Skólavarðan - 01.02.2007, Page 28
28
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007
Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og
Skólastjórafélags Íslands auglýsir styrki til félagsmanna sinna
sem vinna að rannsóknum, þróunarverkefnum og nýbreytni í
kennsluháttum í grunnskólum skólaárið 2007-2008.
Umsóknir sendist til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ,
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 2007.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Kennarasambandsins
ki.is og hjá starfsmanni sjóðsins sem veitir nánari upplýsingar.
Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ
Norræna upplýsingaskrifstofan á
Akureyri, í samstarfi við Skóladeild
Akureyrarbæjar og Europahøjskolen í
Danmörku, hafa staðið fyrir vellukkuðum
tungumálanámskeiðum fyrir íslenska
grunnskólanema undanfarin þrjú ár.
Þátttakendur, sem nú telja 85 nemendur
og 8 kennara, hafa verið ánægðir með
dvölina ytra og námskeiðið hefur skilað
sér vel, þegar horft er til áhuga og færni
nemenda að námskeiði loknu sem og
fleiru. Michael Dal, lektor við KHÍ, tók
saman mat á námskeiðinu 2005. Skýrslan
er aðgengileg á heimasíðu Norrænu
upplýsingaskrifstofunnar www.akmennt.
is/nu Þar er einnig aðgengileg heimasíða
námskeiðsins 2006 með dagbókarfærslum
nemenda og kennara og myndum frá
dvölinni. Markmiðið er að nýir nemendur
og kennarar taki þátt á ári hverju.
Æskilegast væri að skólar sem sjá ávinning
af því að senda kennara í slíka ferð greiði
hluta af kostnaði vegna dvalar þeirra, til
að lækka námskeiðsgjöld nemenda. Það
eru ekki bara nemendur sem læra eitthvað
nýtt, heldur hafa íslensku kennararnir
einnig krækt í góðar kennsluaðferðir
sem þeir nota í dönskukennslu og annari
kennslu. Áhugasamir skólastjórnendur eru
eindregið hvattir til að hafa samband við
Norrænu upplýsingaskrifstofuna.
Skráning er hafin á næsta námskeið.
Haldið verður til Europahøjskole á Kalø 14.
júní (flogið út 13. júní) og ferðin stendur
til 27. júní. Áhugasamir hafi samband
við Maríu, mariajons@akureyri.is eða í
síma 462 7000 (mánud. – fimmtud. 09:00
- 14:00).
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk
informationkontor Kaupvangsstræti 23 600
Akureyri Island.
Sími: 462 7000 Fax: 460 1460.
Stjórn Sjúkrasjóðs hefur nú lokið árlegri endurskoðun á
úthlutunarreglum sjóðsins. Vegna styrkúthlutana umfram
áætlanir hefur því miður í fyrsta sinn þurft að lækka styrkfjárhæðir
í tveimur styrktarflokkum. Undanfarin ár hefur verið leitað leiða
til að auka fjölbreytni styrkja með hliðsjón af úthlutunarreglum
annarra sambærilegra sjóða. Nýjasta viðbótin var styrkir vegna
tannlæknakostnaðar. Í kjölfarið fóru að streyma inn umsóknir
og greinilegt að félagsmenn verða fyrir miklum útgjöldum
vegna tannviðgerða. Við endurskoðun úthlutunarreglna 2005
var ekki talið nauðsynlegt að grípa til aðhaldsaðgerða, enda
reynslutími þá stuttur og heildarstyrkúthlutanir í samræmi við
áætlanir. Nú horfir aftur á móti þannig við að ekki er útlit fyrir
að styrkumsóknum vegna tannviðgerða fækki, þvert á móti.
Ljóst er að á árinu 2006 verða úthlutanir Sjúkrasjóðs rúmum
30% umfram tekjur og því telur sjóðsstjórnin óhjákvæmilegt
að lækka styrkfjárhæðir tveggja styrktarflokka, þ.e. vegna
tannviðgerða og laseraðgerða á augum, enda hafa úthlutanir
í þessum flokkum farið umtalsvert fram úr áætlunum.
1. Tannlæknastyrkur verður eftir 1. febrúar 30 % af útlögðum
kostnaði umfram 50.000 kr. ( var 40%), hámarksstyrkur
verður 200.000 kr. (var 300.000 kr.)
2. Styrkur vegna laseraðgerða á augum verður eftir 1. febrúar
40.000 kr. fyrir hvort auga (var 50.000 kr.)
Þær umsóknir sem berast eftir 1. febrúar 2007 verða afgreiddar
samkvæmt nýjum reglum óháð aldri kvittana. Úthlutunarreglur
og umsóknareyðublöð má finna á ki.is
Stjórn Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands
Umsóknarfrestur vegna ferða skólaárið 2007/2008 er til 15.
mars nk. Nánari upplýsingar á www.ask.hi.is, Landskrifstofa
Nordplus/ alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, sími 525 5813.
Netföng: aslaugj@hi.is, rz@hi.is.
Comeníus veitir styrki til leik-, grunn- og framhaldsskóla á sviði:
1. Evrópskra skólaverkefna, a.m.k. 3 lönd í samstarfi
2. Endurmenntunar kennara, 1- 4 vikur í Evrópu
3. Þróunar námskeiða, námsefnis í evrópsku samstarfi
4. Þjálfunar fyrir verðandi kennara 3-8 mánuðir
Umsóknarfrestur er til 30. mars
Nánari upplýsingar á www.comenius.is, Landskrifstofa
Menntaáætlunar ESB/alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, sími
525 5813, netföng: rz@hi.is, teva@hi.is
Danska í Danmörku fyrir íslenska grunnskólanemendur
María Jónsdóttir forstöðumaður
Norrænu upplýsingaskrifstofunnar.
Nemendur á
námskeiðinu sem
haldið var 2006.
Fréttir frá sjúkrasjóði Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna
í grunnskólum skólaárið 2007-2008
Nordplus junior styrkir norrænt
skólasamstarf