Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Byggiðn – Félag byggingamanna óskar eftir
mælingamanni í fullt starf. Starfið felst í að fara á
vinnustaði, magntaka verk trésmiða og reikna út.
HÆFNISKRÖFUR:
> Sveinspróf í húsasmíði
> Góð alhliða tölvukunnátta
> Góðir samskiptahæfileikar
> Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
> Kostur að umsækjandi hafi reynslu við að
vinna í uppmælingakerfi
Umsóknarfrestur er til ogmeð 28. september nk. og skulu
umsóknir berast á netfangið finnbjorn@byggidn.is eða
í pósti áByggiðn–Félagbyggingamanna,Borgartúni 30,
105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og
umsækjendum tilkynnt ummálalok þegar ákvörðun
hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður félagsins,
Finnbjörn A. Hermannsson í síma 535-6006.
Byggiðn – Félag byggingamanna er
stéttafélag faglærðra byggingamanna og
málsvari þeirra og samningsaðili um kaup
og kjör á vinnumarkaði. Byggiðn varð til við
sameiningu Trésmiðafélags Reykjavíkur og
Félags Byggingamanna, Eyjafirði árið 2008.
Málsvari byggingamanna
STARFSMAÐUR VIÐ
UPPMÆLINGAKERFI
HÚSASMIÐA
Verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Að skapa vettvang fyrir jafnréttis- og
kynjafræðslu í skóla- og frístundastarfi í anda
laga og mannréttindastefnu borgarinnar.
• Veita ráðgjöf, fræðslu og stuðning til
starfsmanna í leikskólum, grunnskólum og
frístundamiðstöðvum um jafnréttismál.
• Taka þátt í miðlægri stefnumótun á skóla- og
frístundasviði og stefnumótun á starfsstöðum
þess í tengslum við jafnréttisfræðslu.
• Þróa og viðhalda vef um jafnréttisfræðslu.
• Fylgjast með nýjungum á sviði jafnréttisfræðslu
og í kynjafræði.
• Eiga samstarf við sérfræðinga í jafnréttis-
og kynjafræðum innan og utan skóla- og
frístundasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólanám í kynjafræði, sambærileg menntun
eða haldgóð reynsla af kennslu um kynjafræðileg
málefni.
• Reynsla af jafnréttisverkefnum æskileg.
• Kennsluréttindi eru æskileg og/eða reynsla af
starfi með börnum og ungmennum.
• Reynsla af verkefnisstjórn og innleiðingu
verkefna æskileg.
• Áhugi og þekking á birtingamyndum
margþættrar mismununar.
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í
ræðu og riti.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná
árangri í starfi.
• Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf verkefnisstjóra Jafnréttisskóla
Reykjavíkur laust til umsóknar.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember 2015. Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2015.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru beðnir um að
sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu,
sími 411 1111. Netfang: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is
Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar
og starfsemi Námsflokka Reykjavíkur, skólasafnamiðstöðvar og skólahljómsveita. Markmið Jafnréttisskólans
er að efla jafnréttisstarf í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar, sbr. aðalnámskrár leik- og
grunnskóla, 23. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla sem og mannréttindastefnu
Reykjavíkurborgar. Verkefnisstjóri Jafnréttisskólans starfar á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs í samstarfi
við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og
frístundasviðs.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða starf Jafnréttisskólans og þróa það
enn frekar.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði
og hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.
Skóla- og frístundasvið
Fiskbúðin Hafberg
óskar eftir duglegu og hressu starfsfólki til
að sjá um undirbúning á fiskborði og
afgreiðslu. Einnig vantar starfsfólk í veitinga-
sal frá kl. 10-14 virka daga.
Upplýsingar veitir Geir í síma 820 3413 og
hafberg@internet.is