Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 13
13
þjóð“. Þekkt er og almennt viðurkennt að
Shakespeare skrifaði ekki endilega verk sín
niður í heild og því urðu þau hugsanlega
einungis til á vörum leikaranna þar til þeim
var komið á prent. Sama má segja um arf
okkar Íslendinga því hann var munnlegur
þar til kominn var á bók. Þannig var þessu
að vísu farið með mikinn hluta menntunar
fyrir tilkomu prentaðra bóka. Þekking
fluttist áfram í munnmælum. Kennarinn
var í fyrirrúmi en ekki bókin.
Leikhús í víðasta skilningi orðsins er
ekki einskorðað við hús og ekki heldur við
orð en orðsins list er alltaf leikræn þegar
farið er með hana bókalaust. Þannig
má allt eins segja að eiginleg arfleifð
Íslendinga í listum sé ekki síður leikræn
en bókmenntaleg. Undirrituðum varð
á að hugsa að sagnaþulurinn í íslenskri
menningu lifi hugsanlega í kennaranum.
Einnig kom upp í huga mér minning úr
æsku um fólk sem spann upp úr sér og
talaði í bundnu máli. Var það ekki fólkið
sem bar með sér arfleifð hins lifandi orðs?
Þarna áttum við Jonothan sameiginlegt
hugðarefni og veltum fyrir okkur áhrifum
munnmæla. Ef ensk tunga verður ekki
skilin frá orðræðu Shakespeares verður
þá íslensk tunga skilin frá orðræðu
munnmæla sem skráð voru á skinn við
upphaf ritlistar á Íslandi? Hvað gerir bókin
hinu lifandi talaða máli? Er nóg að kenna
lestur og skrift en iðka ekki talað mál? Hér
væru bæði Maxine Greene og Jane Martin
Roland til með að leggja orð í belg því
samtalið í skólastofunni er þeim jú sérlega
hugleikið svo að ekki sé minnst á Marshall
McLuhan sem rakti ,,sturlun” nútíma
mannsins til upphafs prentlistarinnar og
dauða hins talaða orðs. Við ræddum einnig
tengsl leiklistar í kennslu við fjölgreindar
kennslu í anda Howard Gardners við
Project Zero á vegum Harvard háskóla
og barnaheimspeki Lipmans sem Hreinn
Pálsson hefur kynnt hér á landi sem aðferð
í kennslu. Á öllum ofangreindum stöðum
er samtalið aðalatriði, eða önnur greind
eða tjáning en sú sem fæst við lestur og
skrift.
Ég spurði Neelands að því hvort hann
teldi að engilsaxnesk menning væri sér á
parti hvað varðar leiklist í skólum og hvort
rekja mætti leiklist í skólum í löndum eins
og Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu til
breskra áhrifa. Hann kvaðst ekki halda það
því ólíkir skólar leiklistar í skólastarfi hefðu
þróast í þessum löndum, í Bandaríkjunum
nefndi hann „creative drama“ og Violu
Spolin en hann kvaðst telja að í Kanada væri
nú hvað mesta gróskan í þessum efnum.
Hann sagðist vera nýkominn frá Kóreu en
þar væri leiklist beitt í skólastarfi og benti
á að víða í heiminum væri leiklist stunduð
sem ferli þar sem eiginleg „tilbúin“ sýning
með frumsýningu, gagnrýnendum og
tilheyrandi væri ekki endilega markmið
heldur alveg eins ferlið sjálft. Hér nefndi
hann til sögunnar Augusto Boal og suður-
amerískt leikhús. Hann benti einnig á að
vestrænir tímamóta leikstjórar, svo sem
Brecht, Peter Brook og Grotowski, að
Myerhold og Stanislavski meðtöldum,
hefðu unnið ferli á löngum tíma sem
ekki miðuðu endilega að frumsýningu.
Þá sagði hann að frá sjónarmiði leikara
væri eiginlegt ferli leikhússins ekki ein
sýning heldur röð æfinga og sýninga sem
hver og ein væri sérstök og breytingum
undirorpin.
Hér mætti nefna til sögunnar hugtök
eins og opnar æfingar, forsýningar og
spunaleikhús, leikhús án handrits eða
Hann sagðist vera nýkominn frá Kóreu en þar væri leiklist beitt
í skólastarfi og benti á að víða í heiminum væri leiklist stunduð
sem ferli þar sem eiginleg „tilbúin“ sýning með frumsýningu,
gagnrýnendum og tilheyrandi væri ekki endilega markmið heldur
alveg eins ferlið sjálft. Hér nefndi hann til sögunnar Augusto
Boal og suður-amerískt leikhús. Hann benti einnig á að vestrænir
tímamóta leikstjórar, svo sem Brecht, Peter Brook og Grotowski,
að Myerhold og Stanislavski meðtöldum, hefðu unnið ferli á
löngum tíma sem ekki miðuðu endilega að frumsýningu.
SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007
LEIKLIST SEM KENNSLUAÐFERÐ
Myndirnar eru af námskeiði sem Neelands
hélt hérlendis haustið 2006.