Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 8
8
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Föstudaginn 17. ágúst 2007 verður haldin
í Kennaraháskóla Íslands Námsstefnan
LEIÐIR TIL ÁRANGURS þar sem fjallað
verður um það helsta sem er í boði á sviði
kennslu og kennslugagna fyrir leikskóla og
yngsta stig grunnskóla. Sérstök áhersla er á
sérkennslu. Þessi námsstefna er haldinn að
frumkvæði faghóps leikskólasérkennara
og í samvinnu við FÍS, FL, KHÍ, HA og TMF.
Markmiðið með Námsstefnunni er að
kynna fyrir kennurum og sérkennurum í
leikskólum og yngsta stigi grunnskóla það
helsta sem er að gerast í kennslu og kynna
margvíslegan efnivið í upplýsingatækni
og kennslugögnum.
Mikil þróun hefur átt sér stað og marg-
víslegur efniviður til sem nýtist hinum
almenna kennara og sérkennurum.
Fyrirkomulag Námsstefnunnar verður
í formi fyrirlestra og kynninga, og verður
fyrirtækjum og öðrum aðilum sem sérhæfa
sig á þessu sviði boðið að koma og kynna
vöru sína.
Þá verður einnig boðið upp á málstofur
sem hafa fjögur megin þemu. Málstofurnar
eru fyrir hádegi og endurteknar eftir
hádegi. Það gefur kennurum möguleika á
að fara á allar málstofurnar.
Málstofur A og E.
Í þessum málstofum verði kynningar
á margs konar efni til eflingar á vitsmuna-
legri færni. Kynnt verða ýmiskonar forrit
sem nýtast í skólastarfi, raungreinar,
náms- og kennslugögn til málörvunar svo
eitthvað sé nefnt.
Málstofur B og F.
Í þessum málstofum verður lögð áhersla á
hreyfingu og skapandi starf. Þetta verður
vettvangur til kynningar á nýbreytni
og þróunarstarfi sem áhugavert er að
kynnast. Matslistar sem notaðir eru til þess
að meta hreyfifærni barna verða einnig til
umræðu.
Málstofur C og G.
Í þessum málstofum verður lögð áhersla
á samskipti og félagslega færni. Fjallað
verður m.a. um leiðir sem gefist hafa vel
til þess að efla félagslega færni nemenda
í skólastarfi.
Málstofur D og H.
Í þessum málstofum verður megin áhersla
á starf kennarans og sérkennarans. Fjallað
verður um samstarf ólíkra starfsstétta og
kynning verður á verkfærum til þess að
halda utan um starf kennarans.
Hægt er að kynna sér Námsstefnuna Leiðir
til árangurs nánar á vefslóðinni:
http://www.freewebs.com/namsstefna
Hópur félagsmanna í Félagi tónlistar-
skólakennara er á förum til Danmerkur
á NUMU ráðstefnu og tónlistarmót. Árni
Sigurbjarnarson varaformaður FT verður
með í för og segir nánar frá ráðstefnunni
í næstu Skólavörðu. Ráðstefna NUMU
(Norræn samtök tónlistaruppalenda)
er haldin annað hvert ár í einhverju
Norðurlandanna og nú öðru sinni eftir
sameiningu norrænna skólastjórnenda
og kennara í ný samtök árið 2004.
Ráðstefnan fer fram í Vejen í Danmörku
og stendur yfir dagana 30. mars – 3. april
2007. Yfirskrift að þessu sinni er „Musik
for livet“. NUMU ráðstefnurnar eru
mikilvægur og spennandi vettvangur fyrir
tónlistarskólakennara og jafnan fjölbreytt
dagskrá í formi fyrirlestra, málstofa og
námskeiða auk tónleika eða annarra
viðburða alla dagana. Meðal þess sem
rætt verður í fyrirlestrum og málstofum
er tónlistarupplifun í leikfimisalnum,
kennslufræði tónsmíða, menning sem
form samskipta og tónlist á unga aldri.
Þetta síðasttalda verður forvitnilegt að
bera saman við málþingið Tónlistarnám
barna á aldrinum 1-6 ára, markmið og
tækifæri - Snertifletir tónlistarskóla og
leikskóla. Það er haldið á Hótel Sögu um
það leyti sem lesendum berst Skólavarðan,
þ.e. föstudaginn 23. mars. Fundarhaldarar
eru Félag tónlistarskólakennara og
Félag leikskólakennara. Aðalfyrirlesari
er dr. Regina Pauls frá Þýskalandi sem
fræðir okkur um nýlegar rannsóknir í
þróunarsálfræði og taugalífeðlisfræði
leikskólaaldursskeiðið, áhrif tónlistar á
þróun persónuleika leikskólabarnsins í
hópstarfi, hlutverk kennara og foreldra
og margt fleira. Fylgist með umfjöllun um
ráðstefnuna í næstu Skólavörðu. Kennarar
í tónlistar- og leikskólum eru byrjaðir
að skoða og ræða líkön að samvinnu
skólastiganna og hvaða aðferðafræði
gefist best í þessu skyni. Þetta er gífurlega
spennandi umræða sem félagsmenn eru
hvattir til að taka þátt í.
Nýr vefur – sama veffang
Miðvikudaginn 7. mars var nýr vefur
Kennarasambandsins tekinn í notkun.
Veffangið (slóðin) er hið sama og fyrr:
www.ki.is
Með þessum nýja vef og viðmóti á honum
er lögð áhersla á þjónustu við félagsmenn
og gott aðgengi upplýsinga. Einnig er
fyrirhugað að bæta smám saman við fleiri
þáttum sem varða aukna gagnvirkni, en
gamli vefurinn gaf ekki svigrúm til þess.
Þá má nefna að fagfélög fá nú tækifæri
til að vista sína vefi hjá ki.is án endurgjalds.
Þau félög sem hafa hug á að notfæra
sér þetta fá veffang sem er byggt upp á
þennan hátt: www.ki.is/félag. Nú þegar
hafa um fimmtán fagfélög haft samband
vegna þess og sjö félög eru byrjuð á
innsetningu efnis og öðrum undirbúningi.
Á nýja vefnum er viðburðadagatal sem
auðveldar fólki að fylgjast með ráðstefnum,
þingum, námsgagnakynningum og öðrum
viðburðum. Öll umsóknareyðublöð, út-
hlutunarreglur og annað sem félagsmenn
varðar er fljótlegt að finna á forsíðu
vefjarins.
Aðildarfélög framhaldsskólakennara
(FF), grunnskólakennara (FG), leikskóla-
kennara (FL) og tónlistarskólakennara
(FT) auk skólastjórnenda í grunnskólum
(SÍ) og stjórnenda í framhaldsskólum (FS)
eru hvert með sinn tengil, sömuleiðis á
forsíðu, inn á sérvefi sína.
Félagsmenn eru hvattir til að skoða
nýja vefinn og koma með ábendingar ef
eitthvað má betur fara.
NUMU og dr. Regina
Allt á fullu í símenntun tónlistarskólakennara
og samvinnu við leikskólann
Leiðir til árangurs – Námsstefna
Félagsmenn FF
athugið!
Úthlutunarreglum Vísindasjóðs
Félags framhaldsskólakennara (FF)
var nýlega breytt.
Nánari umfjöllun í næstu
Skólavörðu.
Nýju úthlutunarreglurnar eru
á vef KÍ, www.ki.is
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007