Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 14

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 14
Hvernig græða eigendur? » Með styrkjum frá not- endum. » Með því að kaupa sig framhjá skilyrðum um hlutfall. » Til að halda hlutfallinu í lagi þarf að hlaða inn ólöglegu efni. » Ef notandi er einungis að hala niður efni þarf hann að borga. „Þeir sem standa á bak við svona síður eru klárlega í þessu til að hagnast,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, en seint á fimmtudag voru opnaðar tvær nýjar vefsíður þar sem hægt er að sækja höfundar- varið efni þrátt fyrir lögbann sem héraðsdómur setti í fyrra. Hérlend rétthafasamtök, STEF, SFH, SÍK og FRÍSK, hafa náð samkomulagi við helstu fjarskipta- fyrirtæki landsins um framkvæmd lögbannsins. „Við höfum fengið vís- bendingar um að þeir sem voru með deildu.net hafi haft þokkaleg mánaðarlaun,“ segir Guðrún. „Það fylgir því heilmikill kostnaður að reka svona síðu og menn gera þetta til að fá peninga og hafa ágætt upp úr því samkvæmt okkar upplýsingum.“ Hún segir rétthafasamtökin vita af þessum tveimur nýju síðum og býst Guðrún við að þeim verði lok- að fyrr en síðar, en vinna við það hófst strax í gær. benedikt@mbl.is Eigendur niðurhals- síðna hafa góð laun 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Ísafirði Verslun Bjarna Eiríkssonar í Bol- ungarvík eða Bjarnabúð eins og hún er jafnan nefnd, er ein elsta starfandi verslunin á Vestfjörðum, stofnuð árið 1927. Aðeins þrír eig- endur hafa átt verslunina frá stofn- un, þ.e. Bjarni Eiríksson sem setti verslunina á stofn ásamt útgerð og fiskvinnslu árið 1927, sonur hans Benedikt Bjarnason, sem hóf störf við verslun föður síns 13 ára gamall og tók við ásamt Hildi Einarsdótt- ur, konu sinni, þegar Bjarni féll frá árið 1958 og Stefanía Birgisdóttir og eiginmaður hennar Olgeir Háv- arðarson, sem keyptu verslunina árið 1996 og reka hana enn. Í Bjarnabúð er að finna allt milli himins og jarðar m.a. vefnaðarvör- ur, bækur, gjafavörur og fatnað fyr- ir alla fjölskylduna að ógleymdum matvörum. Bjarnabúð er vinsæll viðkomustaður ferðafólks enda margir áhugasamir um sögu húss- ins og verslunarinnar. „Við vöndum okkur við að halda í horfinu og þó að þær séu ekki uppi, þá eigum við innréttingarnar frá opnun verslunarinnar. Hér eru líka geymdar allar verslunarbækur frá árinu 1917 og í þeim er hægt að sjá hver keypti hvað af mat, tóbaki og öðru sem fólk vanhagaði um. Hér kennir ýmissa grasa,“ segir Stef- anía. „Við höfum opið alla daga ársins nema tvo, jóladag og nýársdag og eru allir velkomnir til okkar,“ segir kaupmaðurinn í Bolungarvík. Fastur punktur í bæjarlífinu Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Kaupmaður Stefanía Birgisdóttir er þriðji eigandi Bjarnabúðar frá upphafi.  Bjarnabúð starfandi frá 1927 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Fólk á erfitt með að ræða um akst- urslok því þetta er viðkvæmt mál- efni. Karlmenn eru gjarnan óraun- særri á eigin akstursfærni en konur. Ég rakst á það í einni grein að auð- veldara væri að ræða við aldraða um tilhögun eigin jarðarfarar en akst- urslok,“ segir Álfhildur Hallgríms- dóttir. Hún skrifaði meistararitgerð í öldrunarfræði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, sem nefnist „Akst- urslok aldraðra. Líf að loknum akstri“ en Álfhildur hefur starfað um árabil hjá færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Ritgerðin byggist á viðtölum við átta aldraða einstaklinga sem búa í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu og voru fyrrverandi ökumenn. Þegar fólk hættir að geta keyrt sjálft upp- lifir það sig oft missa mikinn hreyf- anleika, frelsi og sjálfstæði. Tregt að breyta ferðahegðun Hún bendir á að fólk eigi erfitt með að segja við kunningja eða for- eldra: „Þú ert farinn að tapa mikið ökufærni og ættir að fara að huga að því að hætta að keyra.“ Þessi um- skipti, að hætta að keyra, reynast mörgum erfið. „Fólk er tregt til að breyta ferða- hegðun sinni. Einkabíllinn er svo stór hluti af lífsstíl fólks á Vestur- löndum og þeirrar kynslóðar sem eldist núna,“ segir Álfhildur. Ýmsar leiðir eru þó í boði. Eftir því sem aldraðir nýta sér fleiri samgöngumöguleika því auð- veldari verða umskiptin. Hægt er að nýta akstursþjónustu eldri borgara, strætó, og leigubíla svo fátt eitt sé nefnt. Í þessu samhengi bendir hún á að börn og barnabörn séu oft mjög dugleg að sinna öldruðum fjöl- skyldumeðlimum og keyra þá til að sinna erindum sínum. Þetta nefnir hún hið dulda þjónustuhagkerfi. Rannsókn Álfhildar benti til þess, að fólk þurfi að undirbúa aksturslok eins og það undirbýr starfslok. Hún segir að sumir aldraðir telji að það þurfi ekki að undirbúa sig fyrir akst- urslok en reynslan sýni að því er þveröfugt farið. Byggja eigið ferðanet Þessi undirbúningur þyrfti að vera hluti af hefðbundinni starfsemi í kringum eldri borgara. Víða erlendis eru haldin sérstök aksturslokanám- skeið þar sem fólki er hjálpað að fara í gegnum aksturslokaferlið og kennt að byggja sitt eigið ferðanet. „Það þarf að gera aksturslok eðli- leg. Þetta er svoldið tabú, bæði hér og erlendis,“ segir Álfhildur. Aksturslok reynast mörgum erfið  Auðveldara að ræða tilhögun eigin jarðarfarar en aksturslok  Karlmenn eru gjarnan óraunsærri á eigin akstursfærni en konur  Þarf að aðlagast aksturslokum eins og starfslokum og byggja ferðanet Morgunblaðið/Golli Akstur Það þarf að gera aksturslok eðlileg og ræða um þau, þetta kemur fram í meistararitgerð Álfhildar. Sunnudaginn 20. september nk. kl. 11 fer fram djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni. Séra Kristján Val- ur Ingólfsson, vígslubiskup í Skál- holti, annast vígsluna. Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð djáknavígslu til þjónustu í Laugarnessókn, Hátúni 10 og 12. Eva Björk Valdimarsdóttir verð- ur vígð prestsvígslu til þjónustu í Keflavíkursókn. Loks verður Jó- hanna Gísladóttir vígð prestsvígslu til þjónustu í Langholtssókn. Vígsluvottar verða: Ásta Ágústs- dóttir, djákni í Kópavogskirkju, sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknar- prestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknar- prestur í Langholtsprestakalli, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sem lýsir vígslu, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknar- prestur í Laugarnesprestakalli, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur Dómkirkj- unnar, þjónar fyrir altari. Djákna- og prests- vígsla á morgun „Við lítum á það sem okkar hlutverk að gera fólki kleift að halda heilsunni svo það geti verið sjálfstætt sem lengst. Hluti af sjálfstæðinu hjá mörg- um er að geta keyrt bíl,“ segir Sigurbjörn Björnsson öldr- unarlæknir. Hann segir það mikilvægt fyrir aldraða að geta keyrt sem lengst á meðan heilsan leyfi. Fólk þurfi sjálft að axla ábyrgð á akstrinum með því að meta heilsuna. Í starfi sínu hefur hann ekki þurft að hringja í lögreglu til að benda á fólk sem ætti ekki að vera í umferðinni. „Ég hef þó þurft að beita fortölum og þá að beiðni aðstandenda.“ Þau tilfelli hafi þó ekki verið mörg að sögn Sigurbjarnar. Hann segir skynsamlegt að leyfa eldra fólki að aðlagast því smám saman að hætta akstri. Halda heilsunni AÐLÖGUN MIKILVÆG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.