Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Haustblær Gróðurinn skartar sínu fegursta nú þegar laufin eru orðin gul
og rauð og sýna sína sönnu liti eftir að blaðgrænan dró sig í hlé.
Eggert
Bréf nr. 2 til
Bjarna Benedikts-
sonar:
Sæll Bjarni.
Eins og þú manst
skrifaði ég þér opið
bréf í lok maí um
minnisglöp embættis-
manna þinna á fundi
stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Al-
þingis í vor um störf
stýrinefndar Stein-
gríms J. Sigfússonar um samninga
við erlenda kröfuhafa.
Minnisglöp eru ekki það eina
sem er að. Reynsla mín af skjala-
meðferð þeirra í fjármálaráðuneyt-
inu er að þar virðist ástæða til at-
hugana og rannsóknar. Hér ætla
ég að fjalla um nokkur atriði sem
kalla á athafnir af þinni hálfu þótt
ýmis þessara atvika hafi átt sér
stað á vakt Steingríms Joð.
Fyrst ætla ég að nefna viðleitni
mína við að afla gagna á árunum
2011 til 2013. Áður hef ég fjallað
um viljaleysi þessara embættis-
manna til að aðstoða og leiðbeina
við þá gagnaöflun eins og þeim ber
samkvæmt stjórnsýslulögum. Fór
svo að ég þurfti að leita atbeina
Úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál til að fá gögn.
Fúsk eða fals?
Nú mun ég fjalla um það hvern-
ig af vanrækslu, fúski eða ein-
hverju verra var misfarið með
skjöl og afhendingu þeirra.
Fyrsti úrskurður nefndarinnar
er nr. 436 / 2012, úrskurðurinn
sem staðfesti tilvist „dauðalistans“
hjá Nýja Kaupþingi. Í þeim úr-
skurði getur að lesa eftirfarandi:
„Í skýringum fjármálaráðuneyt-
isins til úrskurð-
arnefndarinnar, dags.
28. júní 2012, kemur
fram í tilefni af fyr-
irspurnum nefnd-
arinnar, að tiltekinn
viðauki við samning-
inn sem vitnað er til í
8. gr. hans hafi ekki
fylgt því eintaki af
samningnum sem sé
til í ráðuneytinu. Við-
aukinn sé því ekki fyr-
irliggjandi hjá ráðu-
neytinu. Nánar
tiltekið er um að ræða
viðauka sem vísað er til í 8. gr.
samningsins og mun innihalda
upplýsingar um mat á verðmæti
þeirra eigna eða réttinda sem m.a.
skal byggt á við uppgjör milli
bankanna, þ.e. verðmæti á svo-
nefndum „Ring-fenced Assets“ en
það hugtak er notað um umræddar
eignir í samningnum. Úrskurðar-
nefnd um upplýsingamál telur ekki
tilefni til að rengja þá fullyrðingu
fjármálaráðuneytisins að þessi við-
auki sé ekki fyrirliggjandi hjá því.“
Hér er fyrsta dæmið um fúsk eða
vanrækslu þinna manna, Bjarni,
sem voru þá á vaktinni fyrir Stein-
grím.
Næst er til að taka úrskurð Úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál
nr. 510 / 2013. Með þeim úrskurði
mælti nefndin fyrir um það að mér
skyldu afhentar fundargerðir stýri-
nefndar Steingríms um samninga
við kröfuhafa föllnu bankanna.
Þegar ég fékk gögnin afhent
kom í ljós að nokkuð vantaði upp á
full skil. Fyrst er til að taka að
fundargerðir 1. og 13. fundar
nefndarinnar voru ekki sagðar til í
ráðuneytinu, ekki var upplýst
hvort þær hefðu týnst eða aldrei
verið ritaðar. Þá var fundargerð
28.7. 2009 um fund með erlendum
kröfuhöfum tóm að efni. Þrátt fyr-
ir ítrekun stjórnskipunar og eft-
irlitsnefndar Alþingis hafa þessar
fundargerðir ekki fundist, að sögn
þinna manna.
Hægt að bæta úr
Ég tel að þú getir látið bæta úr
því með einföldum hætti. Í 2. fund-
argerðinni kemur fram að þar hafi
verið mættur Guðmundur Árnason
ráðuneytisstjóri og gert grein fyrir
fyrsta fundi nefndarinnar. Ég tel
einboðið að þú felir Guðmundi
ráðuneytisstjóra að bæta úr þessu
og skrifa minniblað um 1. fund
nefndarinnar og 13. fund svo þessi
skjöl verði í skjalasafninu, sömu-
leiðis fundinn 28.7. Með því gæfist
Guðmundi tækifæri til að bæta úr
vanrækslu. Fleiri núverandi starfs-
menn þínir voru á fundunum og
gætu hjálpað. Með úrbótum þeirra
gætir þú ef til vill sleppt að
áminna þá !
Skrýtin ljósritun
Fleira reyndist ábótavant við
skil á þessum fundargerðum. Við
lestur fundargerðar um fund frá
1.7. 2009 sýndist sem fundurinn
hefði endað stuttaralega. Sam-
kvæmt skilum fjármálaráðuneyt-
isins var fundargerðin rúmlega
hálf bls. í skrýtnu ljósriti og endaði
einkennilega. Ég leitaði eftir því
við ráðuneytið hvort þetta væri
rétt svona eða hvort um mistök
kynni að vera að ræða. Svar ráðu-
neytisins var skýrt, engin mistök
þetta er fundargerðin.
Þar sem ég taldi vegna efnis-
samhengis að upp á vantaði leitaði
ég aftur til Úrskurðarnefndarinnar
um aðstoð. Var mér bent á að úr-
skurðir nefndarinnar væru aðfar-
arhæfir og giltu gagnvart öllu
stjórnkerfinu þar sem gögn væri
að finna. Benti skrifstofustjóri
nefndarinnar mér á að leita at-
beina forsætisráðuneytis um skil
til samanburðar.
Þar kom í ljós önnur útgáfa á
gerð fundarins 1. júlí en sú sem
fjármálaráðuneytið hafði skilað.
Þessar mismunandi útgáfur má
lesa í viðhengi með greininni á
mbl.is. Í framhaldinu fundaði ég
með starfsmönnum forsætisráðu-
neytisins vegna þessa. Fyrir fund-
inn höfðu þeir haft samband við
starfsmenn fjármálaráðuneytis
sem þá fundu allt í einu hina réttu
fundargerð og báru við mistökum í
ljósritun!
Nú er það svo að það sem vant-
aði upp á var hluti af síðu. Það er
flókið að ljósrita eina síðu þannig
að texta neðri hluta vanti. Sýnist
mér að til þess þurfi ásetning. Eft-
ir að ég fékk þessu réttu skil og
var búinn að finna það sem ég leit-
aði að ákvað ég þá að láta kyrrt
liggja.
Nýr ljósritunarvandi
Það sem síðan varð til þess að
ég skrifa þetta bréf til að hvetja
þig til athafna er að síðastliðið vor
sýnist sem þessi „mistök í ljós-
ritun“ hafi endurtekið sig hjá fjár-
málaráðuneytinu við skil á skjali til
stjórnskipunar og eftirlitsnefndar
Alþingis. Þar er á bls. 3 vitnað til
töluliðar 4.2. (b) í skjalinu sem
ekki sýnist hafa ljósritast. Skjalið
fylgir sem viðhengi á mbl.is.
Þegar ég uppgötvaði þetta þótti
mér skörin færast upp í bekkinn.
Eitt er að reyna að „blekkja ræf-
ilinn mig“ hitt er að blekkja Al-
þingi!
Það er rétt að hafa í huga í
þessu samhengi að línan milli
fúsks og fals er mjó. Þar munar
því einu hvort um er að ræða gá-
leysi eða ásetning. Í þessum til-
vikum sýnist mér allt benda til
ásetnings. Það er torvelt að ljós-
rita svo að vanti innan í eða neðan
á síður fyrir mistök.
Léttum leyndinni af
Nú sýnist mér að þú þurfir að
láta hendur standa fram úr ermum
og létta leynd af þessum verkum
Steingríms með hjálp embættis-
manna sem eru þínir í dag. Fram-
hald leyndar verður þér til vand-
ræða.
Það fyrsta sem þú þarft að gera
er að opinbera öll gögn um samn-
inga við skilanefndir/slitastjórnir
gömlu bankanna og hætta að halda
hlífiskildi yfir verkum Steingríms.
Í ljósi gagnsæis og réttra upplýs-
inga eigum við kröfu á að allt verði
opinbert. Þér að segja er ein al-
gengasta spurning sem ég fæ
vegna þessara umræðu:
Af hverju er Bjarni að vernda
Steingrím? Þannig hugsa margir!
Loks er að meta hvort skjöl hafi
verið fölsuð í ráðuneytinu af ráðu-
neytisstjóranum og hans aðstoð-
armönnum. Til þess þarf atbeina
rannsóknaraðila svo að mál verið
útkljáð. Í þeim efnum sýnist mér
að bíði þín ísköld ákvörðun um við-
eigandi meðferð.
Eftir Víglund
Þorsteinsson » Það fyrsta sem þú
þarft að gera er að
opinbera öll gögn um
samninga við skila-
nefndir/slitastjórnir
gömlu bankanna og
hætta að halda hlífi-
skildi yfir verkum Stein-
gríms.
Víglundur
Þorsteinsson
Höfundur er lögfræðingur og fyrrver-
andi stjórnarformaður BM Vallár.
Fúskað í fjármálaráðuneyti
Samkvæmt stjórn-
skipun landsins geng-
ur stjórnarskráin
framar öðrum lögum.
Lagafrumvörpum og
þingsályktun-
artillögum sem eru
lagðar fram í þinginu
sem stríða gegn
stjórnarskránni skal
skýlaust vísað frá á
lagatæknilegum grunni. Laga-
setning hér á landi er ófullnægj-
andi í samanburði við Norð-
urlöndin og fjöldi dómsmála
staðfestir það, nú síðast t.d. Árna
Páls lögin. Ég hef því í sjöunda
sinn lagt fram frumvarp, ásamt
öðrum þingmönnum, um Laga-
skrifstofu Alþingis sem hafi það
hlutverk að samræma reglur um
samningu lagafrumvarpa og und-
irbúning löggjafar. Lagaskrif-
stofan skuli vera til ráðgjafar um
undirbúning löggjafar og skal
einkum líta til þess að frumvörp
standist stjórnarskrá og alþjóða-
samninga. Eftir að hafa verið
þingmaður í rúm sex ár hef ég
sannfærst um að búið sé að vinna
mikið tjón á þinginu innan frá
með sífelldum breytingum á þing-
sköpum undanfarin 10-15 ár. Al-
þingi er komið í öngstræti og
stundum vart starfhæft og er það
mikið áhyggjuefni fyrir þjóðþing
sjálfstæðar þjóðar. Þingmenn
hafa gengið á lagið vegna óskýrra
þingskapa. Lagahyggjan er mikil
– og leysa á öll mál með nýrri
löggjöf um bókstaflega allt. Þá er
ekki verið að huga að „lagabót-
um“ á ýmsum þátt-
um lagakerfis okkar
því sífellt færist það
í aukana að koll-
steypa á sér stað og
heilu lagabálkarnir
eru endurskrifaðir
með fjölmörgum
„laumufarþegum“ og
eldri lögum beinlínis
hent. Hér á ég t.d.
við boðuð ný frum-
vörp um Umboðs-
mann Alþingis og
Ríkisendurskoðun.
Hverjum er verið að þjóna? Hver
biður um slíkt? Ekki verður rætt
hér um áhlaupið sem gert var á
stjórnarskrána á síðasta kjör-
tímabili.
Ég var því afar undrandi þegar
forsætisnefndarmenn og formenn
þingflokka lögðu fram þings-
ályktunartillögu um siðareglur
þingmanna í annað sinn. Þessi
þingsályktunartillaga er mark-
laus þar sem í 47. gr. stjórn-
arskrárinnar segir: „Sérhver nýr
þingmaður skal vinna drengskap-
arheit að stjórnarskránni, þegar
er kosning hans hefur verið tekin
gild“ og í 48. gr. er kveðið skýrt
á um að: „Alþingismenn eru ein-
göngu bundnir við sannfæringu
sína og eigi við neinar reglur frá
kjósendum sínum.“ Er þessum
stjórnarskrárákvæðum fylgt eftir
í lögum um þingsköp Alþingis til
framkvæmda, sbr. 2. gr. „Sérhver
nýr þingmaður skal vinna svofellt
drengskaparheit að stjórn-
arskránni undireins og búið er að
viðurkenna að kosning hans sé
gild, sbr. 47. gr. stjórnarskrár-
innar: Ég undirskrifaður/uð, sem
kosin(n) er þingmaður til Alþing-
is Íslendinga, heiti því, að við-
lögðum drengskap mínum og
heiðri, að halda stjórnarskrá
landsins. Meðan þingmaður hefur
ekki unnið heit samkvæmt þess-
ari grein má hann ekki taka þátt
í þingstörfum.“ Ég veit ekki hver
hefur verið flutningsmönnum til
ráðgjafar í þessu siðareglna-máli.
En eitt er víst að um vanþekk-
ingu er að ræða á stjórnskipun
landsins. Í greinargerð þings-
ályktunartillögunnar er bent á
siðareglur Evrópuráðsþingsins,
sem eru settar fyrir fjölþjóða-
samkomu en ekki þjóðþing hvers
ríkis. Þarna opinberast aftur van-
þekking – að ætla að tefla slíkum
reglum gegn stjórnarskrárvörð-
um réttindum alþingismanna.
Þeir eru einungis bundnir sann-
færingu sinni og Alþingi hefur
engar valdheimildir til að fram-
fylgja slíkum siðareglum. Það eru
landsmenn sjálfir sem endurmeta
umboð og frammistöðu þing-
manna í alþingiskosningum í síð-
asta lagi á fjögurra ára fresti.
Virðing Alþingis verður endur-
heimt þegar þingið sjálft fer í
einu og öllu að stjórnskipun Ís-
lands sem mælt er fyrir um í
stjórnarskrá og fer að sinna
störfum sínum af alvöru.
Alþingi og stjórnskipun Ís-
lands – virðing eða hnignun
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Alþingi hefur engar
valdheimildir til að
framfylgja slíkum siða-
reglum.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og þing-
maður Framsóknarflokksins.