Skólavarðan - 01.02.2007, Side 8

Skólavarðan - 01.02.2007, Side 8
8 TVEIR PUNKTAR AF TÍU SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 Vinna við tíu skrefa samkomulag menntamálaráðherra og KÍ fer fram í mörgum nefndum sem starfað hafa síðan í haust. Stjórn og skólamála- nefnd Félags leikskólakennara sendi trúnaðarmönnum félagsins bréf í desember sl. þar sem athygli var beint að tveimur atriðum sem fjallað er um í samkomulaginu og þau tengd stefnumálum FL/KÍ. Annars vegar er um að ræða fljótandi skil skólastiga og hins vegar breytingar á kennaramenntun. Í bréfinu segir meðal annars: „ Þessi mál eru í deiglunni í þeirri vinnu sem fram fer um heildarendurskoðun á menntakerfinu, allt frá leikskóla og upp úr. Kennarar og skólastjórar á leikskólastiginu verða að taka upp þessa umræðu og mynda sér skoðanir. Mikilvægt er að leitast við að sjá málin í víðu samhengi, þ.e. ekki eingöngu með „leikskólagleraugunum“, heldur út frá menntapólitísku sjónarmiði. Skólastefna Í skólastefnu KÍ stendur: Skólastigin myndi samfellu og námstími á öllum skólastigum sé sveigjanlegur þannig að nemendur geti hafið nám á misjöfnum aldri og lokið því á hraða sem hentar hverjum og einum. Í þingsamþykkt KÍ segir ennfremur: KÍ leggur áherslu á að kennaramenntun fylgi þróun í skólakerfinu og kröfum samfélagsins á hverjum tíma. Það er löngu tímabært að lengja og styrkja kennaramenntun á Íslandi svo hún verði sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Fljótandi skil skólastiga Umræða um skil skólastiga er eitt af þeim málum sem mikið er rætt um í heildar- endurskoðun á menntakerfinu. Mikilvægt er að kennarar og skólastjórar í leikskólum myndi sér skoðun á málinu og spyrji sig spurninga eins og: • Hvernig finnst mér að skilin milli skólastiga eigi að vera? • Hvað þýðir fljótandi skil, hvað vil ég að það þýði? • Hvaða augum lít ég það ef þeim mörkum (6 ára) sem hingað til hafa gilt verður breytt, börn fari í grunnskóla fyrr eða síðar, t.d. á bilinu 5 – 7 ára, eða jafnvel verði miðað við afmælisdag barnsins sem meginreglu? • Hverjir eru kostir þess og gallar fyrir börnin að það verði valbundið hvenær þau flytjast á milli skólastiga? • Hvað má betur gera í leikskólum til að efla einstaklingsmiðað nám þannig að komið sé til móts við öll börn, hvar sem þau eru stödd í þroska og aldri? • Má gera skólanámskrá skýrari í leik- skólum, t.d. með því að markmiðs- tengja námskrá fyrir hvern árgang í meira mæli en nú er gert? • Er jákvætt og bætandi fyrir starf í leikskólum og skil milli skólastiga að þar starfi fólk með mismunandi menntun, t.d. grunnskólakennaramenntun? Breytt kennaramenntun Nefnd um kennaramenntun hefur skilað tillögum til menntamálaráðherra þar sem lagt er til að allt kennaranám verði lengt úr þrem til fjórum árum í fimm ár. Kennaraháskóli Íslands hefur ákveðið nýtt starfsskipulag sem tekur gildi næsta haust. Þar er gert ráð fyrir að stúdentar haldi áfram í meistaranámi beint eftir grunnnám (B.Ed.), en ekki er gert ráð fyrir að meistaranám verði strax gert að skilyrði til að fá starf við kennslu. Nýtt starfsskipulag KHÍ felur í sér að kennaranám verður ekki bundið við skólastig með sama hætti og verið hefur, þ.e. tiltekin menntun fyrir þá sem ætla að starfa í leikskólum, önnur menntun fyrir þá sem ætla að starfa í grunnskólum o.s.frv. Menntunin verður öðru vísi uppbyggð og fjölbreyttari, fólk getur bæði dýpkað sig og sérhæft og þannig haft möguleika á að kenna á fleiri en einu skólastigi (eins og þau eru skilgreind), t.d. menntun fyrir þá sem ætla að kenna börnum 1- 8 ára svo dæmi sé tekið (tilbúið dæmi). Þetta þýðir að kennaraflóra leikskólans getur orðið fjölbreyttari og sama má segja um fagþekkingu innan hans. Í tilefni af þessu kvikna margar spurn- ingar sem nauðsynlegt er að velta vöngum yfir. Þar má til dæmis nefna: • Hvað finnst okkur um að hætt verði að útskrifa kennara eingöngu til að kenna á leikskólastigi/grunnskólastigi? • Gæti það skapað betri skilyrði fyrir samstarf og miðlun kennsluaðferða milli skólastiga? • Hvað finnst okkur um að aðrir en leik- skólakennarar fái réttindi til að starfa í leikskólum, t.d. grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, íþróttakennarar, list- greina-kennarar o.s.frv.? • Gæti slíkt hækkað hlutfall fagfólks innan leikskólans? • Er það jákvætt/nauðsynlegt fyrir „nám án aðgreiningar“ í margmenningar- samfélagi að í leikskólanum starfi þverfaglegt teymi með margs konar menntun? • Skapar breytt fyrirkomulag aukna möguleika fyrir leikskólastarfsemi eða hindarnir, hvaða, hvernig? • Eru auknir starfs- og menntunarmögu- leikar jákvæðir fyrir leikskólakennara? Björg Bjarnadóttir formaður FL, bjorg hjá ki.is og Jónína Konráðsdóttir formaður skóla- málanefndar FL, solborg hjá leikskolar.is Kennarar og skólastjórar leikskóla hvattir til að kynna sér tíu punkta samkomulagið 10

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.