Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Sextettinn The King’s Sin-gers öðlaðist heimsfrægðfljótlega eftir stofnun 1968.Mátti ekki aðeins þakka
óumdeilanlegum tjáningargæðum
heldur líka einhverri mestu fjöl-
breytni í verkefnavali sem um getur
meðal vestrænna raddsöngshópa á
20. öld. Skákaði hann að því leyti
bæði Comedian Harmonists á 4. ára-
tug og Swingle Singers frá því um
1960, svo tvö áhrifamikil dæmi séu
nefnd, með viðfangsefnum úr jafn-
ólíkum áttum og endurreisnar-
madrígölum, klassík, rómantík,
módernisma, þjóðlögum, poppi og
djassi.
KS gistu nú landið í annað sinn.
Fyrra skiptið var í Gamla bíói árið
1989, en nú voru nýir söngvarar í öll-
um sex röddum. Raddseiður hópsins
reyndist þó engu síðri en fyrr, og
kannski ekki að undra m.t.t. harðari
samkeppni, þar sem framfarir í upp-
tökutækni geta að auki villt mönnum
heyrn með AutoTune – dæmigerðri
„PhotoShop söngvarans“ er nú ku
jafnvel nýtanleg á lifandi tónleikum
með yfirgengilega nákvæmri inn-
tónun.
Sem betur fór varð þess þó ekki
vart þetta kvöld, heldur skiluðu
hæfileikar, ögun og þrotlausar æf-
ingar sínu svo varla varð á betra kos-
ið. Enda reif eftirminnileg frammi-
staða sexmenninganna þegar í
upphafi hlustendur rækilega upp úr
skónum fram að fagnaði á fæti í tón-
leikalok. Enn ein fjöður í ómvistar-
orðspor Eldborgar, er skilaði óraf-
magnaðri barkalist þeirra félaga til
yztu kima, þótt halda mætti að fyrra
bragði salinn í stærsta lagi fyrir
jafnviðkvæma hópsöngsgrein.
Sérstaða brezkrar kórhefðar mót-
ast ekki sízt af kontratenórsöng;
fornri falsettutækni er hækkar tón-
svið karlbarkans upp á efsta svið alt-
söngkvenna. Með því móti nær
kontrakarlakór svo til fullu raddsviði
blandaðra kóra og getur þannig
margfaldað verkefnaval sitt. Þar við
bætist að hásvið kontratenóra er
talsvert mýkra en hásvið kvenradda,
og næst fyrir vikið betra samvægi.
Mátti það glöggt heyra hjá KS, hvort
heldur í sterkum eða veikum söng –
til greinilegs ágóða fyrir m.a. krydd-
aða „close harmony“ þéttskipun.
Söngsveitin hófst handa með þrem
lögum úr hinni ríku brezku madrí-
galaarfleifð. Tveir fisléttir ,balettar‘
voru eftir Morley, og á milli þeirra
sexradda toppstykki eftir Weelkes,
Thule, the Period of Cosmography;
augljóslega valið í tilefni af söngför-
inni og til marks um hve „Mount
Hecla’s sulphurious fires“ spurðust
víða þegar á 16. öld.
Eftir þrjú bráðfalleg kórlög Saint-
Saëns lauk fyrsta fjórðungi með
Nonsense, grínverki eftir ítalska
framúrstefnuforkólfinn Goffredo
Petrassi við 5 enskar gamanlimrur,
er sannaði að m.a.s. módernísk tón-
list getur verið drepfyndin, sé ein-
beittur brosavilji fyrir hendi. Úr
þjóðlegu deildinni komu þarnæst
fjögur lög; fyrst eitt eftir Paul Sim-
on, síðan rífandi sveifluútsetning á
Down by the Riverside og tveir dill-
andi negrasálmar.
Eftir hlé birtust 4 „póstkort hvað-
anæva úr heiminum“ – kanadískt og
velskt þjóðlag, kliðmjúk eyrnagæla
Billys Joel And So it Goes (úts. Chil-
cott) af frábært samstilltri snilld og
hið stutta en einlæga Kvöldvers
Tryggva Baldvinssonar er sungið
var á íslenzku við mikla hrifningu
salargesta. Loks var bryddað upp á
„merkum amerískum sönglögum“ og
stóðu þar upp úr sígrænkur Gers-
hwin-bræðra, Our Love is Here to
Stay og Night and Day svo þakið
ætlaði ofan að rifna.
Kóngssöngvarar kvöddu með
kostulegu aukalagi, skoppandi
vókalísuúttekt á forleik Rossinis að
Rakaranum í Sevillu, og minntu um
leið á hvað til stendur hér í næsta
mánuði.
Fagnaðarlæti „Enda reif eftirminnileg frammistaða sexmenninganna þegar í upphafi hlustendur rækilega upp úr
skónum fram að fagnaði á fæti í tónleikalok,“ segir m.a. í rýni um tónleika sönghópsins The King’s Singers.
„Þú söngst á tindi
Heklu hám…“
Eldborg í Hörpu
Kórtónleikar bbbbb
Lög af ýmsu tagi. Sönghópurinn The
King’s Singers (David Hurley & Timothy
Wayne-Wright kontratenórar, Julian
Gregory T, Christopher Bruerton &
Christopher Gabbitas Bar. og Jonathan
Howard B. Miðvikudaginn 16. sept-
ember 2015.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Íslenska óperan og menningarhúsið Hannesarholt við
Grundarstíg standa sameiginlega að viðburði í Hann-
esarholti klukkan 17 í dag, laugardag. Undir yfirskrift-
inni „Rakarinn frá Sevilla heimsækir Hannesarholt“
ætla söngvarar úr væntanlegri haustuppfærslu óp-
erunnar, búningahönnuður og kynningastjóri að færa
óperuna nær áhorfandanum.
Gestum gefst því færi á að kynnast Rakaranum frá Se-
villa í návígi en söngvarar sem munu taka þátt í sýning-
unni flytja valdar aríur og dúetta ásamt píanóleikara,
auk þess sem þau svara spurningum um undirbúninginn.
Fram koma Rakarinn (Oddur Arnþór Jónsson), Alma-
viva greifi (Gissur Páll Gissurarson) og Rosina (Sigríður Ósk Kristjáns-
dóttir) og með þeim píanóleikarinn Antonia Hevesi.
Oddur Arnþór
Jónsson
Rakarinn heimsækir Hannesarholt
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k
Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k
Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.
Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas.
Aðeins þessar sýningar!
At (Nýja sviðið)
Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.
Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.
Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k.
Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k.
Kenneth Máni stelur senunni
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.
Aðeins þessar sýningar!
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k
Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k
Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Þri 3/11 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Fim 5/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas.
Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn
Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn
Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn
Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas.
Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn
Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn
Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn
Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn
Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Sun 20/9 kl. 18:00 4.sýn Mið 23/9 kl. 19:30 Lau 26/9 kl. 19:30
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30
Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
DAVID FARR
HARÐINDIN
22. september
- Oddur Jónsson
- Sigríður Kristjánsdóttir
- Guðrún Ólafsdóttir
- RAKARINN -
FRÁ SEVILLA
- Gissur Páll Gissurarson
- Antonia Hevesi píanó
HÁDEGISTÓNLEIKAR
- LUNCHTIME OPERA CONCERTS -
Þriðjudaga kl. 12.15 í Norðurljósasal - Hörpu.
Frítt inn á þessa fyrstu tónleika.