Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 27
Tónlistarkennari
Okkur vantar duglegan og áhugasaman
tónlistarkennara til afleysinga næsta
skólaár. Aðalkennslugreinar eru gítar
(klassískur og rafgítar) og bassi en
auk þess er æskilegt að kennarinn geti
kennt byrjendum á fleiri hljóðfæri, s.s.
blokkflautu, píanó eða trommur.
Mjög góð kennsluaðstaða er fyrir hendi
og mikill almennur tónlistaráhugi er á
svæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður
Ragnarsdóttir skólastjóri í síma 456 3926.
Einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti
til sigridur@tonis.is
Leikskólinn Kátaborg Grímsnesi
auglýsir laus störf
Laus eru eftirfarandi störf leikskólakennara
í Kátuborg á Borg í Grímsnesi frá 15. ágúst næstkomandi.
Um er að ræða eina 100% og aðra 50 % stöðu.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntu eða sambærileg menntun.
Jákvæðni, ábyrgð, áhugi, fagleg hugsun og vinnubrögð,
frumkvæði. Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur: 1.júlí næstkomandi.
Umsóknir ásamt ferilskrá berist leikskólanum Kátuborg
að Borgarbraut 22, 801 Selfoss eða á netfangið
kataborg@gogg.is. Ekki þarf sérstakt eyðublað.
Launakjör eru skv. launasamningi FL og Sambands
íslenskra sveitafélaga. Til greina kemur aðstoð vegna
flutnings og hjálp við útvegun húsnæðis. Ef ekki fást
leikskólakennarar til starfa koma aðrir umsækjendur til
greina.
Nánari upplýsingar gefa skólastjórí síma 486-4492 og/eða
kataborg@gogg.is og sveitarstjóri í síma 486-4400.
Einnig er bent á vefinn http://www.gogg.is
Hallveig Ingimars,
skólastjóri.