Skólavarðan - 01.02.2005, Page 9
9
9%
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005
bjóða listunnendum og fagurkerum.
Á lokadegi heimsóknarinnar var ekið til
Kecskemet, fæðingarbæjar Zoltán Kodá-
lys. Regninu hafði slotað og sólin vermdi
landið og okkur ferðalangana. Kecskem-
et er fallegur bær, hrein torg og vel hirt
hús buðu okkur velkomin. Í einu af þess-
um fallegu húsum er Kodály-skólinn til
húsa. Hann er venjulegur grunnskóli að
öðru leyti en því að börnin fá tónmennt á
hverjum degi og lögð er áhersla á kórstarf.
Skólinn byggir allt starf sitt á hugmyndum
Kodálys um alþýðufræðslu í tónlist. Mik-
ið var indælt að sitja í kennslustund með
sjö ára börnum og hlýða á þennan hreina
söng. Sú eindrægni og sá starfsandi sem
einkenndi stundina snart okkur öll. Hér
ganga allir að sama marki í kröfuharðri
vinnu. Það er bjart yfir söng krakkanna og
þeim virðist vera eðlilegt að tjá sig með
þeim hætti. Léttstíg gengu þau út úr stof-
unni sinni með kennara sínum að kennslu
lokinni, en við þurftum ráðrúm til að fá
að ræða það sem við höfðum upplifað og
bera saman bækur okkar. Hvað er það sem
skapar þessa eindrægni og vinnusemi sem
ekkert hindrar og birtist í frjálsri tjáningu í
söng? Hvaðan kemur þessi frjálslegi agi?
Með þessa og fleiri spurningar á vör-
um var okkur vísað yfir í næsta hús. Þar
er Kodály-stofnunin til húsa, miðpunktur
alþjóðlegrar hreyfingar um hugmyndir
Zoltán Kodálys. Þar var í fyrirlestri rakin
saga hans sem þjóðlagasafnara, tónskálds
og loks brautryðjanda á sviði tónlistarupp-
eldis og kynnt hlutverk stofnunarinnar,
að halda námskeið fyrir tónlistarkennara
hvaðanæva úr heiminum til að læra að
kenna í anda þessara hugmynda. Þetta
atriði heimsóknarinnar markaði lok ferð-
arinnar en einnig hápunkt hennar. Eftir
stendur spurningin um hvað við getum
lært af Ungverjum. Það sem birtist okkur
öllum í kennslustundinni í Kodály-skólan-
um vekur upp spurningar um stöðu þess-
ara mála hjá okkur á Íslandi þar sem mörg
börn á grunnskólaaldri fá enga kennslu í
tónmennt. Hvernig getum við snúið vörn
í sókn?
Höfundur er Sigursveinn Magnússon skóla-
stjóri Tónskóla Sigursveins.
Sigursveinn Magnússon
Kennslustund í Kodály-skólanum
NÁMSFERÐ