Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 33

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 33
fréttir og hafði einlægan áhuga á mönnum og málefnum. Lipur stökk hann á baggana og skar þá léttilega með þessum þungu klippum, eins og ekkert væri. Var alltaf að. Hann fór ekki dult með skoð- anir sínar, hafði orð á því að sér fyndist sérstakt að við Steinn skyldum skíra dóttur okkar Huldu Steinunni, í höfuðið á okkur foreldrunum, það að hann hélt. Það gerði maður bara ekki við fyrsta barn. Hafði líka orð á því ef honum fannst einhver ekki nógu vel klipptur. Þegar Hulda og syst- urnar á Brimnesi fengu smá förð- un kvöld eitt í sveitinni fannst honum konan sín „svona heldur upphvít“. Fannst hún ekki þurfa neina málningu. Ekki er hægt að minnast Eiríks án þess að minnast á hana Huldu, sem er alltaf eins og klettur. Alveg sama á hverju hefur gengið. Mér þykir ótrúlega vænt um að hafa átt hlut í lífi þeirra og er þakklát því börnin mín áttu þennan ein- staka afa. Við minnumst hans með hlýju og þökkum honum sam- fylgdina. Elsku Hulda og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra frá okkur stórfjölskyld- unni í Garðabæ. Eiríkur var stórbóndi og höfð- ingi á Austurlandi. Þórunn. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt.“ (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Elskulegi afi minn, Eiríkur Guðmundsson, stórbóndi á Brim- nesi, hefur nú kvatt okkur. Erfitt er að sætta sig við missinn, en svona er víst lífið, að hugsa til þess að það verði enginn afi í næstu Brimnesheimsókn er ekki gaman. Hins vegar eru minningarnar góðar. Afi var skemmtilegur mað- ur og mikill karakter, allir sem hittu hann mundu eftir honum, hann átti gott líf. Mér þótti ótrú- lega vænt um hann og brosi þegar ég hugsa til hans. Minningin um afa er björt og falleg. Hún er um stríðinn afa. Honum þótti t.d. gaman að ná að æsa fólk upp og átti einstaklega auðvelt með að æsa mig upp og gat gert mig snældubrjálaða þegar ég var yngri, en ég vissi alveg að hann meinti aldrei illt með því. Einnig átti hann það til að koma aftan að manni og bregða eða pota í mann. En alltaf fylgdi þessu glott, stríðn- isglampi í augum og hlátur. Ég loka augunum og sé hann fyrir mér sitjandi í sætinu sínu að drekka vatn úr könnu með matn- um, að syngja og spila á spil. Að ganga um hlaðið með hendur fyrir aftan bak, með sixpensarann á höfðinu, að klappa hundunum, og á mínum yngri árum að pakka á zetornum uppi á túni og svo gæti ég lengi haldið áfram. Ég er þakklát fyrir að Sólveig mín skuli hafa fengið að þekkja langaafa sinn og eiga með honum góðar stundir í vor og fyrir að afi var með okkur í skírn Baldurs Hrafns og fékk að sjá hann nokkr- um sinnum. Minningin er sterk og sterk- asta minningin og það sem á alltaf eftir að fylgja mér er hvað afi elsk- aði ömmu mikið. Amma var stoðin og styttan í hans lífi og hugsaði svo vel um hann, gift í 55 ár, geri aðrir betur. Alltaf sá maður hvað afi elskaði Huldu ömmu mikið, hvernig hann talaði við og horfði á ömmu, þá sá maður hvað ástin þeirra á milli var sterk. Kæru ættingjar, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og sérstak- lega þér, elsku fallega Hulda amma, ég hugsa til þín alla daga og samhryggist þér svo mikið með þinn missi. Elsku Eiríkur afi, ég sakna þín mikið. Herdís Hulda Guðmannsdóttir. Við bræður viljum rita nokkur orð til að minnast afa okkar á Brimnesi. Afi var stórbóndi í sveitinni alla tíð. Hann var framsýnn, áræðinn og fylginn sér ef á þurfti að halda. Óhræddur við að taka á málum af festu og höggva á hnúta. Hann var mikill búmaður og natinn við ræktun bæði lands og búfénaðar. Hann var tækjamaður mikill, stundaði verktöku með bú- skap, einnig var hann alltaf með puttann á púlsinum í sambandi við tækninýjungar í tækjageiranum, hvort sem það tengdist búskap eð- ur ei. Áhugann vantaði ekki þar og mætti segja að við höfum smitast af tækja- og bíladellunni í sveit- inni hjá afa. Hann hafði gaman af fólki og gaf sér tíma til að ræða við gesti eða grípa í spil ef tími var til. Hvers kyns glettum, aflraunum og glímu hafði hann gaman af og hvatti menn eindregið til að reyna með sér og eggjaði menn áfram ef þeir voru ekki til í slaginn. Margar myndir koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Á Zetornum að pakka, á gúmmí- stígvélum með húfuna góðu, að hallast fram á girðingu í réttum og af honum sitjandi við eldhúsborðið á Brimnesi á sínum stað, oftast með stríðnisglampa í augunum. Þannig munum við hann og minningin lifir um ókomna tíð. Við köllum okkur stoltir Brimnesinga. Fjölnir Guðmannsson og Pétur Steinn Guðmannsson, dóttursynir. Elsku ástkæri afi í sveitinni. Takk fyrir allar þær verðmætu stundir sem við fengum að eiga með þér. Við minnumst þín sem duglegs og sterks. Við minnumst þín sem stríðins og söngelsks. Við minnumst þín sem skemmtilegs og fyndins. Við minnumst þín í flauelsbuxum og með húfu. Þín er sárt saknað. Hvíl þú nú í friði. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit! (Guðmundur Guðmundsson) Ármann Andri, Íris Eva og Anna Valdís. Eiríkur móðurbróðir minn kvaddi þennan heim 6. september sl. Hann var yngstur af Brimnes- systkinunum en mamma mín, Guðrún Sigríður, elst, fyrir utan Birnu, fóstursystur þeirra en hún var tveimur árum eldri en mamma. Einnig var Albert Stef- ánsson alinn upp hjá ömmu og afa frá tíu ára aldri. Tíu ár voru milli mömmu og Ei- ríks og tíu ár milli hans og mín. Ég fæddist á Brimnesi. Ávallt hafa sterkir þræðir tengt mig við Brimnes og frændfólkið þar. Sér- staklega Eirík og Jóhönnu, dóttur Birnu, en hún er tveimur árum eldri en ég. Framan af var Eiríkur eins og stóri bróðir minn og alla tíð mjög góður frændi. Mann- margt var á Brimnesi á sumrin, þar dvaldi ég flest sumur fram að fermingu. Við börnin vorum látin taka þátt í bústörfunum og við Jó- hanna sérstaklega innandyra. Eiríkur frændi minn var alltaf litla barnið hennar ömmu og var hann dekraður þegar kom að inn- anhússstörfum. Ég man ekki eftir að hann tæki til í herberginu sínu eða hafi búið um rúmið sitt. Það var alltaf borðað í borðstof- unni og ég minnist þess ekki að hann hafi hjálpað til við að leggja á borðið eða taka fram af því eftir matinn. Því síður að þvo upp og ganga frá í eldhúsinu. Ef Eiríkur frændi minn fór á ball eða mannamót tók Birna til pressuð föt, skyrtu, bindi og sokka og lagði á rúmið hans. Við Jóhanna burstuðum skóna hans. Hann var mjög stríðinn og ég gat alltaf hlegið að honum, t.d. þegar hann byrjaði á að rugga sér á fínu stólunum hennar ömmu og ýtti við mér með fótunum undir matarborðinu þegar ég sat á móti honum og amma bað hann að hætta þessu, þá ruggaði hann sér enn meira. Allar þessar hlýju og góðu bernskuminningar sem ég á um Eirík móðurbróður minn munu ylja mér um ókomin ár. Kæri frændi minn, ég mun sakna þess að fá ekki jólakveðju frá þér í ár. En fyrsta kortið send- ir þú mér þegar ég var tveggja ára. Kæra Hulda, börn og fjölskyld- ur. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kæri Eiríkur, mamma og við systurnar ég, Guðný Steinunn, María, Hólmfríður og fjölskyldur, þökkum þér samfylgdina og allt gott. Megi Guðs eilífa ljós lýsa þér. Gígja Sólveig Guðjónsdóttir. Nú er hann farinn frá okkur, Eiríkur frændi minn, sem kenndi mér ýmislegt er ég var vinnukona hjá honum og Huldu á Brimnesi nokkur sumur sem ung stelpa. Það var skemmtilegur tími með honum og fjölskyldu hans og mað- ur lærði ýmislegt þó svo að við Ár- dís Hulda værum dálitlar prins- essur þar á bæ. Hann frændi minn var góður en ákveðinn maður, en stríðinn gat hann verið og þver, ég vissi aldrei hvort honum var alvara eða hvort hann var að stríða mér. Held að ég hafi á einhvern hátt lært þessa stríðni af honum sem blundar í mér stundum. Mér er það minnisstætt þegar við vorum í sauðburði eitt vorið og lambið sem við tókum á móti and- aði ekki og hann skipaði mér að blása lífi í lambið (mér 11-12 ára fannst það ógeðslegt), ég horfði á hann næstum með tárin í augun- um og spurði hann hvort honum væri alvara en hann blikkaði ekki og horfði bara á mig til baka og benti á lambið. Ég þorði ekki ann- að en að hlýða og viti menn, ég blés lífi í lambið og var svo ánægð eftir á og þá heyrist í frænda „sko ... þetta gastu“. Alltaf trúði ég því samt að hann hefði ekki viljað blása í nýborið lambið og þess vegna hefði hann sagt mér að gera það en seinna meir þá hugsaði ég að auðvitað hefði hann gert það til að bjarga lambinu, ýmislegt þurfa bændur að gera. Ég bara lærði af þessu og fann um leið hvað gott var að bjarga öðru lífi. Það var alltaf gott að komast í sveitina, þau hjónin tóku alltaf vel á móti mér en með tíð og tíma urðu ferðirnar austur alltaf færri og færri því er nú verr og miður. En ég á alltaf góðar minningar um frænda í sveitinni með sixpensar- ann (pottlokið eins og ég kallaði það), í bláu prjónapeysunni, í stíg- vélum með bros á vör og stríðins- glampa í augunum sem mér þykir afskaplega vænt um. Elsku Hulda, Sólveig, Vilborg, Guðmundur, Steinn, Albert, Hall- dóra, Árdís og aðrir aðstandendur – ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna fráfalls Eiríks bónda, eiginmanns, föður, afa, langafa, tengdaföður og bróður. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Arndís Úlfhildur Sævarsdóttir. Eiríkur móðurbróðir minn, bóndi á Brimnesi, er horfinn á braut, ekki héldum við að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum Eirík þegar við komum að Brimnesi í kringum 20. ágúst í sumar. Við drógum alltaf að fara austur því veðrið var alltaf leiðinlegt þar en svo var ekki hægt að draga það lengur því við vorum vön að dvelja þar nokkra daga flest sumur. Við áttum yndislegar stundir með Eiríki og Huldu. Silla systir hans er svo þakklát fyrir að hafa átt þessa stund með bróður sínum þessa síðustu daga hans. Það var alltaf fastur liður að fara í fjöruna og svo upp með læk. Eiríkur var orðinn mikið lasinn en hann vildi nú samt spila og var viljinn meiri en getan. Þegar hann spilaði vist þá vildi hann helst hafa Huldu sína með sér í liði svo í miðju spili byrjaði Eiríkur oft að syngja við mikla raust „Ó blessuð vertu sumarsól“ og fleiri lög sem ég tók stundum undir með honum og svo finn ég að ég er byrjuð á þessu fyrir sunn- an þegar ég er að spila og í eitt sinn sagði Silla systir hans við mig „þú ert bara orðin eins og Eiríkur frændi þinn“. Ég man þá daga þegar Eiríkur og Hulda byrjuðu að búa, þá var ekki um stóra íbúð að ræða eins og er hjá mörgum í dag, öll börn með sérherbergi – nei, þau voru með tvö herbergi á efri hæð hjá afa og ömmu, annað var svefnherbergi þar sem þau voru með þrjú börn en hitt var lagað sem eldhús og þar svaf vinnufólkið. Á Brimnesi var oft mannmargt á sumrin þessi ár, allt að 20 manns í einu húsi. Eiríkur og Hulda byggðu sér svo hús fyrir innan læk á Brimnesi og hófu sinn búskap og ekki var minni fjöldi af fólki þar – margir í hverju herbergi yfir sumartím- ann. Ég var á Brimnesi sumarlangt í fjöldamörg ár frá 2 ára til 16 ára. Eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu fórum við í sumarfríum austur ýmist í viku eða lengur. Sævar var duglegur að hjálpa við heyskap eða viðgerðir á vélum og þótti Eiríki gott að fá Sævar í vinnu og spurði stundum ef hon- um lengdist eftir okkur: „Hva, er vinnumaðurinn ekki að fara að koma?“ Mér fannst oft Brimnes vera mitt annað heimili og alltaf tóku Hulda og Eiríkur frábærlega á móti okkur. Vilborg hringdi í mig stuttu eft- ir heimsókn okkar að Brimnesi og sagði að Eiríkur væri kominn á spítala mikið lasinn en hún var einnig nýkomin suður en hún dreif sig aftur austur og var mömmu sinni stoð og stytta allt þar til yfir lauk. Blessuð sé minning hans. Elsku Hulda, Sólveig, Vilborg, Guðmundur, Steinn, Albert, Hall- dóra og Árdís, tengdabörn, barna- börn og aðrir nánir ættingjar – við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Erla Þorleifsdóttir, Sævar Arngrímsson. HINSTA KVEÐJA Kveðja frá systur Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hinsta kveðja, Sigurlaug Guðmundsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                           www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EIRÍKS VERNHARÐSSONAR frá Holti. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Vernharður Tage Eiríksson, Brynjar Kári Eiríksson, Gyða Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÁSMUNDSSONAR læknis. Starfsfólk á Skógarbæ fær sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og gott viðmót við aðstandendur. . Katrín Jónsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir, Sæmundur Þ. Magnússon, Andrés Magnússon, Áslaug Gunnarsdóttir, Jón Magnússon, Guðrún Bergþórsdóttir, Ásmundur Magnússon, Ásdís Höskuldsdóttir, Steinunn S. Magnúsdóttir, Jesper Madsen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAFNHILDAR KATRÍNAR ÁRNADÓTTUR, áður til heimilis að Sunnubraut 17, Akranesi. Sérstakar þakkir fá starfsmenn dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. . Helga Guðmundsdóttir, Ingi Steinar Gunnlaugsson, Kristinn Guðmundsson, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Elín Jóhannsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Þórir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.