Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 32

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 ✝ Eiríkur Ár-mann Guð- mundsson bóndi fæddist 2. janúar 1936 á Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Hann lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 6. september 2015. Foreldrar hans voru hjónin á Brim- nesi, Sólveig Ei- ríksdóttir, f. 1892, d. 1972, og Guðmundur Þorgrímsson, f. 1892, d. 1970. Systkini Eiríks eru Guðrún, f. 1926, Þorgeir, f. 1928, d. 1994, Elín, f. 1930, d. 2007, og Sig- urlaug, f. 1932. Fóstursystkini voru Albert Stefánsson, f. 1910, d. 1996, og Birna Björnsdóttir, f. 1924, d. 1992. Hinn 5.6. 1960 kvæntist Eirík- ur eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Steinsdóttur, f. 13.2. 1939, frá Dölum í Fáskrúðsfirði. Foreldrar Huldu voru Vilborg Sigfúsdóttir, húsfreyja í Dölum og seinna Egilsstöðum, f. 1916, d. 2005, og Steinn Björgvin Steinsson, bóndi í Dölum, f. 1900, d. 1952. Börn Eiríks og Huldu eru: 1) Sólveig, f. 23.2. 1960. Maður hennar er Björn Líndal, f. 1956. Börn Sólveigar eru Fjölnir, f. 1981, Pétur Steinn, f. 1986, og Herdís Hulda, Barnabörnin eru 19 og barna- barnabörnin eru 10. Eiríkur og Hulda hófu búskap haustið 1959 á Brimnesi hjá for- eldrum Eiríks. Árið 1963 stofn- uðu þau nýbýlið Brimnes II. Á Brimnesi II byggðu þau upp bú í sauðfjárrækt, mjólkurfram- leiðslu og nautgriparækt. Bróð- ir Eiríks, Þorgeir, tók við búi á Brimnesi I af föður þeirra og var mikið samstarf og samvinna með þeim bræðrum. Meðfram búskapnum vann Eiríkur mikið, þar má telja upp- skipanir, fiskvinnslustörf og skólaakstur. Hann vann mörg ár á vinnuvélum og var það mest fyrir Búnaðarfélagið og Vega- gerðina á jarðýtu. Seinna eign- aðist hann sína eigin jarðýtu sem hann notaði við jarðrækt og snjómokstur. Hann var kjöt- matsmaður og sinnti því starfi lengi. Eiríkur var sláturhús- stjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga og starfaði við það um áratug. Eiríkur tók að sér ýmis nefndar- og félagsstörf á lífs- leiðinni. Þar má nefna Sæðing- arstöð Suðurfjarða, Sauð- fjárræktarfélagið og Umf. Árvakur. Eiríkur bjó og starfaði allt sitt líf á Brimnesi, utan tveggja vetra, 1954 til 1956, er hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri. Fjölskyldan, bú- skapurinn og bílar og vélar áttu hug hans allt til æviloka. Útför Eiríks fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag, 19. september 2015, og hefst at- höfnin kl. 14. f. 1988, Guðmanns- börn. 2) Vilborg, f. 31.3. 1961. Maður hennar er Einar Guðbjartsson, f. 1958. Börn þeirra eru Ármann Andri, f. 1984, Íris Eva, f. 1990, og Anna Val- dís, f. 1996. 3) Guð- mundur, f. 9.7. 1962. Kona hans var Hrönn Guðjóns- dóttir, f. 1963, d. 2009. Þeirra dóttir er Védís Elsa, f. 1997. 4) Steinn Hrútur, f. 5.6. 1965. Fyrr- verandi kona hans er Þórunn Jónsdóttir, f. 1965. Þeirra börn eru Hulda Steinunn, f. 1995, og Jón Björgvin, f. 2001. 5) Albert, f. 16.8. 1966. Maður hans er Bergþór Pálsson, f. 1957. 6) Halldóra, f. 13.8. 1968. Börn hennar eru Eiríkur Orri, f. 1984, Þorgeir Starri, f. 1986, Hösk- uldur Freyr, f. 1987, Kristján Helgi, f. 1991, og Helga, f. 1993, Hermannsbörn og Kristján Guð- mundur, f. 1998, og Albert, f. 1999, Sigurðssynir. 7) Árdís Hulda, f. 20.7. 1971. Maður hennar er Erling Örn Magn- ússon, f. 1971. Börn Árdísar eru Jóhanna Sigríður, f. 1993, Lauf- ey Birna, f. 1998, og Guðmundur Örn, f. 2004, Sigurðarbörn. 8) Magnús, f. 19.10. 1972, d. 20.1. 1974. Hann pabbi minn elskulegur var duglegur, þrautseigur, þrjóskur, gamansamur og stríð- inn. Það skemmtilegasta sem hann vissi var að spila á spil, syngja dægurlög, spá í nýjustu búvélarnar og skoða vélasölur. Þar fyrir utan fannst honum ótrú- lega gaman að fylgjast með ásta- málum afkomendanna og skjóta föstum skotum ef hann mögulega gat, auðvitað allt í góðu. Honum fannst heldur ekki ónýtt að eiga síðasta orðið í samskiptum við aðra, sérstaklega ef hann gat náð viðkomandi vel upp í stríðni. Upp úr minningunum stendur þó ástin og kærleikurinn milli hans og mömmu en þau voru einstaklega samhent alla tíð. Þau fögnuðu 55 ára brúðkaupsdegi sínum síðast- liðið sumar og við það tækifæri gerðum við systkinin örlitla sam- antekt á lífshlaupi þeirra saman. Gerður var listi yfir tölulegar staðreyndir um það sem þau höfðu áorkað saman gegnum tíð- ina og voru það alls kyns skemmtilegar upplýsingar sem þar komu fram. Bar hæst ríki- dæmi í afkomendunum, átta börn- um, nítján barnabörnum, tíu barnabarnabörnum og flóknu munstri núverandi og fyrrverandi tengdabarna, stjúpbarna og barnabarna sem öll eiga sinn fasta sess í Brimnesfjölskyldunni. Ým- iss konar vélaeign var næst á list- anum og í ljós kom að þau hjónin höfðu átt u.þ.b. sextán bifreiðar og þrettán dráttarvélar gegnum tíð- ina, auk alls kyns annarra nauð- synlegra tækja til búrekstrar. Pabbi var útsjónarsamur og glöggur á lausnir og útfærslur varðandi bústörfin og voru okkur systkinunum falin ýmis verkefni og ábyrgðarstörf frá unga aldri. Margs er að minnast og eru minn- ingarnar dýrmætur fjársjóður sem verður varðveittur vel um alla framtíð. Elsku mamma mín og fjöl- skyldan öll, samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minningin um mæt- an mann, Eirík bónda á Brimnesi. Vilborg Eiríksdóttir. Elsku pabbi er fallinn frá, 79 ára að aldri. Þessi duglegi, ósér- hlífni, lífsglaði maður sem elskaði sveitina sína og fjölskylduna en umfram allt elskaði hann mömmu sem var stoð hans og stytta í tæp 60 ár, það var aðdáunarvert að sjá hvað hann var alla tíð skotinn í Huldu sinni. Pabbi hafði gaman af því að spila á spil, lesa og syngja og átti það til að taka rokna söng- aríur við eldhúsborðið. Hann var einnig óskaplega stríðinn og þótti ekki leiðinlegt að geta náð ein- hverjum upp á hærri tóna, svo hló hann að öllu saman. Hann var bú- fræðingur að mennt og mikill dýravinur en jafnframt var hann algjör dellukarl, var sí og æ að spá í jeppa, dráttarvélar og búvélar, það nýjasta í bransanum. Það voru fastir liðir að taka rúnt á allar helstu tækjasölur höfuðborgar- svæðisins þegar Brimnesbóndinn kom í bæinn. En hann lét ekki þar við sitja því hann lagði einnig áherslu á að mamma hefði góðar græjur innanhúss til að létta sér störfin. Við fjölskyldan urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hann meira hjá okkur núna seinni árin, allar þessar góðu samveru- stundir eru okkur ómetanlegar og gleymast ei. Elsku pabbi, þín verður sárt saknað, mestur er þó missir mömmu, við munum gæta hennar fyrir þig, pabbi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þín dóttir, Árdís Hulda. Í dag er borinn til grafar tengdafaðir og vinur í hartnær 35 ár. Ég kom fyrst á heimili hans og tengdamömmu í upphafi 9. ára- tugarins. Þá var ég mikið borg- arbarn en það hefur breyst með árunum. Margar góðar og frábær- ar minningar á ég frá heimsókn- um til þeirra að Brimnesi 2 við Fá- skrúðsfjörð. Eitt sinn þurfti að ná í lömb og kindur sem höfðu orðið strandaglópar á skeri þegar flæddi að. Það voru miklir sauð- fjárflutningar í árabát og mikið talað um „björgunarafrekið“ hjá borgarbarninu. Barnabörn þeirra eru orðin mörg, við hjónin eigum þrjú þeirra. Það hefur verið þeim mikil gæfa að geta farið í sveitina til ömmu og afa. Tengdapabbi var mjög heimakær og af öllum heimsins stöðum vildi hann helst vera á Brimnesi hjá Huldu sinni. Ekki vantaði hjálpsemina, og fengum við alltaf afnot af bíl- skúrnum þegar þörf var á, er austur var komið, því oftar en ekki hafði pústkerfið gefið sig á leiðinni að sunnan. Við hjónin bjuggum í tíu ár í Gautaborg og tókst okkur að fá hann einu sinni í heimsókn til okkar. Ekki urðu utanlandsferðir hans fleiri, honum nægði Ísland. Hann var trúr sínum vinum sem og ævistarfi sínu sem bóndi. Það voru ófáar ferðirnar sem við fór- um á vélarsölur fyrir sunnan til að skoða dráttarvélar og önnur land- búnaðartæki, og oftar en ekki var farið og spjallað við sölumenn. Þó svo að hann væri farinn að missa heilsuna dvínaði aldrei áhuginn fyrir ævistarfinu og fram á síðustu stund var hann að huga að bætt- um vélarkosti fyrir búið. Á síðari árum höfðu þau hjón, tengdapabbi og -mamma, meiri tíma fyrir sig og það var alltaf jafn ánægjulegt er þau dvöldu hjá okk- ur fyrir sunnan í Mosfellsbænum. Í síðustu heimsókninni héldu þau hjónin upp á 55 ára brúðkaups- afmæli sitt hinn 5. júní sl. Sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til tengdamömmu og fjölskyldunnar. Megi minning hans lifa vel og lengi í hug okkar og hjarta. Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt. Einar Guðbjartsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast Eiríks Ármanns Guð- mundssonar, bónda á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð. Okkar leiðir lágu fyrst saman þegar við Sól- veig dóttir hans hófum sambúð fyrir nokkrum árum. Það var notalegt að koma á heimili þeirra hjóna, Eiríks og Huldu eiginkonu hans, þiggja veitingar og spjalla. Mér virtist Eiríkur þeim kosti gæddur að koma fram með sama hætti við alla; hann var vinsamlegur, íbygg- inn en um leið oft kíminn á svip. Þau hjónin tóku vel á móti mér en ég sá í augnaráði Eiríks að honum fannst það nokkurs virði að ég hefði dvalið í sveit á mínum yngri árum. Við vorum sammála um það án þess að það þyrfti að tjá með orðum. Það mátti skynja að Eiríki þótti afar vænt um eiginkonu sínu, Huldu, þótt hann væri ekki gefinn fyrir að bera tilfinningar sínar á torg. Hulda hefur verið hans stoð og stytta alla tíð og saman rækt- uðu þau garðinn sinn. Um margra áratuga skeið hafa þau átt sitt heimili á Brimnesi, stundað þar búskap og komið upp sínum barnahópi af miklum myndar- skap. Það er sérstakt að finna hversu öll fjölskyldan er tengd Brimnesi sterkum böndum. Mín upplifun hefur verið að þangað verði fjöl- skyldan helst að koma sem oftast og það sama gildir um svo marga aðra sem hafa þar dvalið í skjóli Brimneshjónanna. Þótt lífið hafi áreiðanlega stundum verið erfitt varð það hvorki séð á Eiríki né Huldu. Frekar hef ég orðið var við glettni og gamansemi samhliða umhyggju fyrir öðrum. Sólveig hefur sýnt mér Brim- nesjörðina, bæði fossana, brekk- urnar, fjöruna, kjarrið og bláber- in. Og síðast en ekki síst marglita steinana sem hún hefur tínt í fjör- unni og víðar um Brimneslandið. Það er sérstök tilfinning að finna hversu vænt henni þykir um stað- inn, foreldra sína og fjölskylduna alla. Slíkt gerist ekki endilega sjálfkrafa heldur byggist á góðum og fallegum minningum. Eiríkur bóndi skilur eftir sig góðar hugsanir hjá þeim sem áttu þess kost að kynnast honum. Ég og allt mitt fólk viljum votta Huldu eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og öllum öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímamót- um. Blessuð sé minning Eiríks Ármanns Guðmundssonar, bónda á Brimnesi. Björn Líndal. Á einum hlýjasta degi sumars- ins kvaddi Eiríkur, fyrrverandi tengdafaðir minn, þetta líf. En það var líka hans háttur að fylla umhverfi sitt með hlýju og nota- legri nærveru. Eiríkur var stórtækur í hverju svo sem hann tók sér fyrir hendur. Hann náði í fallegustu konuna, átti flest börnin, flestar dráttar- vélarnar, heyjaði flest túnin, átti flestar kindurnar. Eiríkur unni sinni sveit og vildi helst hvergi annars staðar vera. Fór einu sinni til útlanda og fannst það nú ekki merkilegt. Hann var með blik í auga, svolítið stríðinn, hafði lúmskan húmor, hafði mjög gam- an af að spila, fannst gott að vera í bláu peysunni sinni með stóra gat- inu á, drakk kaffi úr glasi, var bet- ur lesinn og fróðari en margir há- skólagengnir, hlustaði alltaf á Eiríkur Ármann Guðmundsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Okkar ástkæri, STEFÁN GUNNAR VILHJÁLMSSON, Starrahólum 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 15. . Sigríður Ásmundsdóttir, Gunnar Óskarsson, Ásdís Gunnarsdóttir, Ármann Gunnarsson, Arnþór Fannar Guðmundsson, Berglind Björg Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR HÚNFJÖRÐ PÁLSSON bakarameistari, Kirkjubraut 12, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 11. . Inga Sigurðardóttir, Guðrún B. Harðardóttir, Stefán L. Stefánsson, Sigurður P. Harðarson, Áslaug Árnadóttir, Hörður Harðarson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigríður A. Harðardóttir, Jón G. Ottósson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín og móðir mín, ÁSTHILDUR ALFREÐSDÓTTIR, Vesturströnd 6, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahjúkrun Karitas. . Þórhallur Birgir Jónsson, Gyða Þórhallsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, ANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Sjafnarbrunni 4, Reykjavík, áður til heimilis að Brynjólfsbúð 16, Þorlákshöfn, lést að heimili sínu sunnudaginn 13. september. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar Landspítalans. . Gissur Baldursson, Árni Kr. Sigurvinsson, Guðrún Halla Friðjónsdóttir, Guðrún Arna, Bjarni R. Guðmundsson, Árný Yrsa Gissurardóttir, Ingólfur Magnússon, Baldur Rafn Gissurarson, Aron Ingvar Gissurarson, Edda Sigrún Guðmundsd., Gissur Freyr Gissurarson, Unnur Regína Gunnarsdóttir, Árni Friðjón Árnason, Arna Mjöll Karlsdóttir, Sigurvin Óskar Árnason, Elena Krat, Halla Sigrún Árnadóttir, Þórður Grétar Kristjánsson, Hrafnhildur Anna, Þorgerður Arna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.