Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 15
Flottar saman 2007 Álftanesskóli, www.alftanesskoli.is kynnir. Kvikmyndina Uppeldi til ábyrgðar-Uppbygging sjálfsaga sem fjallar um hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar (Restitution – Self Discipline) og innleiðingarferlið í Álftanesskóla og Sveitarfélaginu Álftanesi. Áhersla er lögð á að kynna vinnubrögðin á áhugaverðan og hagnýtan máta. Uppeldi til ábyrgðar er aðferð við stefnumótun og agastjórnun í skólum, sem Diane Gossen frá Kanada hefur þróað. Í stað áherslu á að starfsmaðurinn verði fær í að beita ytri umbun eða refsingum við að hafa stjórn á nemendum og hvetja þá til dáða, leggur Diane áherslu á að kenna börnunum sjálfstjórn og sjálfsaga með því að efla þeirra innri sálarstyrk. Áhersla er lögð á lýðræðisleg samskipti og býður hugmyndafræðin upp á skýrar vinnuaðferðir fyrir starfsfólk skóla. Höfundar eru Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Magni Hjálmarsson og Valgeir Skagfjörð. Útgefandi myndarinnar er Sveitarfélagið Álftanes. Framleiðandi er Plúsfilm. Sýningartími er 27 mínútur. Myndin er til sölu hjá Álftanesskóla, sími 540-4700 og netfangi alftanesskoli@alftanesskoli.is og kostar kr. 3.500. Útgáfufélagið Sunnuhvoll ehf. www.sunnuhvoll.com Útgáfufélagið Sunnuhvoll ehf. kynnir bókina Sterk saman í þýðingu Magna Hjálmarssonar, Guðlaugs Valgarðssonar og Fannyar Kristínu Tryggvadóttur. Bókin heitir á frummáli ,,It is all about WE”. Höfundur bókarinnar er dr. Diane Gossen og fjallar bókin m.a. umhugmynda-fræði Uppeldis til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga (Restitution – Self Discipline). Einnig er kynntar ýmsar vinuaðferðir og úrvinnsluleiðir hugmyndafræðinnar. Bókin er 192 blaðsíður og er mjög góð grunnbók um Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga. Bókin fæst hjá Útgáfufélaginu Sunnuhvoll ehf. sími 860-7470 og á netfangið magni.hjalmarsson@simnet.is og kostar kr. 2.485.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.