Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.03.2007, Blaðsíða 11
11 Lj ó sm y n d a ri : In g ib jö rg Ú lf a rs d ó tt ir fyrirspurn var m.a. beint til Aðalsteins hvort reiknilíkanið væri notað til að skýla pólitískum ákvörðunum og sagði hann svo vera, líkanið skammtaði fjármagn sem ríkisstjórn og Alþingi úthlutuðu til skólanna. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skóla- meistari MÍ sagði frá reynslu sinni af samningagerð í tveim skólum, frá grunni í Kvennaskólanum og innkomu á síðari stigum í Menntaskólanum á Ísafirði. Hún sagði ferlið styrkja samstarf, samábyrgð og skoðanaskipti innan skólanna og sagðist jafnframt búast við að í framtíðinni ykist vægi dreifstýrðra samninga og hlutfall launa sem byggðist á frammistöðumati myndi hækka. Ingibjörg lagði áherslu á að endurskoða þyrfti stuðul fyrir launatengd gjöld í reiknilíkaninu og eins þyrfti að gera ráð fyrir viðbótarlífeyrissparnaði. Loks væri nauðsynlegt að framhaldsskólar byggju við meira öryggi í fjárveitingum en verið hefur. Einar Már Júlíusson fulltrúi kennara í samstarfsnefnd MH fjallaði einnig um samningsgerðina í sinni framsögu. Hann sagði að hún hefði í heildina gengið mjög vel og mikill metnaður meðal stjórnenda að standa vel að verki. Einar Már telur eins og Ingibjörg að svona samningar séu komnir til að vera og sagðist sjá sóknarfæri og svigrúm til hærri launa en ítrekaði að skólar þyrftu að hafa peninga til að greiða fyrir vinnuna. Fjórir höfðu framsögu í síðari hluta fundarins þar sem rætt var um sjálfsmat. Fyrst tók til máls Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari Borgarholtsskóla og fjallaði um starfsmannasamtöl í framhaldsskólum. Í meistaraprófsverkefni sínu rannsakaði Bryndís gildi starfsmannasamtala í fram- haldsskólum og meðal þess sem kom í ljós var að samtímis því að fáir töldu sig hafa fengið tækifæri til að ræða og skipuleggja starfsþróun í samtalinu töldu margir að traust hefði eflst og gagnkvæmur skilningur aukist. Þá kom fram að víða er erfitt að koma samtölunum í framkvæmd vegna tímaskorts. Unnar Örn Þorsteinsson kennari í Flens- borgarskóla sagði frá sjálfsmati skólans en Unnar hefur umsjón með því. Hann sagði margvíslegan ávinning af sjálfsmati; betra skipulag, lýðræðislegri stjórnun, bættar samskipta- og boðleiðir og fleira. Þá væru sjálfsmatsskýrslur góð auglýsing fyrir skólann. Hörður Ásgeirsson kennari í Fjölbrauta- skóla Suðurlands sagði frá skosku sjálfs- matskerfi sem skólinn hefur tekið upp, innihaldi þess og aðferðafræði. Kerfið heitir „How good is our school?“ og byggist á þremur lykilspurningum: Hvernig stöndum við okkur, hvernig vitum við það og hvað gerum við næst? Hver þessara þriggja þátta matsins er svo sundurliðaður í innihald, aðferðir og aðgerðir og gefin einkunn á bilinu 1-6 fyrir hvern undirþátt. Skólinn er í samstarfi við þrjá aðra skóla um matið og Hörður sagði þessa vinnu hafa skapað mikla og góða umræðu um innra starf. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF tengdi umfjöllun sína um sjálfs- mat við kjarasamninga en úttektir á sjálfsmatsaðferðum skóla hafa verið gerðar frá skólaárinu 2002-2003 skv. ákvæðum framhaldsskólalaga. Það ár voru 14 skólar komnir með kerfisbundið mat og allir framhaldsskólar landsins farnir að undirbúa sjálfsmat eða gera tilraunir með slíkt. Aðalheiður sagði að til að sinna sjálfsmati að einhverju gagni, þ.e. þannig að það kæmi skólastarfi raunverulega að gagni, þyrfti tíma, fjármagn, þekkingu og fræðslu. Hvað þetta varðaði stæði framkvæmd sjálfsmats enn höllum fæti. „Er sjálfsmat hluti af fagmennsku kennara?“ spurði Aðalheiður meðal annars og sagði að lítið væri vitað um viðhorf kennara til sjálfsmats. Kennarar þyrftu að velta því fyrir sér hvaða tækifæri fælust í sjálfsmatinu fyrir þá sjálfa, starfsþróun þeirra og kjör. Ef til vill væri þarna sóknarfæri í næstu samningum. Fundargerð kjaramálafundar FF 23. febrúar 2007 í heild er á www.ki.is keg Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skólameistari MÍ sagði frá reynslu sinni af samningagerð í tveim skólum, frá grunni í Kvennaskólanum og innkomu á síðari stigum í Menntaskólanum á Ísafirði. Hún sagði ferlið styrkja samstarf, samábyrgð og skoðanaskipti innan skólanna og sagðist jafnframt búast við að í framtíðinni ykist vægi dreifstýrðra samninga og hlutfall launa sem byggðist á frammistöðumati myndi hækka. SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007 KJARAMÁL FRAMHALDSSKÓLAKENNARA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.