Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI EFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Börn í Grandaskóla í danskennslu. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Skóli fyrir alla 3 Formannspistill eftir Ólaf Loftsson Dans og samtímispólitík – leiðari 4 Skólafárið 5 Gestaskrif eftir Rúnar Helga Vignisson Snemmtæk íhlutun og bókin Bína bálreiða 6 Fæðingarorlof – breytingar 7 Leiðir til árangurs – námstefna 8 Hvað hamlar launaþróun í framhaldsskólum? 10 Sagnahefðin í skólastofunni 12 Hver er Valli? 16 Vetrarfrí í grunnskólunm: Nauðsyn eða óþarfi? 18 Hreyfistund 22 Hjálpfús heimsækir leikskólann 23 Ársfundur Félags grunnskólakennara 26 Ársfundur Félags leikskólakennara 28 Fjarkennsla, fjarnám eða einingasala 29 Smiðshöggið reka Jens B. Baldursson og Jón Árni Friðjónsson Það vantar merki fyrir Skólaþing 30 Á þeim sex árum sem eru liðin síðan ég hóf störf hjá Kennarasambandinu hafa orðið gífurlegar breytingar í skólamálum og þar með stéttarumhverfi kennara. Svo miklar raunar að nánast er hægt að tala um umbyltingu. Breytingarnar hafa samt farið hægt og hljótt og ástæðan er sú að í fljótu bragði virðast þær vera aðskildir atburðir en ekki ein atburðarás eins og raunin er. Meðal áþreifanlegra viðburða má nefna í þessu samhengi tíu punkta samkomulag Kennarasambandsins og menntamála- ráðherra, inngöngu Félags leikskólakennara í Kennarasambandið, stofnanasamninga framhaldsskóla, deilur sveitarfélaga um kostnað af tónlistarnámi framhaldsnema og breytingar á kennaramenntun sem ýmist hafa orðið eða eru um það bil að verða á öllum skólastigum og einnig í tónlsitarskólum. Hvað varðar fjölþátta hræringar sem síast inn í skólamálin og hafa mikil áhrif má nefna miklar breytingar á alþjóðlegum vettvangi og alþjóðlegri orðræðu um atvinnumál og kjaraumhverfi, hversu hreyfanleiki fólks og tækifæri til samskipta heimshorna á milli hefur aukist gríðarlega og hve markaðsvæðing á öllum sviðum mannlífsins hefur sömuleiðis farið ört vaxandi með meðfylgjandi þáttum á borð við aukið mat, mælingar og eftirlit, auknar kröfur um framhaldsmenntun stjórnenda og þyngri áherslu á einstaklinginn. Þessar breytingar hafa ekki síður haft mikil áhrif á ákvarðanatöku, umræðu, stefnumótun og daglegt líf hérlendis Dans og samtímispólitík Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið en annars staðar. Hvað ríkisvaldið varðar virðist það ferðast á þá átt að verða meira reaktíft en próaktíft, þ.e. bregðast við í stað þess að vera í fylkingarbrjósti sem frumkvöðull. Breytt hlutverk þess kemur líka fram í sívaxandi þjónustu við viðskiptalífið. Þessi hreyfing frá-ríki-til fjármagns hefur mikil áhrif á þróun í menntamálum. Eftir níu ellefu árásina sem skók heimsbyggðina jókst mjög „íslamófóbía“ og almennt útlendingahatur og ríki þéttu landamæri sín í fínriðið net sem fáir fiskar sleppa í gegnum, Íslendingar fóru ekki varhluta af þessari þróun (sbr. Schengen). Samhliða meiri áherslu á flæði eykst löngun til að eiga heima á sínum litla „kósí“ stað. Um leið er svo sveppavöxtur í fjölþjóðlegum hreyfingum í ýmsum málaflokkum svo sem um- hverfismálum. Þessu öllu til viðbótar kemur sú sérstaða Íslands að vera nýgræðingar í hópi Evrópuþjóða hvað varðar sambúð fólks af ólíkum uppruna. Vöxtur hagkerfisins og fjöldi innflytjenda eru gagnverkandi og ýtir hvor undir annan. Skólakerfið er að sumu leyti betur búið undir þessa samfélagsbreytingu en ýmsar aðrar stofnanir en að öðru leyti ekki, svo sem varðandi móttöku og starfsþjálfun erlendra starfsmanna. Loks má nefna aukið erlent samstarf bæði í skólastarfinu sjálfu og á vettvangi ráðstefna og annarra fagviðburða og um leið hefur umræða um fagvitund og fagmennsku aukist mjög samhliða umræðu um vinnuumhverfi og líðan í starfi. Þá hefur samstarf milli skólastiga stóraukist. Hér er einungis tæpt á nokkrum breytingum sem ég hef tekið eftir undanfarin sex ár í samlífi mínu með kennurum. Sumar varða skólastarf sérstaklega, aðrar samfélagið í heild og þar með auðvitað kennara. Okkur er gjarnt að setja merkimiða á hin ýmsu ferli til skýringar- og skilningsauka en margt bendir til að hinn venjulegi maður skilji ekki orð eins og hnattvæðingu, ef nokkur skilur þau þá. Hvað merkja þessar breytingar og hvernig varða þær veginn inn í framtíðina? Hvar ber okkur niður og hvað hefur þetta að segja fyrir þróun skólastarfs og inntak? Í þessari umræðu eiga kennarar að vera í broddi fylkingar. Þeir eru þjálfaðir í að halda utan um verkefni og að gera áætlanir til bæði skamms og langs tíma. Á forsíðu Skólavörðunnar er mynd af dansandi börnum. Kennarinn er aftarlega í hópnum en engu að síður leynir sér ekki hver það er sem heldur utan um dansstundina. Einhver sagði: „Að dansa er að vera nýr. Ferskur hvert augnablik.“ Kennarar kunna tökin á þeirri samtímispólitík (ekki samtímapólitík) sem við þurfum á að halda nú á tímum. Áfram dansarar! Kristín Elfa Guðnadóttir. Kristín Elfa Guðnadóttir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.