Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 12
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is* Lokatölur ** Tölur liggja ekki fyrir
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Blanda (14)
Norðurá (15)
Eystri-Rangá (18)
Langá (12)
Þverá-Kjarrá (14)
Laxá á Ásum (2)
Haffjarðará (6)
Víðidalsá (8)
Laxá í Dölum (6)
Grímsá og Tunguá (8)
Hítará (6)
Vatnsdalsá (7)
Laxá í Kjós (8)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Staðan 16. september 2015
7.210
5.777
4.806
2.886*
2.591
2.374
2.364*
1.680
1.660*
1.471
1.389
1.251
1.238
1.213
1.210
Á sama
tíma í
fyrra
Á sama
tíma
2013
2.453 4.821
1.602 3.554
1.903 2.610
924 3.351
2.373 4.176
557 2.605
1.195 3.373
974 1.029
821 2.158
625 836
176 684
458 1.486
391 **
716 1.054
482 1.129
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Samkvæmt upplýsingum á vef
Landssambands veiðifélaga er lax-
veiðitímabilið sem senn lýkur eitt af
fjórum bestu en ólíklegt að það nái að
slá metið frá árinu 2008. Þá segir þar
að enn haldi aflinn úr húnvetnsku án-
um áfram að slá öll fyrri viðmið. Þeg-
ar sé metveiði í þremur ám, Miðfjarð-
ará – þar sem löngu er búið að slá met
hvað varðar veiði á stöng í náttúru-
legri laxveiðiá, Blöndu og Hrútafjarð-
ará. Þá sé einnig mjög góð veiði í Víði-
dalsá og Vatnsdalsá, vel yfir
meðalveiði, og rífandi gangur í Laxá á
Ásum.
„Þetta hefur verið mjög gott veiði-
sumar,“ segir Pétur Pétursson leigu-
taki Vatnsdalsár þar sem veiðisum-
arið er þegar eitt af fjórum bestu
síðasta aldarfjórðung. „Mér finnst
fiskurinn reyndar hafa gengið frekar
illa fram ána. Við höfum fengið mikið
af fallegum eins árs laxi, þessa 68 til
72 cm, sem er virkilega fínt, eina 6, 7
tuttugu pundara og marga sem gæla
við það, hvað lengd varðar, 96, 97 cm.
En það sem er einkennilegast við
sumarið er hve lítil bleikja hefur verið
á þessu svæði hér, þó meira hafi verið
af sjóbirtingi. Hins vegar virðist hafa
komið nokkuð af vænni bleikju mjög
seint.“ Um það getur blaðamaður
vitnað, var hann í Vatnsdal í vikunni
og sá þar talsvert af býsna stórri
bleikju.
Í liðinni viku veiddist 141 lax í
Blöndu og er óvenjulegt að svo seint
sé veitt á stöng þar um slóðir; veiði-
menn njóta þess að Blöndulón hefur
ekkert farið á yfirfall, eins og gerist
yfirleitt í ágúst. Sigurður Ingi Guð-
mundsson á Syðri Löngumýri er for-
maður veiðifélags Blöndu og Svartár
og segir að vissulega sé óvenjulegt að
Blanda hafi verið tær í allt sumar.
„Enn er að veiðast vel í ánni og ég veit
ekki annað en að veiðimen séu ánægð-
ir,“ segir hann. „Ég segi annars að
það sé gott að fá ána á yfirfall, það
hlífi fiskinum í lokin, en Blanda er vel
sjálfbær.“
Glimrandi gott í Ytri-Rangá
Þá hefur veiðin verið afar góð í
Svartá, er komin í rúmlega 580 laxa
sem er næstbesta veiðisumarið síðan
skráningar hófust.
Veitt er í hafbeitaránum langt inn í
haustið og mjög góð veiði hefur verið í
Ytri-Rangá síðustu vikur. Í þeirri síð-
ustu var til að mynda 601 lax færður
til bókar, á tuttugu dagsstangir.
Kristinn Ágúst Ingólfsson hefur tals-
vert verið við leiðsögn í ánni og segir
mikið af laxi á öllum svæðum. „Í gær
fengum við til að mynda fjórtán á
tvær stangir, sem er glimrandi gott
og ekki allir veiðimennirnir vanir,“
sagði hann. „Það er fiskur að stökkva
úti um allt, mikið líf og ánægja hjá
veiðimönnum.“
Athygli vekur að veiðin í Eystri-
Rangá er talsvert lakari þetta sum-
arið en í þeirri ytri, síðasta vika gaf til
að mynda aðeins tæplega sjötíu laxa.
Morgunblaðið/Einar Falur
Metveiði Þorri Hringsson myndlistarmaður hefur sett í enn einn laxinn í Miðfjarðará og býr sig undir að landa.
„Þetta hefur verið
mjög gott veiðisumar“
Aflinn úr húnvetnsku ánum heldur áfram að slá öll met
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Verslunareigendur!
Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Flottar lausnir
til innpökkunar
allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Þrír af síðustu fjórum úrskurðum
endurupptökunefndar, sem fjallar
um óskir um að taka upp mál, sem
Hæstiréttur hefur dæmt í, hafa ver-
ið samþykktir.
Uppfylla þarf fjögur skilyrði til að
dómur sé tekinn upp að nýju. Þau
eru rakin hér að neðan. Ekki er al-
gengt að endurupptökunefndin sam-
þykki beiðni um endurupptöku en í
11 málum sem hefndin hefur fjallað
um á árinu hefur átta verið hafnað.
Á fimmtudag var endurupptaka
samþykkt í máli manns þar sem
meðferð málsins fyrir Hæstarétti
þótti verulega ábótavant.
Maðurinn var dæmdur í 18 mán-
aða fangelsi fyrir að hafa á árinu
2010 veist með ofbeldi að öðrum
manni, sem sat í bifreið sinni. Árás-
armaðurinn sló með hafnaboltakylfu
úr áli í rúðu bílsins með þeim afleið-
ingum að rúðan brotnaði og glerbrot
þeyttust í augu hins mannsins. Sá er
nú blindur á vinstra auga og með
20% sjón á því hægra.
Ekki nóg að birta dóm á
heimasíðu dómstóla
Sá sem framdi árásina og var
dæmdur fyrir hana byggði kröfu
sína um endurupptöku málsins á
tvennskonar ástæðum. Annars veg-
ar að héraðsdómur hefði ekki verið
birtur honum þrátt fyrir lagaskyldu
og hins vegar að ekki hefði verið rétt
staðið að áfrýjun héraðsdómsins til
Hæstaréttar Íslands.
Í úrskurði endurupptökunefnd-
arinnar um málið segir að dómur
héraðsdóms hafi aldrei verið birtur
sakborningnum en hann var ekki
viðstaddur uppkvaðningu héraðs-
dóms. Lögreglan hefði átt að birta
hinum dæmda dóminn, en hann full-
yrðir að dómurinn hafi aldrei verið
birtur sér.
Í úrskurðinum kemur einnig fram
að sá sem framdi árásina hafi frétt af
dómi Hæstaréttar frá þriðja manni.
Þrátt fyrir umsögn ríkissaksóknara,
þar sem kemur fram að dómurinn
hafi birst á vefsíðu héraðsdómstól-
anna og ætla megi að verjandi
mannsins hafi kynnt honum efni
dómsins féllst endurupptökunefndin
ekki á þau rök.
Hinn dæmdi byggði einnig á því
að lögmaður hans í héraði hefði ekki
haft réttindi sem hæstarétt-
arlögmaður og því ekki haft heimild
til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Orðrétt segir í lok úrskurðarins:
„Með vísan til framangreindra
ágalla er lúta bæði að birtingu og
áfrýjun dóms héraðsdóms er óhjá-
kvæmilegt að telja að skilyrði d-liðar
211. gr. laga um meðferð sakamála
sé fullnægt, að verulegir gallar hafi
verið á meðferð máls þannig að áhrif
hafi haft á niðurstöðu þess.“
Fékk dóminn
aldrei birtan
Endurupptaka samþykkt vegna
meðferðar máls manns í Hæstarétti
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dómstóll Árásarmaðurinn frétti af
dómi Hæstaréttar frá þriðja manni.
A. Fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu
verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau
hefðu komið fram áður en dómur gekk.
B. Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir
hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá
fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða
aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða föls-
uð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri nið-
urstöðu málsins.
C. Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunar-
gögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi
haft á niðurstöðu þess.
D. Verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft
á niðurstöðu þess.
Fjögur skilyrði
KRÖFUR UM ENDURUPPTÖKU ERU SKÝRAR
Úr dómssal