Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 18
18 VETRARFRÍ Á undanförnum árum hafa flestir grunn- skólar landsins tekið upp vetrarfrí. „Þó fyrr hefði verið,” segja sumir og benda á að skólaárið hafi verið lengt verulega á undanförnum árum. Aðrir hafa þá skoðun að slík frí þjóni litlum tilgangi, að foreldrar hafi ekki tök á að taka sér frí til að vera með börnum sínum og að atvinnulífið sé ekki í stakk búið til að bregðast við þessari breytingu. Vetrarfrí í grunnskólum hafa tíðkast um margra ára skeið í flestum nágrannalöndum okkar. Þar hafa þau þótt nauðsynleg til að stytta námslotur nemenda, en lengi vel var skólaárið víðast hvar lengra en á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá danska kennarasambandinu, Danmarks Lærerforening, ákveða sveitarfélögin sjálf hvenær vetrarfrí eru höfð. Þau eru þó yfirleitt á sama tíma yfir allt landið, oftast eru þau vikulöng og tvisvar á ári. Það sama gildir um Noreg og Svíþjóð. Í grunnskólum í Englandi er oftast vikufrí í október og febrúar og svipað fyrirkomulag er víða í Evrópu. Faglegar ákvarðanir skólanna stangast stundum á við gæsluþörf foreldra Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir að ekki hafi verið almennur þrýstingur frá foreldrum að koma á vetrarfríum í skólum á Íslandi. Hún segir að fríið hafi fyrst og fremst orðið til vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust við lengingu skólaársins. „Þetta gerðist nokkuð hratt og án nokkurrar umræðu og ég veit ekki til þess að rætt hafi verið markvisst við nokkur foreldrasamtök um vetrarfríin,“ segir Elín. Að sögn Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands, má rekja upphaf vetrarfrís í grunnskólum á Íslandi til kjarasamninga grunnskólakennara frá árinu 2001. Þá var skólaárið lengt og skóladögum fjölgað úr 170 í 180. „Til þess að stytta námslotur nemenda var gefin heimild til vetrarfrís. Upphaflega hugsunin á bak við þetta var að hver skóli gæti metið hvort og hvenær vetrarfrí væri tekið. Þróunin hefur aftur á móti orðið sú að nú segja sveitarfélögin skólunum hvenær þeir eigi að taka leyfi, hyggist þeir gera það,“ segir Eiríkur. Hann segir að sú gagnrýni, sem hefur heyrst varðandi vetrarfrí, snúist yfirleitt um að börnin séu án gæslu í fríinu. „Vissulega er skólinn staður þar sem börn eiga að geta dvalið í öryggi meðan á kennslu stendur. En skóli er fyrst og fremst menntastofnun. Telji skólayfirvöld að það sé börnunum og skólastarfinu til góða að taka vetrarfrí þá ber að virða þá ákvörðun. Við megum ekki gleyma því að við erum að tala um börn og unglinga sem eru að vaxa og þroskast og þurfa hreinlega hvíld.“ Eiríkur segir að ýmsir aðilar í þjóðfélaginu líti á grunnskólann sem geymslustað fyrir börn á meðan foreldrarnir eru í vinnu. „Þessi afstaða einkennir umræðuna allt of mikið. Vinnustaðir þurfa að marka sér fjölskylduvænni stefnu þannig að hægt sé að koma til móts við þarfir barna. Það er sífellt verið að draga í efa faglegheit og ákvörðunarrétt skólanna. Faglegar ákvarðanir skólanna stangast því miður stundum á við gæsluþörf for- eldra. Þá upphefst þessi eilífa umræða Vetrarfrí í grunnskólum Nauðsyn eða óþarfi? Upphaflega hugsunin á bak við þetta var að hver skóli gæti metið hvort og hvenær vetrarfrí væri tekið. Þróunin hefur aftur á móti orðið sú að nú segja sveitarfélögin skólunum hvenær þeir eigi að taka leyfi, hyggist þeir gera það. Myndirnar tengjast ekki efni greinarinnar. SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.