Skólavarðan - 01.02.2005, Page 27

Skólavarðan - 01.02.2005, Page 27
27 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 tekið þetta fyrir sem hluta af námsáhersl- um í lífsleikni og/eða fellt inn í hvaða námsgrein sem er. Jafnframt eru heimilin upplýst um það sem verið er að gera með börnunum. Síðan er aflað stuðnings for- eldra við hugmyndirnar og aðferðirnar. Mitt hlutverk - þitt hlutverk Þegar skólar ákveða að tileinka sér þessar aðferðir byrjar fullorðna fólkið, kennarar, stjórnendur, annað starfsfólk og foreldrar, á því að taka mikilvæg lífsgildi sín til skoð- unar og skilgreina hvernig það vilji vera. Þetta er sett í sáttmála sem allir skrifa und- ir og er hann sameiginleg stefna samstarfs- manna. Næsta skref er að skilgreina hvað þarf að gera til að ná markmiðinu, með því að athuga hlutverkaskiptingu, mitt hlutverk - þitt hlutverk. Tvö og tvö embætti, sem hafa ólík verksvið en vinna saman að sama marki, skilgreina hlutverk sín. Þegar búið er að skilgreina hlutverkin með þessum hætti er allt daglegt starf mun einfaldara og öllum ljóst til hvers er ætlast af þeim. Ákvörðun er tekin um ófrávíkjanlegar reglur til að verja þau lífsgildi sem sam- staða hefur náðst um.Vinnureglur eru skil- greindar til að bregðast við þegar ófrávíkj- anlegar reglur eru brotnar. Þá þarf ekki að fara í gamla gírinn, skammast og hóta eða tipla um og kaupa bætta hegðun, heldur er hægt að stöðva óásættanlega fram- Unnið með mitt og þitt hlutverk. komu af einurð og festu í góðri samvinnu starfsmanna. Diane Gossen lagði áherslu á að hafa gleðina og húmorinn í fyrirrúmi í þessari vinnu og á því ágætlega við að enda um- fjöllunina á orðum hennar sem lýsa ágæt- lega þessari hlið: IF IT ISN´T FUN IT ISN´T RESTITUTION. Það var mikil reynsla fyrir okkur Ís- lendingana að sjá og heyra um þennan veruleika og hvernig kennarar og skóla- samfélagið vinnur með þessa hluti eftir aðferðum uppbyggingarstefnunnar. Það sannfærði okkur um að þessi aðferð skilar árangri í samskiptum við erfiðustu aðstæð- ur og staðfesti það sem við höfum reynt. Við getum því sagt að við trúum að við séum á réttri leið á Álftanesi. http://alftanesskoli.ismennt.is/uppbygging Magni Hjálmarsson, Guðlaug Erla Gunnars- dóttir og Sveinbjörn Markús Njálsson. NÁMSFERÐ

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.