Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 28

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 GARÐATORGI 7 210 GARÐABÆ Sími : 545-0800 gardatorg@gardatorg.is www.gardatorg.is Þóroddur S. Skaptason lögg. fasteignasali Góður húsakostur: 139.3 m2 íbúðarhús, 30 fm gestahús. 32 hesta hesthús og reiðskemma. Jörðin er vel gróin, tún og beitiland. Möguleiki á sumarhúsalóðum við Hrútsvatn. Fallegt útsýni m.a. til Heklu og Eyjafjallajökuls. Allar nánari uppls. veitir Þóroddur lögg.fasteignasali í síma 868 4508 thoroddur@gardatorg.is Jörðin Ásmúli í Ásahreppi RangárvallasýsluFASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali. Kvistaland- Fossvogi Eign í sérflokki á einum eftirsóttasta stað á höfuðborgarsvæðinu Glæsilegt 238,5 fm einbýlishús á einni hæð neðst í Fossvoginum að meðtöldum 31,5 fm bílskúr. Hús og lóð hafa nýlega verið endurnýjuð (2006-2015) á mjög fallegan og smekklegan hátt. Telma B. Friðriksdóttir, innanhússarkitekt hannaði breytingar að innan, lóðin var hönnuð af landslagsarkitektunum Ingu Rut Gylfadóttur og Björk Guðmundsdóttur (FÍLA) og Baldur Svavarsson, arkitekt hannaði breytingar á bílskúr og vinnurými. Stofa er opin og björt með stóra og síða glugga sem snúa til suðurs, vesturs og norðurs. Stórt og bjart eldhús með vel skipulögðu vinnuumhverfi. 4-5 svefnherbergi. Hellulögð bílastæði með stæði fyrir 4 bíla. Einstök staðsetning, innst í lokaðri götu, ofan götu. Mikil kyrrð og veðursæld. Hinn 27. júlí s.l. sendi ég tölvubréf það sem hér fer á eftir til Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra: „Komdu sæl Eygló. Ég leita til þín sem félagsmálaráðherra vegna nýlegra fregna þess efnis að fyrir- hugað sé að veita hér hæli talsverðum fjölda flóttamanna á næstu árum. Spurn- ing mín er sú hvort stjórnvöld hafi hugað að því að velja fremur kristna hælisleitendur en menn úr öðrum trúflokkum. Ég spyr ekki vegna þess að ég sé svo sannkristinn sjálf- ur, heldur þykir mér einsýnt að kristið fólk muni samlagast íslensku samfélagi betur en fólk úr öðrum trúarhópum. Einnig er ljóst að nóg ætti að vera af kristnum hælisleit- endum þar sem kristnir menn sæta nú ofsóknum víða um heim.“ Rétt er að undirstrika að bréf þetta var ritað áður en sú flóðbylgja flóttamanna skall á, sem nú er helsta fréttaefni fjölmiðla. Bréfinu var ekki svarað. Hinn 13. ágúst sendi ég eftirfarandi tölvubréf til biskupsskrifstofu: „Til skrifstofu biskups. Fyrir nokkru sendi ég meðfylgj- andi fyrirspurn til félagsmálaráð- herra. Ekkert svar hefur borist. Fróðlegt væri að vita hvort tals- menn Þjóðkirkjunnar hafa látið þetta mál til sín taka með ein- hverjum hætti.“ Samdægurs fékk ég persónulegt svar frá biskupi, Agnesi Sigurð- ardóttur, þar sem hún þakkaði mér fyrir að taka þetta mál upp við fé- lagsmálaráðherra. Vissulega væri þörf á því að minna á að kristnir menn sæti ofsóknum víða um heim, ekki síst í því landi sem flóttamenn kæmu nú frá. Mér fannst svar biskups lofa góðu. Af síðari yfirlýsingum for- svarsmanna þjóðkirkjunnar er hins vegar ljóst, að kirkjunnar menn vilja ekki gera greinarmun á hæl- isleitendum eftir trúflokkum. Er það í samræmi við yfirlýsta stefnu Evrópusambandsins sem Íslend- ingum verður líklega sagt að fylgja, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Umburðarlyndi telst til mann- kosta hér á landi, og með vísan til þess gæti farið svo að hingað yrði boðið ýmsum sem ekk- ert umburðarlyndi hafa gagnvart þeim sem að- hyllast aðra trú en þeir sjálfir. Afleiðingarnar gætu orðið býsna alvar- legar. Frændur okkar Norðmenn hafa nokkra reynslu í þessum efn- um. Árið 2007 kom út bók um innflytjenda- mál eftir norska blaða- manninn Hege Stor- haug sem býr yfir sérþekkingu á þessum málaflokki. Bókin var þýdd á íslensku og hlaut nafnið „Dýrmætast er frelsið“. Ég er þeirrar skoðunar að allir sem fjalla um innflytjendamál ættu að kynna sér þessa bók. Í Morgunblaðinu 13. september var þessi spurning lögð fyrir nokkra vegfarendur: „Hvað finnst þér að Íslendingar eigi að taka við mörgum flóttamönnum?“ Eitt svarið valdi at- hygli mína: „Engum. Ég er frá Sví- þjóð. Þetta kostar meira en við höldum.“ Ég hef grun um að konan sem svaraði hafi ekki aðeins átt við fjárhagslegan kostnað. Svíar hafa meiri reynslu af þessu en við. En hver er reynsla okkar af að- lögun þeirra sem þegar hafa fengið hér hæli? Ef dæma skyldi eftir fréttum í blöðum og útvarpi er sú reynsla jákvæð og vandræðalaus. En manna á milli ganga sögur af öðru tagi, og sumar þeirra hef ég frá fyrstu hendi. Þær benda til þess að fólk sem hefur allt önnur lífs- viðhorf en við eigum að venjast og lætur stjórnast af þröngum trúar- skoðunum, geti átt erfitt með að að- lagast íslensku samfélagi eða vilji það hreinlega ekki. Fréttir af þessu tagi eiga ekki upp á pallborðið í fjöl- miðlum, líklega vegna pólitísks rétt- trúnaðar sem í vaxandi mæli er orð- inn hemill á málfrelsi hérlendis. Stjórnvöld ættu að huga að þessu vandamáli áður en það er um sein- an. Spurning sem ekki var svarað Eftir Þorstein Sæmundsson Þorsteinn Sæmundsson » Væri ekki skyn- samlegt að taka tillit til þess að kristið fólk samlagast íslensku þjóðfélagi betur en fólk úr öðrum trúarhópum? Höfundur er stjörnufræðingur. Þann 10. sept- ember sl. birti Morg- unblaðið opnuviðtal við Guðmund Inga Ásmundsson, for- stjóra Landsnets, í tilefni af því að fyr- irtækið hefur sent frá sér kerfisáætlun til næstu 10 ára. Land- vernd óskar fyrirtæk- inu til hamingju með þann áfanga en hefur margt að at- huga við áætlunina sjálfa og ákveðin atriði í máli forstjórans. Í þessari grein er ekki tækifæri til að fara yfir það allt, aðeins að drepa á nokkrum atriðum. Stóriðjan veldur en almenningur borgar Það sem stingur einna mest í augu er að forstjóri Landsnets kemst í gegnum opnuviðtal án þess að nefna stóriðjuna, bleika fílinn í stofunni, einu nafni. Aftur á móti talar hann um að styrkja þurfi raforkuflutn- ingskerfið fyrir almenning og að byggðalína standi eðlilegri atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Ekkert er fjær sanni. Í fyrsta lagi snúast fyrirætlanir Landsnets ekki um styrkingu núver- andi byggðalínu, þótt því sé oft hald- ið fram í umræðunni, heldur bygg- ingu nýrra 220 kV lína við hlið hennar. Slíkar línur þekkjum við t.d. af Hellisheiðinni. Í öðru lagi er nú- verandi byggðalína fyllilega nógu öflug fyrir almenna notkun í landinu ef ekki væri fyrir stóriðjuna. Al- menn raforkunotkun er innan við 20% af allri raforkuframleiðslu í landinu. Ástæður fyrir flökti í kerf- inu og tímabundnum rafmagns- skorti, „grillun“ heimilistækja o.þ.h. eru truflanir sem verða þegar út- sláttur verður hjá álverunum. Kerf- isáætlun er fyrst og fremst ætlað að bregðast við þessu með því að tengja stórvirkjanir og stóriðju, annars vegar á Norður- og Austurlandi og hinsvegar á Suður- og Suðvestur- landi. Tvær meginhugmyndir eru í gangi, svokölluð T-tenging frá Blönduvirkjun til Fljótsdals og yfir Sprengisand og hringtenging með- fram núverandi byggðalínu. Forstjóri Landsnets nefnir óhjá- kvæmilegar gjaldskrárhækkanir vegna nýrra flutningsmannvirkja og að þessar hækkanir verði meiri en ella ef ekki verður farið yfir Sprengi- sand. Landsnet ætlar sem sagt al- menningi (þolendum) að borga fyrir styrkingu flutningskerfisins sem er gerð fyrir stóriðjuna! Það er óásætt- anlegt. Ef stóriðjuverin í landinu þurfa nýjar há- spennulínur eiga þau skilyrðislaust sjálf að greiða fyrir þær. Þá á ekki að einblína á ódýr- ustu lausnir heldur þær sem eru ásættanlegar fyrir náttúruna og aðra þolendur, s.s. ferðaþjón- ustuna og heimamenn. Sveiflur í afrennsli hluti af breytileika náttúrunnar Forstjóri Landsnets talar um vatnsskort undanfarin ár og að skerða hafi þurft raforkuafhendingu þess vegna. Í því samhengi nefnir hann að alvarlegir hnökrar séu komnir á rafvæðingu fiskimjölsverk- smiðjanna fyrir austan. Landvernd fagnar því auðvitað að dregið sé úr olíubruna á landinu. Tímabundinn orkuskortur er þó alls ekki sjálfsögð forsenda þess að rjúka í nýjar virkj- anir eða stórkostlega uppbyggingu flutningskerfisins eins og forstjórinn gefur í skyn. Sala á raforku til fiski- mjölsverksmiðjanna – sem nota bene þurfa á mestri orku að halda á vorin þegar minnst er af henni vegna lágrar vatnsstöðu í uppistöðu- lónum – mun aldrei standa undir gríðarlegri fjárfestingu í nýju flutn- ingskerfi. Skerðing afhendingar raf- orku er byggð inn í alla samninga við stóriðjuna enda er hún ekki að kaupa 100% trygga orku á fullu verði. Það er eðlilegt þegar gert er út á breytilega náttúru að bregðast við með því að draga úr framleiðslu þegar illa árar. Bændur skera niður bústofninn eða kaupa hey þegar heyfengur er lítill. Umhverfiságóði rafvæðingarinnar fer auk þess fyrir lítið ef hún kallar á línu yfir víðerni miðhálendisins, yfir Sprengisand. Orkudreifing og orkuflutningur Forstjóri Landsnets virðist gera lítinn greinarmun á orkudreifingu og orkuflutningum og mannvirkjum til þessara nota. Hann talar um sam- tal og samráð við fólkið og að hér á landi sé gengið mjög langt í jarð- strengjavæðingu. Þar er hann þó fyrst og fremst að vísa til jarð- strengjalagna RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða. Þessi fyrirtæki eru að dreifa orku til notenda með 11 kV línum sem ódýr- ara er að leggja í jörð en í lofti. Landsnet er aftur á móti að flytja orku á hárri spennu milli landshluta. Fyrirtækið hefur vissulega lagt ein- hverja strengi á 66 kV undanfarin ár en lítið byggt upp í meginflutnings- kerfinu m.a. vegna þess að engin sátt er um stefnu eða vinnubrögð fyrirtækisins. Almenningur og sveit- arstjórnir vilja að sem mest af há- spennulínum (132 – 220 kV) verði sett í jörð, en fyrirtækið hefur þrjóskast við án fullnægjandi rök- stuðnings. Í því samhengi er vert að rifja upp að eina óháða skýrslan um jarð- strengi á hárri spennu hér á landi, er skýrsla kanadíska ráðgjafafyrirtæk- isins Metsco sem unnin var fyrir Landvernd (Metsco Energy Sol- utions 2013. Comparison of Under- ground and Overhead Transmission Options in Iceland, 132 and 220 kV). Þar kemur fram að kostnaður 132 kV jarðstrengja yfir líftíma þeirra sé sá sami og 132 kV loftlína og að líf- tímakostnaður 220 kV jarðstrengja sé einungis 25% hærri en sambæri- legra loftlína. Stofnkostnaður jarð- strengja er hins vegar umtalsvert hærri en loftlína á sömu spennu. Til- boð sem Landsnet fékk í efni og vinnu við lagningu 132 kV jarð- strengs frá Njarðvík til Helguvíkur staðfesta niðurstöðu Metsco. Kostn- aðarmat sem Landsnet hefur birt um lagningu 220 kV jarðstrengja er hinsvegar órafjarri nýlegum erlend- um reynslutölum. Bjartsýn áætlun Óskalausn Landsnets í uppbygg- ingu raforkuflutningskerfisins er áð- urnefnd T-tenging. Þar er fyrir- tækið með hugmyndir um 50 km jarðstreng til að mæta umhverfis- kröfum og telur að koma megi slíkri tengingu í gagnið á fimm árum að lágmarki. Þetta er mikil bjartsýni því ljóst er að umhverfis- og útivist- arsamtök, fyrirtæki og samtök í ferðaþjónustu munu berjast alla leið gegn línu yfir Sprengisand, líka með 50 km jarðstreng. Leiðin yfir Sprengisand er 200 km löng og ef hún fer öll í jörð, sem er sjálfsögð krafa, kostar T-tenging svipað og hringtenging. Með þessu er ég ekki að segja að Landvernd geti sætt sig við jarðstreng yfir Sprengisand eða að mæla hringtengingu bót, heldur einfaldlega að draga fram valkosti. Landvernd vinnur nú að ítarleg- um athugasemdum við kerfisáætlun Landsnets og umhverfisskýrslu hennar. Kerfisáætlun og bleiki fíllinn Eftir Snorra Baldursson » Landsnet ætlar al- menningi að borga fyrir styrkingu flutn- ingskerfisins sem er gerð fyrir stóriðjuna. Snorri Baldursson Höfundur er formaður Landverndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.