Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 22
22 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 úTIKENNSLA OG UMHvERFISMENNT Miðvikudaginn 1. apríl héldum við, Anna Lena Halldórsdóttir og Ragna Gunnars- dóttir kennarar úr Flataskóla, af stað í spennandi ferðalag. Förinni var heitið til Tékklands og tilgangur ferðarinnar að taka þátt Comeniusarnámskeiði um útikennslu og umhverfismennt. Við sóttum um styrk fyrir námskeiðinu til menntunaráætlunar Evrópusambandsins – Comenius og hlutum vilyrði. Styrkurinn dugði fyrir ferðakostnaði, námskeiðsgjöldum og uppihaldi á námskeiðinu. Til að komast til Tékklands flugum við til London og gistum þar eina nótt. Fimmtudaginn 2. apríl flugum við frá London og til höfuðborgar Tékklands, Prag. Þar dvöldum við í tvo daga áður en námskeiðið byrjaði. Prag er ákaflega falleg borg með mikla sögu og menningu og það var ánægjulegt að fá tækifæri til að skoða borgina. Námskeiðið sjálft hófst laugardaginn 4. apríl og stóð til 11. apríl, eða í eina viku. Meiri hluti námskeiðsins var haldinn í suður Bóhemíu á uppgerðum sveitabæ sem íþróttadeild háskólans í Prag á og rekur. Bærinn heitir Ovcin og er ákaflega fallegur og vel staðsettur þegar kemur að útikennslu og umhverfismennt. Síðustu tvo dagana dvaldi hópurinn í Prag. Auk okkar voru á námskeiðinu átta kennarar frá Svíþjóð, þrír frá Frakklandi og einn frá Spáni, eða samtals fimmtán kennarar. Leiðbeinendur voru dr. Dusan Bartunek frá háskólanum í Prag, Britta Brügge frá háskólanum í Lin- köping, Margit Hensler umsjónarmaður námskeiðsins frá Svíþjóð og Petra Koppova tékkneskur vistfræðingur. Einnig voru tékk- neskir gestakennarar. Á námskeiðinu var margt gert til að tengja þátttakendur betur við útikennslu og umhverfismennt ásamt því að gefa okkur tækifæri til að kynnast. Meðal þess sem við gerðum var að vinna ýmiskonar samvinnu- verkefni í stórum og smáum hópum, fara í ratleiki og aðra leiki, elda úti, taka þátt í alþjóðakvöldi, syngja við varðeld, kynna skólana okkar hvert fyrir öðru og fara í skóla- heimsóknir. Dagarnir okkar í Tékklandi skilja eftir ógleymanlegar minningar og aukna faglega og persónulega þekkingu og í ljósi þess hvetjum við alla kennara til að kynna sér Comenius 2 – endurmenntunarnámskeið fyrir kennara. Allar frekari upplýsingar má finna á comenius.is Hjólaferð Hluti af námskeiðinu okkar voru hjólaferðir. Fyrsta daginn fórum við í stutta ferð undir leiðsögn kennara á námskeiðinu. Sú ferð var farin til að undirbúa okkur fyrir aðra sem var lengri og undir okkar leiðsögn. Lagt var af stað frá Ovicn að morgni 7. apríl og var ferðinni heitið að fallegu vatni sem var í um það bil 15 km fjarlægð. Var nemendum skipt í tvo hópa og átti einn í hverjum hópi að stjórna. Hugmyndin var að við skiptum því hlutverki á milli okkar. Við fengum kort af leiðinni og svo var lagt af stað. Þess má geta að í báðum hópum voru kennarar af námskeiðinu sem höfðu farið þessa leið áður. Veðrið var stórkostlegt, glampandi sól og tuttugu stiga hiti. Við hjóluðum áleiðis og stoppuðum öðru hvoru til að athuga hvort við værum ekki á réttri leið. Eftir um COMENIUS 2 - endurmenntunarnámskeið fyrir kennara Anna Lena og Ragna: Helsti lærdómur okkar af námskeiðinu var að átta okkur á því af hverju við ákváðum að fara þessa leið í kennslu, þ.e. útikennsluleiðina, en ekki að fara hina hefðbundnu leið og nota bækur. Lj ós m yn d ir f rá h öf un d um Anna Lena og Ragna í Tékklandi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.