Skólavarðan - 01.02.2005, Síða 20
20
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005
smáatriðum hvað stúdent á að kunna.
Ég held að við eigum að þora að hugsa
þá hugsun að skólarnir búi hver til sína
námskrá.
Hjördís: Þessu verð ég að mótmæla.
Í okkar litla samfélagi er nauðsynlegt að
hafa aðalnámskrá. Val nemenda er að ein-
hverju leyti blekking. Framboðið er eins og
fjármunirnir leyfa og þeir eru af svo skorn-
um skammti að framboð verður aldrei
nógu mikið til að nemendur hafi frjálst
val. Aðalnámskráin skyldar menntamálayf-
irvöld til að hafa að minnsta kosti náms-
framboð samkvæmt henni. Þess vegna vil
ég ekki sjá aðalnámskrá hverfa.
Atli gaf sig ekki og nefndi nokkur dæmi
um sérhæfða menntun sem boðið væri
upp á í sumum skólum, t.d. IB-brautina í
MH, fornmálabrautina í MR og skóla sem
hefðu verið að flétta saman iðnnám og
bóknám. Að mati Atla stendur námskrá,
sem telur upp í smáatriðum hvað eigi að
gera, í vegi fyrir því að öll þessi blóm fái
virkilega að blómstra.
Egill: Ég held að við þurfum ekki að ótt-
ast það að skólarnir fari á eitthvert ævin-
týraflipp því þeir hljóta að vera að mennta
nemendur til einhvers. Það verður alltaf
einhver lágmarksstýring hvort sem hún
heitir aðalnámskrá eða eitthvað annað.
Guðmundur: Ég held ekki að það sé að-
alnámskráin sem verður aðal stýriaflið í
framhaldsskólanum í framtíðinni, ég held
að það verði samræmd stúdentspróf.
Hjördís: Það held ég ekki.
Egill: Ef þau verða?
Guðmundur: Já, þeim verður troðið í
gegn, trúið mér! Og við þau verður miðað.
Þetta verður nákvæmlega eins og í grunn-
skólanum eftir fá ár ef þetta verður keyrt í
gegn, þessi skýrsla, styttingin, samræmdu
stúdentsprófin, öll þessi einsleitni og sam-
ræming sem verið er að sækjast eftir með
öllum þessum aðgerðum. Það er verið að
gera skólakerfið einsleitara og skólana
samanburðarhæfari, það er verið að auka
hagkvæmni og þetta mun stýra í framtíð-
inni. Viljum við þessa einsleitni? Viljum við
þessa samræmingu? Viljum við láta negla
alla í sama farið?
Aldís: Ég vildi gjarnan geta tekið undir
sjónarmið Atla en ég held að við verðum
að hafa formlegan ramma, þ.e. námskrá.
Hér áðan var minnst á IB-námið í MH þar
sem ég kenni og þekki vel til. Það er dæmi
um afar miðstýrt nám, þar er allt njörvað
niður og nákvæmlega skilgreint í námskrá
hvað eigi að kenna. Þar eru mjög strangar
reglur um hvað megi gera og hvað ekki.
Að sumu leyti er þetta öryggisnet fyrir
kennarana en á hinn bóginn má líta á
þetta sem spennitreyju. Maður er auðvitað
ekki alltaf sammála öllu sem sett er fram
af einhverri miðlægri stofnun úti í heimi.
Síðan eru samræmd próf í öllu þessu og
þau vil ég ekki sjá hér! Það er einlæg ósk
mín að þau verði lögð af og að skólar fái
að hafa eigin sveigjanleika.
Mikilvægt að hefja umræður vítt og
breitt í skólasamfélaginu
-Hvað er brýnast að kennarar geri nú varð-
andi þessar hugmyndir skýrslunnar um
framtíð framhaldsskólans á Íslandi?
Stóri veikleikinn í þessari skýrslu er sá að einblínt er á
að stytta námið. Það er ekki nægilega horft til þess hvað
nemendur eiga að hafa þegar þeir útskrifast. -Egill.
VIÐ HRINGBORÐIÐ
Atli: Það þarf líka að greiða
fyrir því að nemendur eigi
raunhæfan kost á því að ljúka
grunnskólanámi á níu árum ...
Guðmundur: Ef við lítum á töflu 4 má sjá
hvernig skepnan kemur til með að líta út
þegar búið verður að lauma þessu gegnum
alþingi án allrar umræðu á síðustu dögum,
ef ég þekki vinnubrögðin rétt...