Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Er Miklavatn að breytast í Mikla-
fjörð, voru þær hugsanir sem flugu í
gegnum huga minn er ég heimsótti
æskuslóðirnar um daginn.“
Þannig hefst grein sem Kristín
Sigurjónsdóttir á Siglufirði ritar ný-
verið á vefinn siglo.is um Miklavatn í
Fljótum. Greinina nefnir hún „Er
Miklavatn að hverfa?“ og rifjar upp
bernskuminningar úr Fljótum þegar
hún dvaldi þar mörg sumur við vatn-
ið í sumarbústað foreldra sinna, Ás-
dísar Gunnlaugsdóttur og Sigurjóns
Jóhannssonar skipstjóra. Sigurjón
er látinn en Ásdís á enn landið, sem
er spilda úti á Borgarnesi í landi
Víkur í Haganesvík, en þar ólst Sig-
urjón upp.
Sandauðn langt út í vatn
Eftir að hafa vitjað bústaðarins í
sumar segist Kristín hafa ákveðið að
skrifa greinina og birta með nýjar og
gamlar myndir, sem sýna vel breyt-
inguna á vatninu frá árum áður. Bú-
staður fjölskyldu hennar er vestan
við vatnið, beint á móti Hraunum.
„Sá ég þá þær gríðarlegu breyt-
ingar sem átt hafa sér stað undan-
farin ár. Ósinn, sem ávallt var aust-
an megin við Stakkgarðshólma,
hafði breytt sér fyrir nokkrum árum
og fært sig að landi Víkur. Var þá
ekkert hægt að ganga fram á mal-
arkambinn sem við krakkarnir höfð-
um sem leiksvæði á uppvaxtarár-
unum. Síðan var ósnum breytt af
mannavöldum fyrir um tveimur ár-
um og er staðsettur núna vestan
megin við Stakkgarðshólma,“ ritar
Kristín í grein sinni.
Hún segir breytingar á ósnum
hafa haft mikil áhrif. Þar sem áður
hafi verið vatn sé nú sandauðn langt
út í vatnið. Þar sem áður hafi verið
gjöful svæði til að veiða silung, urr-
iða og sjóbirting, á stöng eða í net,
séu núna sandflákar.
„Malarkamburinn er horfinn og
er núna sandur þar sem sjórinn á
greiðan aðgang í gegn við stórbrim.
Mikið landrof hefur einnig orðið við
Grafarbakkana sjávarmegin á Borg-
inni og hefur mikið land horfið fyrir
ágangi sjávar þessa áratugi sem
liðnir eru frá barnæsku minni,“
skrifar Kristín ennfremur.
Áhrif á veiði og æðarvarp
Í samtali við Morgunblaðið segir
Kristín greinina fyrst og fremst
hugleiðingar leikmanns, hún sé
hvorki land- né jarðfræðingur en
augljóslega sé Miklavatn ekki það
vatn sem hún ólst upp við. Áður hafi
það verið stórt og mikið en standi
vart undir nafni lengur. Landbrotið
undanfarin 20 ár hafi verið gríðar-
legt og breytingarnar lyginni lík-
astar. Ekki sé aðeins engin veiði í
hluta vatnsins heldur hafi æðarvarp
einnig snarminnkað á stóru svæði
við það.
„Ég er ekki viss um að fólk sem á
leið um Fljótin átti sig á þessu því
því vatnið sést ekki svo vel frá veg-
inum, helst er hægt að átta sig á
þessu ofan frá veginum við Hraun sé
fólk kunnugt svæðinu. Það sem veld-
ur mér mestum áhyggjum er mal-
arkamburinn, sem áður var hár og
breiður en er núna orðinn sandeiði á
milli hafs og vatns. Það er nánast
engin vörn þar sem gamli ósinn var
áður,“ segir Kristín, sem setur jafn-
framt spurningarmerki við þá breyt-
ingu á ósnum sem varð af manna-
völdum fyrir um tveimur árum.
Síðan þá hafi orðið til þetta sandeiði.
Telur Kristín að með sama áfram-
haldi heyri Miklavatn sögunni til og
sjórinn gangi á lagið með tíð og tíma.
Litlar sem engar rannsóknir hafa
farið fram á lífríki Miklavatns á und-
anförnum árum. Í sjávarlónaskrá dr.
Agnars Ingólfssonar frá árinu 1990
er Miklavatn talið upp sem sjávarlón
með lagskiptri seltu. Í skýrslu Orku-
stofnunar árið áður kom fram að
dýpt vatnsins væri að jafnaði 10,5 m
og mesta dýpið 23 m. Ljóst þykir að
síðan þá hefur vatnið að hluta
grynnst verulega, einkum vestan
megin.
Náttúrufræðistofa Kópavogs
rannsakaði vatnið árið 1998, í sam-
starfi við Veiðimálastofnun, Háskóla
Íslands og Hólaskóla. Var það hluti
af umfangsmiklu vatnaverkefni, þar
sem um 60 vötn hér á landi voru
skoðuð.
Veiðimálastofnun til í rann-
sóknir fáist til þess fjármagn
Samkvæmt upplýsingum frá þess-
um aðilum hefur vatnið ekki verið
rannsakað aftur og engar beiðnir um
slíkt borist. Einn viðmælandi blaðs-
ins benti á að samkvæmt núverandi
ástandi vatnsins væri Veiðimála-
stofnun helsti eftirlitsaðili en breytt-
ist Miklavatn í fjörð væri málið kom-
ið á borð Hafrannsóknastofnunar!
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Veiðimálastofnunar, segir Miklavatn
að mörgu leyti sérstakt vatn; lag-
skipt sjávarlón með söltum sjó undir
ferskvatninu. Dæmi séu um sjávar-
lón sem hafi opnast og lokast á víxl
og bendir Sigurður á Höfðavatn á
Höfðaströnd í því sambandi.
„Við höfum fylgst með Fljótaánni
en ekki vatninu sjálfu. Komi beiðnir
um það munum við finna leiðir til
þess, landeigendur við vatnið yrðu
að hafa forgöngu um það,“ segir Sig-
urður og bendir á að til séu sjóðir til
að styrkja landeigendur við mót-
vægisaðgerðir og tengdar rann-
sóknir.
„Það þyrfti að skoða hvort sjórinn
sé að brjóta þarna rifið og hvað sé að
gerast í lífríki vatnsins. Þarna þyrftu
nokkrir aðilar að koma að málum og
það mun ekki standa upp á okkur.
Við höfum hins vegar ekki burði til
að ráðast í miklar rannsóknir án
þess að fá til þess fjármagn,“ segir
Sigurður ennfremur.
Stendur vart undir nafni lengur
Er Miklavatn í Fljótum að hverfa? Miklar breytingar hafa orðið á vatninu í seinni tíð Ósnum
breytt af mannavöldum fyrir tveimur árum Vatnið hefur lítið verið rannsakað á seinni árum
Fljótin Miklavatnið séð af Haganesi nú, í landi Víkur. Myndin til vinstri sýnir útsýnið til norðurs, áður var þarna malarkambur. Til hægri sést inn Fljótin. Áður náði vatnið að grasbökkunum.
Ljósmynd/Úr einkasafni Kristínar Sigurjónsdóttur
Miklavatn Sigurjón Jóhannsson vitjar neta fyrir 48 árum, ásamt tveimur
barna sinna, Jóhanni og Herdísi. Malarkamburinn í baksýn er horfinn núna.
Ljósmyndir/Kristín Sigurjónsdóttir
Loftmyndir ehf.
Fljótin
Miklavatn
Siglufjörður
Fljótavík
Höðnuvík
Fljót
Haganesvík
Gæðasmíði og framúrskarandi þjónusta alla leið inn á þitt heimili
Eldhúsinnréttingar
GÆ
ÐI–
KUNNÁTTA
–
SVEIGJANLEIKI Funahöfða 19 | sími 577 1600 | gks.is