Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 12
12
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
þar sem allir læra. Menntun, að verða meira
að manni, sækja nemendur í skóla en líka
víðar, svo sem til heimilanna, í félags- og
æskulýðsstarf, fjölmiðla og svo framvegis.
Við verðum að styrkja samfélagslega innviði
til að gera okkur kleift að ala upp og annast
hvert annað. Þetta er mikilvægt á öllum
tímum og ekki síst núna. Hverju samfélagi er
mikilvægt að hafa eitthvað til að sameinast
um og mörk samfélaga breytast ekki við
að breyta mörkum samfélaga! Það er að
segja: Þótt sveitarfélögum hafi fækkað er
ekki þar með sagt að samfélögum fækki.
Kjarninn í að vera persóna felur í sér tengsl
og samfélag.“
Ævar Kjartansson útvarpsmaður tók undir
með Rúnari í erindi sínu „Hvað finnst mér eða
hvað finnst ykkur að mér eigi að finnast? Um
sjálfstæða hugsun og búsetu.“ Hann sagði
umræðu um byggðamál vera þá „alverstu
sem til er. Hún fer út um víðan völl og er
fullkomlega ómálefnaleg.“ Ævar sagðist ætla
að leyfa sér að tala fullkomlega óábyrgt og
hélt því fram að ýmsir snöggsoðnir fulltrúar
landsbyggðarinnar væru henni ekki endilega
alltaf til framdráttar eða kæmu málefnum
hennar til skila. „Umræða okkar um búsetu í
þessu landi er iðulega í baksýnisspeglinum,
við tölum um sveitina í þátíð. Það er kannski
ekkert skrítið, menn hafa ræktað sérvisku
sína í sveitum og rannsóknir á byggðaþróun
sýna að almennt er sveitavargurinn
þröngsýnn. Það er því vandmeðfarið að
tala um sérvitringa í sveitum og sjálfstæða
hugsun, þetta er orðin hálfgerð klisja. Og
þær eru fleiri klisjurnar og alltaf jafngaman
þegar menn ögra viðtekinni hugsun eins og
sveitarstjórinn á Höfn sem sagði: Við stefnum
ekki að því að fjölga íbúum á Höfn. Ég hef
sjaldan orðið „hissari“. Svo bætti hann við:
Við stefnum að því að skapa betra samfélag.“
Ævar sagði frá því þegar hann kenndi sjálfur
í grunnskóla um hríð fyrir margt löngu. „Ég
er frá Grímsstöðum á Fjöllum og það var
heilmikið átak fyrir mig að flytja í stærra
samfélag. Svo fór ég að kenna í grunnskóla
Fjallahrepps, þar voru fimm nemendur og
tveir þeirra mín eigin börn. Ég spurði sjálfan
mig að þessu: Hvernig get ég búið þessa
nemendur undir lífið? Hvaða líf? Hvar? Það
sem hefði virkað best fyrir mig hefði verið
að hafa mjög litla samfélagstengingu. Bara
mjög klassíska hluti. Ég fékk góða menntun,
kennari minn var Snæbjörn Pétursson,
Mývetningur og þar með snillingur.
Snæbjörn var barnslega fróðleiksfús, ofviti
og fullkomlega ópraktískur. Hann hafði enga
hugmynd um nútímalegt Ísland. Ég flaugst
á við hann í frímínútum, svo voru þær búnar
og þá var ekki slegist meir. Þetta var allt
mjög gagnsætt og einfalt. Ég held að best
sé ef til vill fyrir nemendur í fámennum
byggðarlögum að við leitumst hvorki við að
gera þau að malbiksrottum né heimtum af
þeim að þau sitji heima alla tíð. Við verðum að
viðurkenna breytingar, vera fær um að ræða
þær og taka þátt í þeim. Víða til sveita er
mikil „traffic“ á kennurum og það er gott, þá
fá nemendur að kynnast fjölbreytileikanum.
Sjálfstæð hugsun er nátengd sjálfstrausti
og ef menn eru menntaðir í þá veru að
launavinna í velmegunarsamfélagi sé eini
lífsstíllinn sem til greina kemur er hætt við
því lykti svo að við viljum öll stóriðju.“
keg
Vefur Samtaka fámennra skóla er enn til og
þar er margt bitastætt. Hann er hýstur hér:
www.ismennt.is/vefir/sfs/
Menntun er óhugsandi nema í samfélagi og samfélag er
óhugsandi án skólastarfs. Þessi augljósa staðreynd skiptir
fámenn samfélög máli umfram önnur.
Svo fór ég að kenna í grunnskóla Fjallahrepps, þar voru
fimm nemendur og tveir þeirra mín eigin börn. Ég spurði
sjálfan mig að þessu: Hvernig get ég búið þessa nemendur
undir lífið? Hvaða líf? Hvar?
SAMTöK FÁMENNRA SKÓLA