Skólavarðan - 01.02.2007, Síða 5

Skólavarðan - 01.02.2007, Síða 5
5 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 Á dögunum var ég að segja konu frá því hvað það hefði verið mér holl reynsla að flytjast til lands þar sem ég skildi ekki nokkurn skapaðan hlut, kunni ekkert í tungumálinu og fólk skildi mig ekki. Þar sem einföldustu og hversdagslegustu hlutir urðu að meiriháttar máli. Þar sem ég réð ekki við að taka þátt í spjalli á förnum vegi, varð að láta líkamlegt fas og bros duga. Þar sem fólk kom stundum fram við mig eins og ég væri krakki og hækkaði jafnvel málróminn, sennilega í þeirri von að ég skildi það betur. Þar sem þekking mín á íslenskri ljóðlist og skáldskap höfðu enga vigt, þar sem ég var nánast núll og nix, átti mér enga sögu, var “bara útlendingur” frá landi sem fæstir þekktu. Hvað er hollt við svona reynslu, er þetta ekki bara niðurlæging og æfing í skapraun sem gert gæti hvern mann vitlausan? Jú, þessi reynsla var mér holl fyrir margra hluta sakir. Hún gaf mér tækifæri til að vera í þeim sporum sem svo margt fólk í heiminum upplifir nú. Fólk sem annaðhvort af fúsum og frjálsum vilja eða tilneytt yfirgefur ættland sitt og flyst til annarra landa, stundum á fullkomlega framandi slóðir. Sá fjöldi skiptir milljónum í heiminum nú á tímum og íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af þessum búferlaflutningum þó að þeir verði hér töluvert seinna en í flestum nágrannaríkjunum. Það reynir á þolrifin að setjast að í öðru landi og takast á við aðra menningu, læra nýtt tungumál og maður skynjar sem aldrei fyrr afstæði eigin menningar. Þessi áreynsla verður því meiri sem menningarmunurinn er meiri milli heimalandsins og nýja landsins. Þetta þekkja allir sem verið hafa í þessum sporum. Lýsingin hér að ofan á að sjálfsögðu við fyrstu reynsluna á nýjum og framandi stað. Það tekur tíma að aðlagast, verða hluti af nýju samfélagi, skapa sér rými, endurskapa að hluta sjálfsímynd sína, verða virkur þátttakandi á nýjum stað. Hér skiptir auðvitað miklu máli á hvaða forsendum maður kemur, hvernig tekið er á móti manni, hvar maður lendir í hinu félagslega flokkunarkerfi sem ríkir á nýja staðnum. Er ég hluti af hópi sem á sér langa sögu, standa mér allar dyr opnar eða bara sumar? Ég hef verið innflytjandi í þremur löndum, mislíkum Íslandi og búið mislengi, allt frá ári upp í á annan áratug. Ég hef aldrei þurft að líða fyrir að vera ekki af „réttum” menningarlegum bakgrunni, fyrir að hafa ekki „réttar” trúarskoðanir eða „rétt” útlit. Þrátt fyrir þennan augljósa Að rífa sig upp úr einsleitni hugarfarsins Ég hef verið innflytjandi í þremur löndum, mislíkum Íslandi og búið mislengi, allt frá ári upp í á annan áratug. Ég hef aldrei þurft að líða fyrir að vera ekki af „réttum“ menningarlegum bakgrunni, fyrir að hafa ekki „réttar“ trúarskoðanir eða “rétt” útlit. Þrátt fyrir þennan augljósa meðbyr tók þessi reynsla á. Hallfríður Þórarinsdóttir GESTASKRIF

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.