Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 26
26 FUNDAHERFERÐ FL, ÁRSFUNDUR FG SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 7. ÁRG. 2007 Félag leikskólakennara efnir til funda um allt land á tímabilinu mars til september 2007. Fundirnir eru liður í stefnumótun FL um hlutverk og skipu- lag leikskóla framtíðarinnar. Unnið verður í umræðuhópum eftir stutta framsögu. Félagsmenn er hvattir til að mæta á fundina og taka virkan þátt. Það skiptir öllu máli að rödd sem flestra félagsmanna heyrist. Fundarstaðir verða nánar auglýstir síðar. Fundirnir verða haldnir frá kl. 17:30 til 20:00 nema annað sé tekið fram. Fundirnir verða sem hér segir: MARS Mánudagur 26. mars 2. svæðadeild í Leikskólanum Stekkjarási, Hafnarfirði Frummælandi Björg Bjarnadóttir Þriðjudagur 27. mars 6. svæðadeild á Húsavík Frummælandi Þröstur Brynjarsson Miðvikudagur 28. mars 6. svæðadeild Rósenborg við Skólastíg ( áður Barnaskóli Akureyrar) á Akureyri Frummælandi Þröstur Brynjarsson APRÍL Þriðjudagur 10. apríl 2. svæðadeild í leikskólanum Huldubergi, Mosfellsbæ Frummælandi Þröstur Brynjarsson Miðvikudagur 11. apríl 1. svæðadeild í fundarsal Fríkirkjuvegi 1 Reykjavík Frummælandi Björg Bjarnadóttir Mánudagur 16. apríl 1. svæðadeild í fundarsal Fríkirkjuvegi 1 Reykjavík Frummælandi Þröstur Brynjarsson Mánudagur 16. apríl 10. svæðadeild í Keflavík Frummælandi Björg Bjarnadóttir Mánudagur 23. apríl 5. svæðadeild Sauðárkróki Frummælandi Björg Bjarnadóttir Miðvikudagur 25. apríl kl. 16:30 – 19:00 á Egilsstöðum Frummælandi Þröstur Brynjarsson MAÍ Miðvikudagur 2. maí á Ísafirði Frummælandi Þröstur Brynjarsson Mánudagur 14. maí 9. svæðadeild Vestmannaeyjar Frummælandi Björg Bjarnadóttir Þriðjudagur 29. maí 4. svæðadeild á Patreksfirði Frummælandi Björg Bjarnadóttir JÚNÍ Mánudagur 4. júní 3. svæðadeild í Félagsbæ Borgarnesi Frummælandi Þröstur Brynjarsson SEPTEMBER Mánudagur 17. september 8. svæðadeild á Selfossi Frummælandi Björg Bjarnadóttir Mánudagur 24. september 8. svæðadeild á Hvolsvelli Frummælandi Þröstur Brynjarsson Frá gæslu til skóla - hvernig skóla? Ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn á Hótel Loftleiðum 9. mars síðastliðinn. Ársfundinn sitja stjórn, svæðaformenn, fulltrúar í samninga- nefnd og skólamálanefnd. Að auki var fulltrúum nemenda í Kennaraháskóla Íslands og kennaradeildar Háskólans á Akureyri boðið að senda fulltrúa. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa (skýrsla stjórnar og reikningar) var fram- saga vegna umræðuhópa sem störfuðu eftir hádegi. Umræðuhóparnir voru fimm talsins: • Kjaramál, innlegg frá samninganefnd – kjarastefna í mótun • Skólamál, innlegg frá skólamálanefnd – 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra • Kynning á vinnu milliþinganefndar sem vinnur að endurskoðun á lögum FG • Hlutverk svæðafélaga, er breytinga þörf? • Aðalfundur 2008, fundarform – málþing fyrir aðalfund? Fyrirkomulag umræðna var þannig að hver fundarmaður valdi sér þrjá hópa til að taka þátt í. Umræður í hverjum hóp tóku um hálfa klukkustund. Eins og gefur að skilja voru miklar og fjörugar umæður um öll mál. Í kjaramálavinnunni var fjallað um vinnu samninganefndar, kjarakönnun, undirbúning kröfugerðar og annað sem hún hefur verið að starfa að. Að auki var rætt um þá vinnu sem fer í hönd á næstu mánuðum og hvernig standa ætti að henni. Kjarakönnun hefur þegar farið fram þegar þetta er ritað og skólamálakönnun er í gangi. Greint var frá stöðu tíu punkta sam- komulagsins og hvernig vinnu einstaka nefnda miðar. Nú virðist nokkuð ljóst að einungis breytingar á lögum um Námsgagnastofnun muni ná fram að ganga á yfirstandandi þingi. Rætt var sérstaklega um vinnu grunnskólalaganef ndarinnar. Milliþinganefnd var skipuð til að fara yfir lög félagsins og voru tillögur hennar kynntar og ræddar. Nefndin tekur þær til skoðunar og mun síðan send út til kynningar til svæðafélagsstjórnanna. Gert er ráð fyrir að þær verði síðan ræddar á málþingi fyrir aðalfund 2008. Umræður um hlutverk svæðafélaga voru líflegar. Hugmyndir allt frá því að leggja þau niður til þess að efla þau enn frekar komu fram. Samantekt umræðna var vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu. Fundarmenn voru sammála um að breytinga væri þörf á aðalfundarfyrir- komulagi félagsins. Á síðasta aðalfundi félagsins 2004 var samþykkt tillaga sem kvað á um að haldið skyldi undir- búningsþing fyrir aðalfund. Á því þingi væri farið yfir öll helstu mál sem fram ættu að koma á aðalfundi, svo sem stefnumótunarvinna í ýmsum málaflokkum, lagabreytingar o.s.frv. Þá var á fundinum samþykkt tillaga þar sem skorað er á sveitarfélögin að tilnefna nú þegar nýja fulltrúa í samstarfsnefnd LN og KÍ vegna grunnskólans og sýna á þann hátt í verki að þau vilji efla og bæta samstarfið við kennara. Að lokum barst stuðningsyfirlýsing frá Félagi leikskólakennara vegna þeirra erfiðu deilu sem grunnskólakennarar hafa verið í. Það var vel við hæfi að félögin tvö, FG og FL héldu sameiginlega móttöku fyrir fundargesti sína að degi loknum. var meðal þess sem rætt var á ársfundi Félags grunnskólakennara Á að leggja niður svæðafélög?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.