Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 43
Jón fór til náms í Danmörku árið 1970 og sinnti þá jafnframt þjálfun hjá dönskum liðum, m.a. í handbolta hjá kvennaliði HTI. Jón flutti aftur til Akraness 1975 og starfaði á almennri teiknistofu þar 1975-98. Hann flutti til Kaup- mannahafnar 1999 er hann var ráð- inn umsjónarmaður Jónshúss til þriggja ára, en hann sinnti því starfi við almennar vinsældir til 1.9. nú í haust. En í hverju var starfið fólgið? „Starfið er ákaflega fjölbreytilegt og skemmtilegt enda er Jónshús feikilega vel nýtt miðað við aðeins eitt stöðugildi. Hinu gróskumikla fé- lagsstarfi sem fram fer í húsinu er að verulegu leyti haldið uppi af ýms- um félagssamtökum Íslendinga í Kaupmannahöfn, en auk þess er húsið nýtt til ýmissa funda- og nefndarstarfa. Móðurmálskennsla hefur verið þar starfrækt frá upp- hafi og er nú mjög öflug en þar verða þrír bekkir starfræktir í vetur með tveimur kennurum. Húsið fyll- ist því af börnum og foreldrum á hverjum laugardegi. Íslendingar eru duglegir að mæta í messu einu sinni í mánuði í St. Pálskirkju sem hér er steinsnar frá húsinu og síðan er hér messukaffi að lokinni guðsþjónustu. Þá er auðvitað stöðug sýning í húsinu um Jón for- seta og Ingibjörgu, konu hans, og sjálfstæðisbaráttuna. Auk þess er þar haldinn fjöldi myndlistarsýn- inga og tónleika, þar er gott bóksafn og haldin þorrablót fyrir eldri Ís- lendinga og jólamarkaður þar sem hægt er að fá malt og appelsín. Loks eru í húsinu tvær fræðimannaíbúðir sem eru stöðugt nýttar. Umsjónarmaðurinn þarf að halda utan um og skipuleggja allt það starf sem fram fer í þessu fimm hæða húsi og huga að ástandi þess og viðhaldi. Það er því í mörg horn að líta.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns er Inga Harðar- dóttir, f. 9.5. 1948, framhaldsskóla- kennari. Foreldrar hennar: Þórhalla Kristjánsdóttir, f. 18.8. 1925, hús- freyja í Kópavogi, og Hörður Björnsson, f. 11.2. 1920, d. 9.3. 2001, byggingatæknifræðingur. Börn Jóns og Ingu eru Þórhallur Rafns Jónsson, f. 21.8. 1969, fram- kvæmdastjóri tónlistarútgáfu í Kaupmannahöfn, en kona hans er Arndís Inga Magnúsdóttir, starfs- maður á markaðsdeild Icelandair í Kaupmannahöfn, og eru börn þeirra Inga og Daði; Bergþóra Jónsdóttir, f. 11.5. 1974, starfsmaður á mark- aðsdeild Icelandair í Kaupmanna- höfn, en maður hennar er Ragnar Ingi Jónsson, verkfræðingur hjá IPU í Kaupmannahöfn, en dætur þeirra eru Álfhildur Anna, Þórhild- ur Fríða og Þórunn Björk; Þórhild- ur Rafns Jónsdóttir, f. 2.4. 1976, deildarstjóri hjá ÍTR í Reykjavík, en maður hennar er Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur hjá Gluggasmiðjunni, og eru synir þeirra Logi Snær og Steindór Árni. Bróðir Jóns er Tómas Jóhannes Runólfsson, f. 6.4. 1941, fyrrv. skrif- stofustjóri Sementsverksmiðju rík- isins, búsettur á Akranesi. Foreldrar Jóns: Runólfur Ólafs- son, f. 24.10. 1904, d. 14.2. 1991, bólstrari og módelsmiður, og Mál- fríður Þorvaldsdóttir, f. 15.9. 1914, d. 19.11. 2006, húsfreyja og baðvörð- ur við íþróttahúsið á Akranesi. Jón Rafns Runólfsson Sigríður Stefánsdóttir bústýra og vinnukona víða Eiríkur Alexíusson vinnum. í Skildinganesi við Rvík, af Fremri-Hálsaætt Sigríður Eiríksdóttir húsfr. á Akranesi Þorvaldur Ólafsson sjóm. á Akranesi Málfríður Þorvaldsdóttir húsfr. og baðvörður á Akranesi Ólafur Jóhannesson b. á Bræðraparti og Sýruparti á Akranesi Geir Þorsteinsson forstj. Ræsis Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Hallgrímur Geirsson lögm. og fyrrv. stjórnar- form. Árvakurs Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Eyjaseli Runólfur Guðmundsson b. í Eyjaseli í Hlíð Oddný Runólfsdóttir húsfr. á Vopnafirði Ólafur Oddsson útvegsb. á Vopnafirði Runólfur Ólafsson bólstrari og módel- smiður á Akranesi Hildur Eyvindsdóttir húsfr. á Ragnheiðarstöðum Oddur Oddsson b. á Ragnheiðarstöðum í Flóa Áslaug Geirsdóttir Zoëga húsfr. í Rvík Geir Hallgrímsson forsætisráðherra Björn Hallgrímsson forstjóri H. Ben. Kristinn Björnsson fyrrv. forstjóri Skeljungs Emilía B. Björnsdóttir ljósmyndari við Morgun- blaðið Guðrún Geirsdóttir Zoëga Ingileif Hallgrímsdóttir stjórnarform. Geir Zoëga rektor Lærða skólans Úr frændgarði Jóns Rafns Runólfssonar Guðrún Tómasdóttir Zoëga húsfr. á Bræðraparti ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Jóhann Hafstein forsætisráð-herra fæddist á Akureyri 19.9.1915. Hann var sonur Júlíusar Havsteen, sýslumanns á Húsavík, og k.h, Þórunnar Jónsdóttur húsfreyju. Júlíus var sonur Jakobs Valde- mars Havsteen, kaupmanns á Ak- ureyri, og Thoru E.M. Havsteen húsfreyju. Þórunn var einnig af Haf- steinum, dóttir Jóns Þórarinssonar fræðslustjóra, af Presta-Högnaætt, og Láru Havstein, systur Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra, af Briemætt forsætisráðherranna Gunnars Thoroddsen og Davíðs Oddssonar. Meðal sjö systkina Jóhanns má nefna Jakob Hafstein, lögfræðing og listmálara, föður Júlíusar Hafstein sendiherra, og Hannes Þórð Haf- stein, forstjóra SVFÍ, föður Stefáns Jóns Hafstein. Synir Jóhanns og k.h., Ragnheið- ar Hauksdóttur Hafstein: Haukur Hafstein innanhúsarkitekt, látinn, Jóhann Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóri, og Pétur Kristján Hafstein, fyrrverandi hæstaréttar- dómari og sagnfræðingur. Jóhann Hafstein lauk stúdents- prófi frá MA árið 1934, lögfræðiprófi frá HÍ 1938 og stundaði framhalds- nám í þjóðarrétti við Lundarháskóla og í Danmörku og Þýskalandi. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1946- 58, sat í bæjarráði 1946-54, var bankastjóri Útvegsbankans 1952-63, alþingismaður Reykvíkinga 1946-78 og lengst af dóms-, kirkju- og iðnaðarráðherra í Viðreisnarstjórn- inni. Hlutverk Jóhanns í íslenskri stjórnmálasögu var umtalsvert en engan veginn auðvelt. Hann lagði línurnar um hinar miklu virkjunar- framkvæmdir sem hófust með Búr- fellsvirkjun og raforkusamningum vegna álvers í Straumsvík. Hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra við sviplegt frá- fall Bjarna Benediktssonar sumarið 1970 og glímdi í kjölfarið við alvar- lega sundrung í forystu flokksins þar sem hann tók sér stöðu með eftirmanni sínum, Geir Hallgríms- syni, gegn Gunnari Thoroddsen. Jóhann lést 15.5. 1980. Merkir Íslendingar Jóhann Hafstein Laugardagur 85 ára Baldur Guðmundsson Friðrik Friðriksson 80 ára Emil L. Guðmundsson Hjörtur Torfason 75 ára Árnný S. Guðjónsdóttir Lilja Þorbergsdóttir Sigrún Ásta Guðlaugsdóttir 70 ára Böðvar Valdemarsson Daníela Guðmundsdóttir Dröfn Einarsdóttir Grétar Magnússon Hjördís Judithardóttir Ólafur Einarsson Ólafur Sigurðsson Sigríður Á. Pálsdóttir Sigurbjörg Gísladóttir Sigurbjörg Lárusdóttir Þórlindur Jóhannsson 60 ára Anna K. Guðmundsdóttir Bjarni Guðjónsson Björn S. Sigurvaldason Friðgerður S. Baldvinsdóttir Hersteinn K. Valgarðsson Hjördís Vestmann Jóhanna Garðarsdóttir Kristín R. Gunnarsdóttir Snorri Ragnarsson Ægir Kópsson 50 ára Arnar Þór Ólafsson Ágústa K. Guðmundsdóttir Árni Björn Ómarsson Dóra Magda Gylfadóttir Elín Þóra Stefánsdóttir Erna Gísladóttir Freyja Jónsdóttir Funminiyi Olanrewaju Ajala Jóhannes Ævar Jónsson Magnús Ási Ástráðsson Sveinbjörn S. Gunnarsson 40 ára Björk Thorarensen Guðrún Helga Helgadóttir Halldóra G. Sigurðardóttir Hildur María Hilmarsdóttir Inga Lára Gylfadóttir Jenný María Jónsdóttir Jóhanna Kristófersdóttir Jóhannes Óskarsson Jónas Ríkharð Jónsson Klemenz B. Gunnarsson Kristín Skjaldardóttir Nína G. Jóhannsdóttir Ragnheiður D. Bjarnadóttir Soffía Elísabet Pálsdóttir 30 ára Ágúst Þór Jónsson Birgir Þórisson Elfar Logason Gróa Björg Baldvinsdóttir Guðrún Helga Heiðarsdóttir Guðrún María Jónsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir Magni Freyr Emilsson Magnús Bernhard Gíslason Rebekka B. Björnsdóttir Sigrún Sæmundsdóttir Sigurður F. Gunnarsson Sonja Noack Steingrímur J. Jósepsson Steinunn Þ. Sigurðardóttir Unnur Emma Markúsdóttir Sunnudagur 90 ára Sigurður Árnason 85 ára Ásvaldur I. Guðmundsson Hannes Bjarnason Vilhelmína Baldvinsdóttir 80 ára Elfa Björnsdóttir Guðbjörg Valdimarsdóttir Guðmundur Jóhannsson Guðmundur Jónsson Hilmar Steingrímsson Jóhann Gunnarsson Jón Björnsson Sveinn Jóhannsson 75 ára María Jóhannesdóttir Sigurður R. Bjarnason Unnur Kristjánsdóttir 70 ára Árni Þorkelsson Ásgeir Þormóðsson Ásmundur Guðmundsson Finnbogi Hermannsson Guðmundur Bogason Guðrún Ragna Rafnsdóttir Helga Vallý Björgvinsdóttir Magnea Baldvinsdóttir Óli Helgi Sæmundsson Sigurður B. Oddsson Sigurjón Magnússon Stefán R. Jónsson Steinunn Helga Hallsdóttir Vilmar H. Pedersen 60 ára Carl Bergur Granz Erla Hrönn Sveinsdóttir Guðberg Heiðar Sveinsson Gunnþórunn Geirsdóttir Helga Jóhannesdóttir Helgi Tómasson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jófríður Hallsdóttir Jóhann Pjetur Jónsson Jónína G. Samúelsdóttir Kristján Böðvarsson Kristján Meyvant Jónsson Margrét Gísladóttir Pétur Bjarnason Sigrún Hrafnsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir 50 ára Edda Arinbjarnar Egill Örlygsson Finnbogi R. Guðmundsson Hermann Valsson Hjálmar H. Hjálmarsson Hjörtur Einarsson Hjörtur Líndal Jóhannsson Jenný Björgvinsdóttir Jóhanna Halldórsdóttir Jóna Júlía Petersen Jóna Þórsdóttir Rannveig Ó. Friðþjófsdóttir Rósa Vilborg Jóhannsdóttir Sigurjón Sigurðsson 40 ára Anna S. Aðalbjörnsdóttir Arnþór Ingi Hinriksson Atli Geir Atlason Auður Guðjohnsen Dagmar Þorsteinsdóttir Edda Jónsdóttir Erla Guðrún Kristinsdóttir Gabríela Aðalbjörnsdóttir Hrönn Harðardóttir Ingibjörg Björgvinsdóttir Jónas Elíasson Kristján Sigfússon Kristján Þór Ebenezersson Magdalena E. Andrésdóttir María Sigurðardóttir 30 ára Alma Sigurðardóttir Anita Gísladóttir Daníel Örn Gíslason Einar Örn Rafnsson Guðný J. Gunnarsdóttir Gunnar Ingi Valdimarsson Inga M. Benediktsdóttir Ingólfur Sigurðsson Sigríður Sigurbjarnadóttir Sigrún H. Einarsdóttir Sigurlaug Lilja Jónasdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.