Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 14
14 „devised theatre,“ sem mætti hér snara á ylhýra málið og kalla „aðferða- eða áhalda- leikhús“. Ekki það að leikhús í skólastofunni megi ekki verða að sýningu heldur hitt að ferlið þarf ekki að miða að eiginlegri sýningu. Áhorfandinn er ekki nauðsynlegur, heldur þátttakan. Leikferli sem eru stunduð í menningarheimum sem við þekkjum minna til eru oft þátttakandans. Þar koma oft til ,,athafnir” (helgisiðir) frekar en sýningar. Athafnir í þeirri merkingu að allir taka þátt. Athafnir án trúarbragða en samt í nafni listrænna/ andlegra gilda. Línan á milli trúarbragða og listar hefur alltaf verið fín og oftar en ekki er spurt hvor kom á undan andinn eða trúarbrögðin, listin eða trúarbrögðin. Noh leikhúsið japanska er dæmi um ,,helgisiða” form í leikhúsi, eða athöfn án trúarbragða. Fæstir halda því lengur fram að leiklistin hafi sprottið úr grískum helgiathöfnum og trúarbrögðum. Ekki einu sinn að leiklistin eigi grískar rætur heldur alþjóðlegar og sammannlegar. Hringurinn er sammannlegt, frumform þar sem við erum öll jöfn. Allir sjá alla og auðveldara er að taka þátt. Þegar unnið er með leiklist í skólastofunni er því fátt eðlilegra en að vinna í hring. Sitja eða standa í hring. Búa til leiki sem gerast í hringnum. Leika í miðju hringsins. Leikhúsið er kannski upphaflega ekki hús heldur hringur. Í skólastofunni er mikilvægast að allir taki þátt. Að við troðum upp með hvert öðru. Sú athöfn sem fram fer í skólastofunni er allra sem þar eru. Hér er ekki úr vegi að glöggva sig á að orðið ,,drama” úr grísku þýðir í raun gjörningur eða athöfn þó að nú vísi það oftar en ekki til þess að stilla upp andstæðum sem takast á og að þá verði til drama. Athöfn í skólastofunni gengur út á að gera og upplifa, en við kennarar vitum að það að ,,setja sig í spor” jafngildir reynslu og að engin kennsla kemur í stað reynslu. Námsefnið yfirfært og raungert. Neelands hefur gefið út margar bækur og er virtur höfundur í faginu. Hann gerir lítið úr þessu og segir að sér finnist leiðinlegt að skrifa einn og því skrifi hann oftar en ekki bækur með öðrum. Mest selda bókin hans er sú eina sinnar tegundar, skólabók sem nemendur kaupa og nota á ,,A/SA Levels”, nánar tiltekið á unglingastigi. Eftir nánari grennslan á Amazon.com komst undirritaður að því að titlarnir sem Neelands hefur komið að nálgast tuginn. Hann viðurkennir að salan losi 100.000,- bækur. Neelands leggur stund á það sem hann predikar. Menning, samskipti og leikhús eru samtvinnuð fyrir honum. Vinsældir hans og virðing um víða veröld bera vott manni sem lifir, hugsar og hrærist sem sú meðvitaða félagsvera sem við hittum. Ef námskeið með Jonothan verða árlegur viðburður mæti ég aftur. Eftir svona námskeið er leikur einn fyrir hvaða kennara sem er að tileinka sér allt það efni sem Ása Ragnarsdóttir og Anna Jeppesen hafa gefið út í bók sinni “Leiklist í kennslu”. Kennsluefnið er einkar aðgengilegt á vef Námsgagnastofnunar. Nokkrar bækur sem Neelands hefur komið að: Structuring Drama Work, Learning through Imagined Experience, Making sense of Drama, Beginning Drama 11-14 og Improve Your Primary School through Drama, en þá síðastnefndu sem kom út sl. vor, skrifaði hann með konu sinni Rachel Dickinson. Ásgeir Sigurvaldason. Höfundur er grunnskólakennari, leikstjóri(MFA) og framhaldskólakennari í leiklist og tjáningu. Hringurinn er sammannlegt, frumform þar sem við erum öll jöfn. Allir sjá alla og auðveldara er að taka þátt. Þegar unnið er með leiklist í skólastofunni er því fátt eðlilegra en að vinna í hring. Sitja eða standa í hring. Búa til leiki sem gerast í hringnum. Leika í miðju hringsins. Leikhúsið er kannski upphaflega ekki hús heldur hringur. Í skólastofunni er mikilvægast að allir taki þátt. Að við troðum upp með hvert öðru. Sú athöfn sem fram fer í skólastofunni er allra sem þar eru. SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007 LEIKLIST SEM KENNSLUAÐFERÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.