvið svo tónn hljóðfærisins berist út að fram- an. Framhliðin er mikilvægasti part- urinn, hún er kúpt og þar verður ví- bringurinn til sem myndar hljóðið, og því skiptir miklu máli að vanda sig við smíðina. Það skiptir líka miklu máli að vera með rétta þyngd. Þegar maður er búinn að skera F- holu í framhliðina og setja bassa- bjálka innan í, þá er gott að fram- hliðin vigti 98-100 grömm. Það skipt- ir semsagt máli að kunna að lesa viðinn. Viður er mismunandi gljúpur og maður vill helst hafa mjög þéttan við í fiðlunum. Ef viðurinn hefur sprottið hratt þá er langt á milli ár- hringja í honum og hann er léttur, en ef hann er hægsprottinn þá er af- ar þétt á milli árhringja og hann er þyngri, meiri massi í honum, sem hentar vel í fiðlusmíð. Og síðast en ekki síst þarf að vera góður tónn í viðnum, hann þarf að hringja,“ segir Jón Marinó og bætir við að vissulega sé nauðsynlegt fyrir fiðlusmið að hafa tóneyra. Hljóðfærin eins og afkvæmi „Ákveðin element þarf að hafa í huga við smíði á víólu og fiðlu, við- arplöturnar mega ekki vera of þunn- ar og það þarf að vera laus hringj- andi í plötunni. Við val á viðnum banka ég og hlusta á hvað er í gangi og hvernig víbringurinn dreifist um plötuna. Ég er með litla hefla til að hefla innan úr ef ég er ekki ánægður með tóninn í viðn- um. Fyrst klára ég úthliðar hljóð- færisins en stilli svo allt innan frá.“ Jón Marinó segir að vissulega fylgi því svolítil eftirsjá í hvert sinn sem hann lætur frá sér hljóðfæri, hann tengist gripunum meðan á sköpunarferlinu stendur. „Þessi hljóðfæri eru að sumu leyti afkvæmi mín, þar sem mikið nostur og nákvæmni liggur í hverju handbragði, þar má ekki skeika broti úr millimetra. Mér þótti erf- iðast að breyta hugsun minni úr sentimetrum í millimetra þegar ég fór úr húsasmíði yfir í hljóðfæra- smíði. En þetta liggur vel fyrir mér og ég nýt þess að starfa við þetta.“ Martin Frewer keypti víólu Jón segir það sem betur fer hafa aukist að fólk láti handsmíða fyrir sig hljóðfæri. „Flestir minna viðskiptavina sem kaupa af mér hljóðfæri eru nemendur í tónlist og það er góð til- finning að vita af hljóðfærunum með langt framhaldslíf í höndum tónlistarfólks. Svo er alltaf eitthvað um lengra komna tónlistarmenn, þegar ég hafði nýlokið við að smíða víólu snemma á þessu ári, þá kom hingað víóluleikarinn Martin Fre- wer og prófaði hana. Hann var með- limur í Sinfóníuhljómsveit Íslands en spilar núna með tríói sem þessa dagana er að ferðast um Bretland og Ítalíu í tónleikaferð. Ég bauð honum að taka víóluna með sér heim yfir helgi og prófa hana almennilega. Hann kom strax eftir helgina og sagðist vilja kaupa víóluna, hann var svo viss að hann skildi hana eftir heima hjá sér. Þannig hefur þetta oftast verið hjá mér, um leið og ég klára hljóðfæri þá selst það fljótt.“ „Þá þótti nú ekki efnilegt að fara í hljóðfærasmíði, það þótti dund.“ Hljóðfæraverkstæðið er í Braut- arholti 22 í Reykjavík. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA – NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKAR LJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA Hún Barbara Cook hampaði sínum vinningslauk í keppninni um þyngsta laukinn, en hann var rúm sex kíló. Keppnin fór fram í Yorkshire í Bret- landi í gær en þar stendur yfir haust- sýningin Harrogate Autumn Flower Show og hluti af henni er keppni í of- vöxnu grænmeti. Mikill mannfjöldi kemur við á sýningu þessari, eða um fjörutíu þúsund manns. Keppt í ofvöxnu grænmeti AFP Grænt, vænt og risavaxið Félagið Origami Ísland heldur opna félagsfundi þriðja sunnudag í hverj- um mánuði og kennir gestum þá list að brjóta pappír svo úr verði fögur form og fígúrur sem fólk kannast við undir nafn- inu origami. Umsjón hef- ur Jón Víðis Jakobsson og verður fyrsti fundur á morgun, sunnudag, kl. 15 í Borgarbókasafninu Tryggvagötu. Aldeilis fjölskylduvænt og skemmtilegt að prófa. Leshringurinn í bókasafninu í Spönginni hittist á ný á haustmisseri nk. mánudag, 21. september, kl. 17.15. Tekin verður fyrir bókin Kata eftir Steinar Braga, en hún vakti mikla athygli þegar hún kom út stuttu fyrir síðustu jól. Auk þess verður rætt um ljóðabók að eigin vali. Umsjón með leshring í Spöng hefur Herdís Þórisdóttir og hittist hann þriðja mánudag í mánuði. Þeir sem vilja vera með í leshringnum geta skráð sig hjá Herdísi á netfanginu: herdis.thorisdottir@reykjavik.is. Gaman hjá bókasöfnum borgarinnar Endilega farið í leshringinn Origami Fjölskylduvænt og skemmtilegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.