Skólavarðan - 01.02.2005, Síða 13

Skólavarðan - 01.02.2005, Síða 13
13 NÝJUNGAR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Borgarráð staðfesti í haust nýja gjald- skrá Leikskóla Reykjavíkur í samræmi við ákvörðun ráðsins í júní sl. að bjóða upp á gjaldfrjálst leikskólanám á morgn- ana fyrir fimm ára börn. Skipaður var starfshópur sem vann tillögur um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar býður líka fimm ára börnum gjaldfrjálst leikskóla- nám nú frá áramótum í fjórar stundir á dag. Með samþykkt þessarar tillögu hafa Reykjavík og Fjarðabyggð skipað sér í fylk- ingarbrjóst þeirra sveitarfélaga sem líta á starf leikskólans sem hluta af samfelldu námsferli og viðurkenna þar með leikskól- ann sem fyrsta skólastigið. Skólavarðan leitaði til Hildar Skarphéð- insdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar hjá Leikskólum Reykjavíkur, og spurði hana hvort fimm ára börn ættu nú að fara að læra lestur og reikning. Hildur var fljót til svars: „Nei, nei, einmitt ekki. Fimm ára börnin leysa nú eins og áður „elstu barna verkefni". Þau eru vön því að menntun þeirra fari fram án þess að um beina kennslu sé að ræða með námsbókum og verkefnablöðum. Foreldrar hafa tekið þessum tillögum um aukna samþættingu leikskóla og grunn- skóla mjög vel og virðast hafa verið ágæt- lega búnir undir að hér er ekki um að ræða neina stórvægilega breytingu á leik- skólastarfinu frá því sem verið hefur.“ Um námskrárgerð á þessu fyrsta skóla- stigi sagði Hildur að leikskólarnir væru ólíkir og hefðu mismunandi áherslur í uppeldis- og menntastarfi. „Þetta á ekki að breytast við gjaldfrjálst leikskólanám elstu barnanna. Hver leikskóli á að búa til afmarkaða námskrá fyrir fimm ára börnin þar sem áhersla er meðal annars lögð á hreyfingu, málrækt, myndsköpun, tónlist, umhverfi, menningu og samfélag. Áhersla er lögð á að leikurinn sé námsleið barna á leikskólaaldri.“ Hvernig eru skólarnir mannaðir til að takast á við þetta verkefni? „Enginn leikskólastjóri hefur talað um að hann geti ekki tekist á við þetta verk- efni vegna skorts á leikskólakennurum en deildarstjórar á vel flestum deildum leik- skóla borgarinnar eru leikskólakennarar. Starfsmenn leikskólanna eru mjög opnir fyrir fræðslutilboðum Leikskóla Reykjavík- ur og eru allir með símenntunaráætlun. Diplómanámið í KHÍ og fjarkennslumögu- leikar skólans til að mennta leikskóla- kennara hafa verið mikil lyftistöng fyrir stéttina og á það vonandi eftir að skila sér í auknu framboði af leikskólakennurum í náinni framtíð.“ GG Að læra í gegnum leik - áhersla á félags- og samskiptafærni Leikskólinn fyrsta skólastigið Nefndin mælir með fjölbreyttum námsleiðum í yngstu bekkjum grunnskóla þar sem nemendur fái tækifæri til að læra og þroskast í gegnum leik og efla þannig fé- lags- og samskiptafærni sína. Með einstaklingsmiðuðum áherslum verði komið til móts við mismun- andi hæfileika og getu nemenda. Áhersla verði lögð á samstarf bekkjardeilda og árganga og sam- vinnu nemenda í ólíkum hópum. Úr greinargerð starfshóps um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Hildur Skarphéðinsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.