Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolla- dóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. Sunnudagaskóli í Safnaðarheim- ilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. AKURINN | Samkoma kl. 14. Söng- hópurinn 17 söngvarar frá Færeyjum tekur þátt. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu. Í messunni verður tek- ið við fjárframlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar sem í samstarfi við al- þjóðleg hjálparsamtök kirkna veitir neyðaraðstoð vegna stríðsátakanna á Sýrlandi. Sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir þjónar. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Kristinu Kalló Szklenar organista. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Linda Jóhannsdóttir djákni sér um samverustund sunnudagskólans, Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Ás- kirkju leiðir söng. Organisti Magnús Ragnarsson. Safnað fyrir Hjálparstarf kirkjunnar til styrktar flóttafólki. Kaffi eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón með stundinni hafa Fjóla, Guð- mundur Jens og Jón Örn. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalar- nesi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Svanur Daníelsson þjónar. Organisti er Páll Helgason og félagar úr Karlakór Kjalnesinga leiða söng. Fermingar- börn sérstaklega boðin velkomin. Tek- ið á móti framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna flóttafólks. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifs- dóttur og Steinunnar Þorbergsdóttur. Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Dr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. Tekið við gjöfum til styrktar flóttafólki. Kirkju- kaffi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Umsjón Petra og Daníel Ágúst. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaða- kirkju syngur undir stjórn kantors Jón- asar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur María Ágústsdóttir. Kaffi eftir messu. DÓMKIRKJAN | Djákna- og prests- vígsla kl. 11, Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, annast vígsl- una og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Hrafnhildur Eyþórsdóttir verður vígð djáknavígslu, cand. theol. Eva Björk Valdimarsdóttir og mag. theol. Jó- hanna Gísladóttir verða vígðar til prests. Æðruleysismessa kl. 20, séra Karl Matthíasson og séra Hjálmar Jónsson þjóna. FELLA- og Hólakirkja | Svavar Stef- ansson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhildarsonar. Eftir stundina er súpa í safnaðarheimilinu til stuðn- ings Hjálparstarfi kirkjunnar. Frjáls framlög. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Erna Blöndal syngur, Aðalheiður Þor- steinsdóttir spilar á píanó og Guð- mundur Pálsson á bassa. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingarbörn taka þátt. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tón- listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvins- dóttur. Aðstandendur fermingarbarna eru hvattir til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgu- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti: Arn- hildur Valgarðsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason annast stundina ásamt Þóru Björgu Sigurðardóttur. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Barna- starf kl. 11 í umsjón Lellu. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Gideon- félagsins. Messuhópur þjónar. Fé- lagar úr kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. Hversdagsmessa með léttu sniði á fimmtudag kl. 18.10-18.50. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlist. GRUND dvalar- og hjúkrunar- heimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Valgeir Ástráðsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Sigurður Grétar Helgason, org- anisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Al- dísar R. Gísladóttur og Valbjörns S. Lilliendahl. Meðhjálpari Kristbjörn Árnason. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Margrét Heba, Una og Ingibjörg sjá um barna- starfið. Mánudagur 10-12 ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30-18. Miðviku- dagur. Morgunmessa kl. 8.15 – morgunmatur. Fimmtudagur: Foreldramorgnar í Vonarhöfn kl. 10- 12. Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju – handavinnukvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari samt sr. Leonard Ashford og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Bæna- stund mánud. kl. 12.15. Fyrirbæna- guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Prestur Eiríkur Jóhanns- son. Organisti Kári Allansson. Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðs- þjónusta kl. 11. Í stundinni verða tek- in samskot fyrir Hjálparstarf kirkj- unnar. Sigfús Kristjánsson leiðir stundina en Toshiki Toma, prestur inn- flytjenda, prédikar. Tónlist verður í höndum félaga úr kór kirkjunnar sem Guðný Einarsdóttir leiðir. Eftir messu verður létt máltíð í safnaðarheimili og Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rvk.deildar Rauða krossins, flytur fræðsluerindi. Sunnudagaskóli á sama tíma í salnum niðri í umsjón Kristínar og Hilmars. HJÚKRUNARHEIMILIÐ EIR | Guðs- þjónusta kl. 15.30. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og spilar létt lög frá kl. 15. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Kaffi og samfélag á eftir. Samkoma á ensku hjá Alþjóða- kirkjunni kl. 14. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Guðsþjónusta kl. 14 í V-Frölundakirkju í Gautaborg. Íslenski kórinn í Gauta- borg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Barnastund með Birnu. Kirkjukaffi. Prestur Ágúst Ein- arsson. Kynningarfundur um ferming- arfræðsluna eftir guðsþjónustu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13 með lofgjörð og fyrir- bænum. Ath. breyttan tíma. Ólafur H. Knútsson prédikar. Heilög kvöld- máltíð. Barnastarf á sama tíma. Kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sunnudaga- skólaleiðtogar ásamt Sólmundi Frið- rikssyni á gítar leiða stundina. Í Dómkirkjunni kl. 11 mun Eva Björk Valdimarsdóttir vígjast til prestsþjón- ustu í Keflavíkurkirkju. Söfnuðurinn velkominn. Kirkja heyrnarlausra | Messa kl. 14. Táknmálskórinn leiðir söng. Prestur Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Kaffi eftir messu. Kirkjuselið í Spöng | Guðsþjónusta kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Vox Populi syngur. Organisti: Arnhildur Val- garðsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir. Undirleikari: Stefán Birki- sson. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistar- messa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur und- ir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Sunnudagaskólinn hefst í kirkj- unni en heldur í safnaðarheimilið Borgir eftir messuupphaf. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau Bjarmi Hreinsson, Þóra Marteinsdóttir og Oddur Örn Ólafsson. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. María Ágústs- dóttir héraðsprestur prédikar og þjón- ar fyrir altari. Graduale Futuri leiðir safnaðarsöng undir stjórn Rósu Jó- hannesdóttur kórstjóra ásamt Jóni Stefánssyni organista. Sunnudaga- skóli með Snævari og Hafdísi. Kaffi, djús og kex eftir stundina í safn- aðarheimilinu. LAUGARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Hjalta Jóns Sverrissonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Reza og félagar bjóða upp á kaffi og djús að samveru lokinni. LÁGAFELLSKIRKJA | Taize- guðsþjónusta kl. 20. Kirkjukór Lága- fellssóknar syngur undir stjórn Jón- asar Þóris. Sr. Skírnir Garðarsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Guðs- þjónusta í Lindakirkju kl. 20. Sr. Sveinn Alfreðsson þjónar. Hljóm- sveitin Ávextir andans leiðir sönginn. Kaffi og spjall eftir stundina. NESKIRKJA | Messa og barnastarf. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti Gunn- steinn Ólafsson. Sr. Skúli S. Ólafsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með barnastarfinu hafa Ari, Andrea og Katrín. Brúður, leikrit, Nebbi, söngur og gleði. Kaffiveitingar á Kirkjutorgi. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Njarðvíkurkirkna syngur undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Meðhjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. Samskot verða til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir flóttafólk. Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Umsjón hafa María og Heiðar. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 14 í Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Biblíusaga, brúðuleikrit og söngur. Nýr límmiði og hressing í lok- in. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og Kór Seljakirkju syngur. Kaffi eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnu- dagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn á neðri hæð kirkj- unnar í umsjá Pálínu Magnúsdóttur æskulýðsfulltrúa ásamt leiðtogum. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar í guðsþjónustunni. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar. Málverkasýning Sigurðar K. Árnasonar verður opnuð í safn- aðarheimilinu kl. 14. Þennan dag fagnar Sigurður 90 ára afmæli sínu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Egill Hallgrímsson sóknarprestur ann- ast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar. Kórfélagar og Jóhann Baldvinsson organisti leiða safnaðar- sönginn. Börnin mæta fyrst í kirkjuna en færa sig fljótlega með leiðtogunum í sína gleðistund. Tekið á móti fram- lögum til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna flóttafólks. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur Bragi J. Ingi- bergsson. Samskot til stuðnings starfi HK með flóttafólki. Sunnudagaskóli kl. 11 í suðursal kirkjunnar. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Maríu og Heiðars. Kaffi, djús og kökur að skóla loknum. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hafdís Þorgilsdóttir sér um skólann ásamt Örnu Dögg Sturludótt- ur og kennilýð. Messa kl. 14. Ferming- arbörn skráð. Sonur ekkjunnar í Nain. (Lúk. 7) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þórshafnarkirkja ✝ Anna HallaFriðriksdóttir fæddist 13. apríl 1962 á Sauð- árkróki. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 7. september 2015. Foreldrar hennar voru Ásta Hansen, f. 6. júní 1920, d. 17. október 1993, og Friðrik S. Pálmason f. 19. ágúst 1918, d. 27. júlí 2001. Anna Halla átti tvo bræður: 1) Pálma, f. 21. desember 1943, d. 8. janúar 1998, kvæntur Svölu Jónsdóttur, f. 22. febrúar 1945, eiga þau fjögur börn, Ástu Björgu, f. 4. júlí 1964, Ásmund Jósef, f. 30. júlí 1965, Friðrik Sigurberg, f. 7. janúar 1967, og Örvar Pálma, f. 13. febrúar 1977, d. 15. október 1999. 2) Friðrik Hansen Friðriksson, f. 1. júní 1950, d. 27. nóvember 1977, ókvæntur og barn- laus. Anna Halla ólst upp hjá foreldrum sínum á Svaðastöð- um, árið 1993 flutti hún á sam- býlið við Grundarstíg á Sauð- árkróki, frá árinu 2002 bjó hún á sambýlinu við Fellstún 19 á Sauðárkróki til dauðadags. Útför Önnu Höllu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 19. september 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. Það var gaman að koma í Svaðastaði. Ég var ávallt full eft- irvæntingar þegar Landroverinn hossaðist heim að bænum þar sem húsfreyjan hafði látið raða hvít- máluðum steinum meðfram bíla- stæðinu til að gera fínt. Faðir minn hafði lítinn smekk fyrir þess- um steinum, var reyndar í nöp við þá. Honum fannst erfitt að at- hafna sig á jeppanum án þess að fara utan í steinana, enda hvorki bíll né bílstjóri sérlega liprir. Inni var tekið á móti gestum af ein- stakri gestrisni. Svaðastaðir voru ekkert venjulegt heimili. Þar voru alls kyns gamlir hlutir sem áttu langa sögu og „ömmuherbergi“ fullt af dóti en þangað fór maður sjaldan. Litlar frænkur léku sér oftast í herberginu inn af eldhús- inu. Það fór alltaf vel á með þeim, engin háreysti, enda báðar ör- verpi og vanar að dunda sér einar. Meiri hávaði barst úr eldhúsinu þar sem Friðrik sagði sögur, Ásta var á þönum og þær systur, mæð- ur okkar, töluðu hvor í kapp við aðra og þurftu stundum að hækka róminn. Við Anna Halla áttum margar góðar stundir. Ég var árinu eldri. Með tímanum varð mér þó ljóst að það var meira en þetta eina ár sem skildi okkur að og við myndum ekki ganga saman í skóla eins og ég hafði vonað. Önnu Höllu var ekki gefið það sem okkur hinum finnst svo sjálfsagt að fá í vöggu- gjöf. Frá unga aldri þurfti hún einnig að glíma við mikil líkamleg veikindi, lá langdvölum á Barna- spítala Hringsins og sendi stund- um kveðjur í Óskalögum sjúklinga með uppáhaldslaginu okkar Ob- La-Di, Ob-La-Da. Ég man að Anna Halla var lengi í gifsi frá höku niður á mjóbak. Aldrei kvartaði hún, var alltaf jafn ljúf og meðfærileg. Eitt sinn voru þær mæðgur hjá okkur á Hólum. Við Anna Halla undum okkur vel í dótaherberginu á efri hæðinni meðan mamma og Ásta spjölluðu saman niðri í eld- húsi. Á þessum tíma var ég stað- ráðin í að verða hárgreiðslukona og var búin að greiða og klippa flestar dúkkurnar svo nú var tími kominn á alvöru módel. Anna Halla kveinkaði sér aðeins því hún var hársár, en annars gekk þetta ljómandi vel og við báðar hæst- ánægðar með árangurinn. Þegar Anna Halla birtist svo í eldhúsdyr- unum heyrðust hljóð úr horni og ég áttaði mig á að nýja klippingin féll ekki í kramið. Ásta reyndi að bjarga því sem bjargað varð, tím- inn læknaði afganginn og Anna Halla tók þessu með ró eins og öllu öðru. Ég valdi annan starfsvett- vang. Með tímanum fjarlægðumst við hvor aðra. Anna Halla dvaldi á Sólborg á veturna, en var heima á sumrin. Svo flutti ég suður. Ein- hvern tímann á fullorðinsaldri fór- um við að rifja upp gamlar minn- ingar. Kom þá í ljós að hún var ótrúlega minnug á atburði frá því við vorum litlar. Síðast hitti ég Önnu Höllu fyrir nokkrum árum heima á Svaðastöðum. Við sátum Anna Halla Friðriksdóttir ✝ Linda MaríaJónsdóttir fæddist 25. desem- ber 1971 á sjúkra- húsi Selfoss. Hún lést 4. september 2015. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Birna Garðarsdóttir og Jón Helgason. Linda María var yngst fimm systk- ina, þau eru Hrafnhildur Björk, f. 26. apríl 1964, Sigurbjörg Kristín, f. 27. ágúst 1967, Helgi, f. 28. júlí 1969, og Garðar, f. 28. júlí 1969. Linda María átti tvö börn, þau eru: María Hödd Lindudóttir, f. 20. apríl 1987, og Kormákur Atli Unnþórsson, f. 16. apríl 2000, faðir hans er Unnþór Helgason. María Hödd er í sambúð með Rúnari Magn- ússyni, f. 18. janúar 1978, þeirra synir eru Hjörleifur Máni, f. 20. janúar 2008, og Jón Oliver, f. 22. apríl 2010. Linda María ólst upp á Hellu, hún bjó um tíma á Hvolsvelli, Sauðárkróki og í Reykjavík. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún með Kormáki á Hellu. Útför Lindu Maríu fer fram frá Oddakirkju í dag, 19. september 2015, kl. 14. Bálför fer fram síðar. Elsku Linda, mín besta vin- kona, æskuvinkona, frænka. Hugurinn hefur reikað síðustu daga, minningarnar um okkur. Tjaldútilegur í garðinum. Úti að leika okkur í klettunum. Þegar ég beið eftir að klukkan yrði nógu margt á aðfangadagskvöl svo ég gæti hlaupið niður eftir til þín. Afmælið þitt á jóladag, þá nótt fékkstu alltaf að gista og sofnuðum við þokkalega útbelgd- ar af mackintosh og jólaöli. Sam- an í sveit á Grænahrauni og þar voru víst gíraffar á næsta bæ sem okkur datt í hug eina nóttina að fara og skoða. Endalaus fífla- gangur og hlátursköst. Við vor- um eiginlega alltaf saman, bjugg- um í sömu götu sem börn og svo Linda María Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.