Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 5
5 GESTASKRIF: SILjA BÁRA ÓMARSdÓTTIR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 Ég hef lengi velt því fyrir mér hvert hlutverk kennara sé. Er það að koma staðreyndum inn í kollinn á nemendum? Að kenna þeim að tjá sig? Að kenna gagnrýna hugsun? Sem háskólakennari tel ég að allt þetta skipti máli, og þótt nokkur áhersla sé lögð á staðreyndir í mínu fagi þá reyni ég að sannfæra nemendur mína um að stað- reyndirnar séu eingöngu forsenda þess að þeir geti tjáð sig um skoðanir sínar sem þeir eiga að móta á grundvelli gagnrýninnar hugsunar. Til þess að geta sett fram skoðun, hins vegar, þurfa þeir að ráða yfir vissum tækjum. Það mikilvægasta að mínu mati er að geta sett skoðun sína skýrt fram í ræðu og riti. Þegar ég var sex ára skilst mér að ég hafi ætlað að verða kennari. Ári seinna datt mér ekki annað í hug en að verða geimfari. Það rjátlaðist af mér á öðru ári. Árið 1979 var ár barnsins hjá Sameinuðu þjóðunum og Æskan birti bréf frá börnum um allan heim sem lýstu aðstæðum þeirra. Ég var átta ára og allt í einu áttaði ég mig á því að ég vildi læra alþjóðasamskipti. Ég vissi reyndar ekki hvað námið hét og hefði ekki getað útskýrt hvað fólst í því. Það var heldur ekkert í skólakerfinu sem aðstoðaði mig við að komast að því hvað það væri. Þegar ég var komin í menntaskóla hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hlyti að þurfa að læra lögfræði og svo þjóðarétt. Sem betur fer var það ekki rétt, en ég þurfti að fara af landi brott til að komast að því að til væri sérstök fræðigrein sem hét alþjóðasamskipti. Ég velti því enn fyrir mér hvernig fólk velur sér nám og kemst að því hvað það vill gera því það var ekkert í skólaumhverfinu sem gerði mér kleift að þroska þennan áhuga minn eða undirbúa mig markvisst fyrir háskólanám á þessu sviði. Ég notaði því aldrei tækifærið til að tengja verkefni sem ég vann í menntaskóla við áhugasvið mitt, enda voru verkefni oftast mjög afmörkuð og lítill sveigjanleiki í boði hvað efnistök varðaði. Þegar ég fann mína hillu í lífinu fór ég í lítinn háskóla í norðvesturhluta Banda- ríkjanna. Eitt af því sem ég skoðaði sérstak- lega við val á námi var fjöldi nemenda á hvern kennara við skólann, en þarna voru um tíu nemendur á hvern kennara. Mikil áhersla var lögð á þátttöku í tímum. Kennarar hvöttu nemendur til að tjá sig, leiðréttu rangfærslur kurteislega og með virðingu fyrir skoðunum. Það var einkum þrennt sem vakti athygli mína þarna, hversu fámennir tímar voru í samanburði við lögfræðina sem var eina háskólanámið sem ég hafði reynslu af að heiman, hversu mikið frelsi við höfðum til að velja okkur viðfangsefni innan hvers námskeiðs fyrir sig og hversu auðveldlega bandarísk skólasystkin mín settu fram skoðanir sínar, sama hversu kjánalegar manni fannst þær stundum. Nokkur fjöldi erlendra nemenda var í hverjum áfanga og það var augljóst hversu mikill munur var á okkur og þeim bandarísku hvað þetta varðaði. Eftir nokkra umhugsun og þegar ég fór að ræða þetta við samnemendur mína komst ég að því að þau bandarísku voru alin upp við að „sýna og segja frá“ (show and tell) tjáningarkennslu í skólum. Í staðinn fyrir að sitja þögul í tíma og gleypa í sig fróðleik þurftu þau allt frá sex ára aldri að koma með einhvern hlut að heiman og standa upp fyrir framan bekkinn til að segja frá honum. Hlutirnir gátu auðvitað verið misáhugaverðir en þjálfunin skilaði sér greinilega. Að segja sína skoðun Samanburðurinn á þessari upplifun – að komast stundum ekki að í tíma af því allir þurftu að tjá sig – og því þegar ég fór sjálf að kenna fannst mér ótrúlegur. Ég hef varpað fram spurningum til nemenda og tekið tímann á því hvað ég get þagað lengi meðan ég bíð eftir svari – og það í tímum með meistaranemum sem eru gjarnan um og yfir þrítugt – og hef þurft að bíða í allt að þrjár mínútur. BA-nemarnir mínir hafa ekki taugar í að bíða svo lengi. Þetta held ég að endurspegli tvennt, annars vegar að bekkir eru of stórir og nemendur eiga því ekki að venjast að geta talað saman. Um leið er hlutfall nemenda á kennara allt of hátt. Hins vegar að nemendur skortir þjálfun í að tjá sig. Ég hef meira að segja heyrt það frá nemendum að þau hafi engan áhuga á að vera með umræður í tímum því þau séu komin í nám til að hlusta á sérfræðingana sem kenna þeim. Þetta finnst mér meingölluð afstaða til náms því að mínu mati felst að minnsta kosti jafn mikill lærdómur í því að tjá sig um viðfangsefnið og í að hlusta á og lesa það. Ég heyrði fólk oft segja um mig og við mig þegar ég var á táningsaldri að ég yrði örugglega kennari. Mig hryllti sannast sagna við tilhugsuninni á þeim tíma. Sá alltaf fyrir mér að það væri ekkert nema puð að reyna að troða óáhugaverðum staðreyndum inn í kollinn á krökkum. Það skrýtna er að um leið og ég hafði lokið námi varð ég að kennara og um leið og ég byrjaði að kenna var ég Lj ós m yn d ar i: B ár a K ri st in sd ót ti r Að finna sér farveg Árið 1979 var ár barnsins hjá Sameinuðu þjóðunum og Æskan birti bréf frá börnum um allan heim sem lýstu aðstæðum þeirra. Ég var átta ára og allt í einu áttaði ég mig á því að ég vildi læra alþjóðasamskipti. Í staðinn fyrir að sitja þögul í tíma og gleypa í sig fróðleik þurftu þau allt frá sex ára aldri að koma með einhvern hlut að heiman og standa upp fyrir framan bekkinn til að segja frá honum. Hlutirnir gátu auðvitað verið misáhugaverðir en þjálfunin skilaði sér greinilega. Silja Bára Ómarsdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.