Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Þessa dagana stendur yfir íBakú í Aserbasjan heims-bikarmót FIDE en sigur-vegarinn þar fær keppn- isrétt í áskorendamótinu sem síðar ákveður hver verður áskorandi heimsmeistarans Magnúsar Carl- sen. Alls hófu 132 skákmenn keppni um síðustu helgi en keppn- isfyrirkomulagið býður upp á tveggja skáka einvígi með venju- legum umhugsunartíma. Verði jafnt er gripið til skáka með styttri umhugsunartíma. Og það kemur auðvitað á daginn að spennustigið í styttri skákunum er slíkt að skemmtanagildið eykst stórum og er það auðvitað í takt við hraðann á okkar tímum. Vefurinn Chess24 hefur verið með skemmtilegar streymis-útsendingar frá mótinu þar sem nokkrir af sigurstrangleg- ustu skákmönnunum hafa þegar þurft að taka pokann sinn og eru á heimleið. Skal þar fremstan telja Levon Aronjan sem féll úr keppni í 2. umferð, Boris Gelfand datt strax úr leik, einnig Gata Kamsky og skákdrottningin Hou Yifan. 32 skákmenn voru eftir þegar keppnin hélt áfram á fimmtudag- inn og spennandi einvígi fram- undan: Kramnik gegn Andreikin, Giri gegn Leko, Radjabov gegn Svidler, Nakamura gegn Nepomni- achtchi, Ivanchuk gegn Jakovenko, Grischuk gegn Eljanov svo nokkur dæmi séu tekin. Kínverjarnir og afrek Elj- anovs Þó að Kínverjar hafi unnið opna flokk síðasta ólympíuskákmóts, státi af fremstu skákkonu heims svo fátt eitt sé tínt til, eru menn alltaf að gleyma því að þeir eru hið nýja stórveldi skákarinnar. Vandi Kínverja hefur verið sá að þrátt fyrir frábæran árangur í flokka- keppnum eiga þeir enn eftir að slá í gegn á einstaklingsmótum. Kannski kemur það nú; í Bakú tefla þeir fram sínum bestu mönn- um t.a.m. hinum 16 ára gamla Wei Yi sem margir telja að verði næsti heimsmeistari. Í ljósi þess hve mikið er undir í hverri skák er afrek Úkra- ínumannsins Pavel Eljanov magn- að en hann hefur unnið allar fimm kappskákir sínar. Á fimmtudaginn vann hann fyrri skák sína við Alex- ander Grischuk í æsispennandi skák. Rétt fyrir tímamörkin gat Grischuk unnið. Síðar varð hann að láta drottninguna en gat sennilega haldið jafntefli þegar hann lék sig í mát: Alexander Grischuk – Pavel Elj- anov Katalónsk byrjun 1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Da4 Rbd7 6. Dxc4 c5 7. O-O b6 8. Rc3 Bb7 9. d4 Hc8 10. Dd3 cxd4 11. Rxd4 Bxg2 12. Kxg2 Bb4 13. Rdb5 a6 14. Rd6 Bxd6 15. Dxd6 De7 16. Dd3 b5 17. Bf4 e5 18. Bg5 h6 19. Rd5 De6 20. Bxf6 Rxf6 21. Rxf6 Dxf6 22. Da3! Staðan er býsna jafnteflisleg en Grischuk tekst að skapa sér ýmis færi en tekur ákveðna áhættu líka. 22. … Hc2 23. b3 Dc6 24. Kg1 Dc5 25. Dxa6 O-O 26. a4 Hxe2 27. a5 e4 28. Hae1 Hxe1 29. Hxe1 f5 30. De6+ Kh7 31. Hd1 Hf6 32. Dd5 Dc2 33. Hd2 Dc3 34. Ha2 De1+ 35. Kg2 f4 36. a6 f3 37. Kh3 Hg6 38. Kh4? Afleikur í tímahraki, 38. a7 vinn- ur þar sem 38. …. Dg1 er svarað með 39. Df5! 38. … Db4 39. Kh3 Hg5 40. Df7 Dc5 41. g4 Dc1 42. a7 h5 43. Dxh5 Hxh5 44. gxh5 Dc8 45. Kg3 Da8 46. Ha6 Kg8 47. b4 Kf8 48. Kf4 Ke7 49. Ke3 Kd7 50. Kd4 Kc7 51. Ke3 Kb7 52. Ha5 Kb6 53. Ha3 Kc6 54. Ha5 Kd6 Vandséð er hvernig svartur get- ur unnið eftir 55. Kf4, t.d. 55. … Kd5 56. Hxb5+ Kc4 57. Ha5 Kxb4 58. Ha1! o.s.frv. 55. Kd4?? Dd5+ 56. Ke3 Ke5! – hótar máti á d3 eða d4. Grisc- huk gafst upp. Aronjan, Gelfand og Kamsky úr leik á heimsbikarmóti FIDE Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sem kunnugt er færði Alþingi Hvamms- virkjun aftur í orkunýt- ingarflokk rammaáætl- unar þann 1. júlí síðastliðinn. Í kjölfarið hafa leyfisveitendur virkjunarinnar, Rang- árþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, óskað eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar áum það hvort endur- taka þurfi mat á umhverfisáhrifum, að hluta eða í heild. Nú stendur yfir rýni Skipulagsstofnunar á um- hverfismati virkjunarinnar. Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á því að frestur al- mennings til að koma athugasemd- um á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 28. september næst- komandi. Afar mikilvægt er að sem flestar hliðar málsins komi fram, svo ferli samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nái tilgangi sín- um. Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbún- ingi virkjunarinnar. Virkjunin verð- ur staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkj- unar, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir sex afl- stöðvar sem virkja kraft þessara tveggja vatnsfalla. Hvamms- virkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búr- fellsvirkjunar, frá svo- kölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóð- insey austan við Þjórs- árholt. Verkefnastjórn 2. áfanga ramma- áætlunar flokkaði Hvammsvirkjun á sínum tíma í orkunýtingarflokk og mælti með að virkjunin fengi fram- gang. Mat á umhverfisáhrifum lá fyrir árið 2003, en samkvæmt lögum þurfa leyfisveitendur, ef fram- kvæmdir hefjast ekki innan 10 ára, að fá ákvörðun Skipulagsstofnunar um það hvort umhverfismat haldi gildi sínu eða að forsendur hafi breyst þannig að endurskoða þurfi matsskýrslu að hluta eða öllu leyti. Helstu breytingar sem hafa verið gerðar á virkjuninni frá 2003 eru eft- irfarandi: flatarmál lóns hefur minnkað um 15% og rúmmál um 25%, flóðvar hefur verið sett í stíflu- mannvirki, stöðvarhús rís fimm metra yfir land í stað 18 metra áður, gert er ráð fyrir tveimur hverflum í stað eins og byggð verður sérstök seiðafleyta fyrir niðurgönguseiði. Síðan mat á umhverfisáhrifum fór fram hefur stöðugt verið unnið að rannsóknum á fiskistofnum árinnar og hefur þekking okkar á þeim auk- ist verulega. Meðal annars er nú til nokkuð nákvæmt mat á stofnstærð laxa í ánni og veiðiálag er þekkt. Mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003, ásamt sérfræðiskýrslum og öðrum fylgigögnum sem tengjast matinu, má nálgast á landsvirkj- un.is. Allar hliðar komi fram Eftir Óla Grétar Blöndal Sveinsson » Frestur almennings til að koma at- hugasemdum á fram- færi við Skipulags- stofnun er til og með 28. september næstkom- andi. Óli Grétar Blöndal Sveinsson Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Nýja haustlínan er komin í verslanir Sölustaðir: Hagkaup • Debenhams • Intersport • Jói Útherji • Herrahúsið • Karlmenn • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Bjarg – Akranesi • Pex – Reyðarfirði og Neskaupsstað • Joe´s – Akureyri • Axeló – Vestmannaeyjum Sportbær Skóbúð – Selfossi • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag Skagfirðinga • Siglósport – Siglufirði K-Sport – Keflavík • Verslunin Tákn – Húsavík • Barón – Selfossi • Sentrum – Egilsstöðum Blómsturvellir – Hellissandi • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Ísafirði • Efnalaug Dóru – Höfn Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is mbl.is/askriftarleikur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.