Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Gjafir sem gleðja
Líttu við og
skoðaðu úrva
lið
Glæsilegir skartgripir á frábæru verði
Verð 45.400,-
Demantur 6p.
Verð 37.900,-
Demantur 2p.
Verð 69.000,-
Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,-
Verð 33.900,-
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Endurskoðendaráð hefur að nýju
boðað Guðmund Jóelsson, löggiltan
endurskoðenda, í gæðaeftirlit og vís-
ar í boðunarbréfinu, sem dagsett er
2. júní sl., til lagagreinar um að sjálf-
stætt starfandi endurskoðendur
skuli sæta gæðaeftirliti eigi sjaldnar
en á sex ára fresti.
Morgunblaðið fjallaði sl. vetur og
vor ítrekað um þann ágreining sem
uppi hefur verið á milli Guðmundar
og endurskoðendaráðs, vegna þess
að Guðmundur hafnar því að alþjóð-
legir endurskoðunarstaðlar hafi
lagalegt gildi hér á landi, en endur-
skoðendaráð framkvæmir gæðaeft-
irlit samkvæmt slíkum stöðlum, sem
hvorki hafa verið þýddir á íslensku
né formlega birtir.
Stjórnarskrárvarin réttindi
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, hafnaði
því að svipta Guðmund starfsrétt-
indum sínum í maí í vor, líkt og
greint var frá í Morgunblaðinu hinn
23. maí sl.
Endurskoðendaráð hafði lagt það
til við ráðherrann að Guðmundur
yrði sviptur starfsréttindum.
Rökstuðningur Ragnheiðar El-
ínar fyrir því að fara ekki að tillögu
ráðsins var eftirfarandi, líkt og fram
kom í frétt í Morgunblaðinu hinn 30.
maí sl.:
„Það sem mér þótti skorta á hjá
endurskoðendaráði, þegar það gerði
sína tillögu, var að þarna er um
stjórnarskrárvarin réttindi að ræða.
Ég taldi að ég gæti ekki tekið undir
það sjónarmið að svipta bæri endur-
skoðandann starfsréttindum nema
það hefði verið að undangenginni
áminningu, þar sem viðkomandi
hefði haft andmælarétt.“
Í sömu frétt kvaðst ráðherrann
ekki vera í aðstöðu til að meta hvort
endurskoðendaráð ætti að segja af
sér.
Þá boðaði Ragnheiður Elín jafn-
framt að allsherjarendurskoðun á
lögum um endurskoðendur myndi
fara fram á vegum ráðuneytis henn-
ar og nýtt lagafrumvarp yrði lagt
fram haustið 2016.
Taldi að málinu væri lokið
„Ég taldi að málinu væri lokið
með úrskurði ráðherra í vor, þar
sem hún hafnaði tillögu ráðsins um
að svipta mig starfsréttindum. Ég
hélt að ég fengi vinnufrið fyrir end-
urskoðendaráði a.m.k. þar til alls-
herjarendurskoðun laga um endur-
skoðendur er lokið,“ sagði
Guðmundur í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Annað hefði komið á daginn.
„Blekið var varla þornað á úrskurð-
inum þegar ráðið lét að nýju til skar-
ar skríða,“ sagði Guðmundur, „bæði
endurskoðendaráð og ráðherra hafa
sagt að með því að vísa máli til ráð-
herra sé máli lokið. Svo hengja þeir
sig á það, með því að vísa í 22. grein
laga um endurskoðendur og skrökva
því upp á mig að ég hafi neitað að
sýna gögn. Það hefur komið berlega
fram í öllum mínum málflutningi að
ég neitaði að sýna gögn, einvörð-
ungu á þeim forsendum að ég tel
ekki löglegt að styðjast við al-
þjóðlega endurskoðunarstaðla við
gæðaeftirlit.“
Veitti sér heilbrigðisvottorð
Hann segir að í bréfaskiptum
hans og endurskoðendaráðs komi
fram að ráðið hafni því að það kynni
að vera vanhæft til að fjalla hlutlaust
um mál varðandi hann eftir það sem
á undan var gengið og hafi veitt
sjálfu sér heilbrigðisvottorð um fulla
og óskoraða hæfni sína. Jafnframt
hafi ráðið kosið að beita að vissu
marki ósannindum með því að slíta
úr samhengi ummæli hans og fá út
allt aðra niðurstöðu en rétt sé.
Aðspurður hvernig hann hyggist
bregðast við þessari boðun endur-
skoðendaráðs, sagði Guðmundur: „Á
þessari stundu veit ég það hreinlega
ekki. Ég fékk bara formlega boðun
um þetta í gær frá félaginu mínu. En
ég lít á þetta sem valdníðslu endur-
skoðendaráðs á hæsta stigi og heift-
in í minn garð blasir við.
Því verður vart trúað að það sé
vilji löggjafans að stjórnsýsluverk-
færi þess vinni á þeim nótum sem
hér hefur orðið.“
Ætti að gera hlé á eftirlitsvinnu
Guðmundur rifjar upp grein sem
Stefán Svavarsson, löggiltur endur-
skoðandi og dósent við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands,
skrifaði í tímarit endurskoðenda árið
2013. Þar sagði Stefán m.a.: „Þykir
þeim sem hér ritar full ástæða til
þess að gera hlé á umræddri eft-
irlitsvinnu, að minnsta kosti á meðan
hvorki er sátt um lagalega stöðu al-
þjóðlegra staðla né framkvæmd eft-
irlitsvinnunnar.“
Þetta er valdníðsla á hæsta stigi
Endurskoðendaráð boðar Guðmund Jóelsson, löggiltan endurskoðanda, í gæðaeftirlit á nýjan
leik Viðskiptaráðherra hafnaði tillögu ráðsins í vor um að svipta Guðmund starfsréttindum
Morgunblaðið/Júlíus
Endurskoðun Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi til fjörutíu ára, taldi að máli hans væri lokið með
ákvörðun Ragnheiðar Elínar frá því í vor þegar hún hafnaði tillögu ráðsins um að svipta hann starfsréttindum.
„Það óskiljanlegasta af öllu í þessu máli er þó það að
ráðuneytið og aðrir sem málið varðar hafa með öllum
ráðum komið sér undan því að svara þeim grundvall-
arspurningum sem deila þessi snýst um, þ.e. um gildi
alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna á Íslandi,“ segir
Guðmundur. „Eins og ítrekað hefur komið fram orðaði
nefnd á vegum viðskiptaráðherra á sínum tíma þetta
svo: „Nefndin telur að óvissa sé um lagalegt gildi al-
þjóðlegra endurskoðunarstaðla og því nauðsynlegt að
efnahags- og viðskiptaráðuneyti kanni hvort þeir hafi
verið innleiddir með fullnægjandi hætti. Ástæða þessarar óvissu snýr
einkum að þýðingu, skuldbindingargildi og formlegri birtingu staðlanna.“
Óvissa um lagalegt gildi
ÁGREININGUR UM ALÞJÓÐLEGA ENDURSKOÐUNARSTAÐLA
Guðmundur
Jóelsson
Hörður Pálsson, bak-
arameistari á Akra-
nesi, lést á Landspítala
við Hringbraut í
Reykjavík 15. sept-
ember síðastliðinn, 82
ára að aldri.
Hörður fæddist á
Skagaströnd 27.3. 1933
og ólst upp á Sauð-
árkróki. Foreldrar
hans voru Páll Svein-
björnsson, f. 8.3. 1909,
d. 3.6. 1970, bifreiða-
stjóri á Sauðárkróki,
og Sigrún Ásbjörg
Fannland, f. 29.5. 1908,
d. 14.3. 2000, skáldkona.
Eftir fermingu var Hörður á síld í
eitt sumar. Hann lærði bakaraiðn
hjá Guðjóni Sigurðssyni, bak-
arameistara á Sauðárkróki, lauk
sveinsprófi á tvítugsafmælisdeg-
inum sínum og stundaði framhalds-
nám í bakstri í Þrándheimi í Noregi
1953-54.
Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauð-
árkróksbakaríi til 1958, tók þá við
rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á
Akranesi og rak hana 1958-63. Þá
keypti hann bakaríið, breytti nafni
þess í Harðarbakarí og starfrækti
það til 1998.
Hörður var einn af stofnendum
Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauð-
árkróki, en það sameinaðist ung-
mennafélaginu Tinda-
stóli 1948.
Hann æfði og keppti
í frjálsum íþróttum, sat
síðar í knattspyrnuráði
Akraness og var for-
maður þess 1988-89.
Hörður gekk ungur í
stúku, var æðsti templ-
ar stúkunnar Gleym-
mérei á Sauðárkróki,
starfaði í stúkunni Ak-
urblóminu á Akranesi
og sat lengi í stjórn
Stórstúku Íslands.
Hörður söng í
kirkjukór Sauðárkróks
og síðan í kirkjukór Akraness. Hann
stofnaði, ásamt þremur öðrum,
Skagakvartettinn, 1967 og starfaði í
Oddfellow-reglunni frá 1960.
Hörður var bæjarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-
86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla
Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilis-
ins Höfða og var stjórnarformaður
Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og
Ellert á Akranesi 1994-2008. Hann
var sæmdur fálkaorðunni 2003.
Eftirlifandi eiginkona Harðar er
Inga Þórey Sigurðardóttir, f. 12.7.
1933. Þau eiga fjögur börn og 13
barnabörn.
Útför Harðar verður frá Akra-
neskirkju fimmtudaginn 24. sept-
ember kl. 11.
Andlát
Hörður Pálsson