Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 18
18
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
NÁMSMAT í FRAMHALdSSKÓLUM
Námskeiðið Að vanda til námsmats hefur
staðið yfir í vetur en það er tíu eininga nám-
skeið á meistarastigi fyrir framhaldsskóla-
kennara, haldið á vegum Samstarfsnefndar
um endurmenntun framhaldsskóla og
Endurmenntunar HÍ í samstarfi við mennta-
vísindasvið HÍ. Mikil þróun hefur verið í
námsmati á undanförnum árum og á nám-
skeiðinu var leitast við að veita yfirlit yfir
hana og gefa þátttakendum færi á að prófa
ýmsar aðferðir sem hafa verið efst á baugi.
Fjallað var um hlutverk og stöðu námsmats
í framhaldsskólum, námskrár og námsmat,
álitamál um námsmat, framsetningu og
þýðingu markmiða, undirbúning námsmats,
helstu námsmatsaðferðir, s.s. leiðsagnarmat,
námsmöppur, frammistöðumat, símat, gerð
skriflegra prófa, notkun gát- og matslista,
sjálfsmat nemenda og jafningjamat, rétt-
mæti og áreiðanleika mats og mælinga,
einkunnir og vitnisburð. Umsjón með nám-
skeiðinu hafði Ingvar Sigurgeirsson, þátt-
takendur voru á fjórða tug og námskeiðinu
lauk með veglegri námstefnu þann 27. maí
sl. þar sem nemendur kynntu lokaverkefni
sín. Efni frá námstefnunni verður sett í hug-
myndabanka og það má nálgast á heima-
síðu Ingvars starfsfolk.khi.is/ingvar/nam-
skeid/Namsmat/index.htm
MATSFUNdIR Í FRAMHALdSSKÓLUM
Meðal nemenda voru þær Irena Ásdís
Óskarsdóttir og Ragnhildur Guðjónsdóttir
hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Verkefnið
þeirra heitir Matsfundir – eru nemendur hæfir
til að meta skólastarfið?
Rannsóknarspurningar voru þrjár:
• Eru nemendur hæfir til að meta skóla-
starfið?
• Eru matsfundir nýtilegri en kennslu-
kannanir?
• Eru matsfundir heppileg aðferð til að
meta skólastarfið?
En hvað eru matsfundir? Og hvað leiddi könnun
Irenu og Ragnhildar í ljós? Gefum þeim sjálfum
orðið:
„Markmið okkar með þessu verkefni var að
kanna hvort við gætum fundið góða aðferð
til að meta skólastarfið með nemendum.
Aðferðin skyldi vera leiðbeinandi fyrir
kennara þar sem þeir fá upplýsingar um það
sem þeir gera vel í starfi sínu og hvað þurfi
að gera betur. Einnig hvort kennsluaðferðir
og áherslur kennara nýtist nemanda til
skilnings á námsefninu. Tilgangurinn var
að efla skólastarfið í okkar skóla. Hingað
til hafa verið lagðar fyrir kennslukannanir á
hverri vorönn, þar eru nemendur beðnir um
að svara tíu spurningum á Námskjánum sem
er veflægt forrit sem við notum í skólanum.
Spurningarnar eru fyrirfram ákveðnar og
haka nemendur við viðeigandi staði þar
sem svarmöguleikinn er ,,hlutlaus, mjög
sammála, frekar sammála, hlutlaus, frekar
ósammála eða mjög ósammála“. Við höfum
haft það á tilfinningunni að nemendur svari
þessum könnunum oft ekki af fullri alvöru og
svörun er oft léleg eða um 50%. Ennfremur
er möguleiki á að þótt nemendum finnist
eitthvað athugavert við kennsluna komi
það ekki fram í rafrænum könnunum sem
þessum þar sem spurningarnar voru í raun
ekki réttar.
Tilgáta okkar var eftirfarandi:
Nemendur eru hæfir til að meta skóla-
starfið.
Matsfundir gefa betri mynd af því sem
vel er gert. Sýna betur hvað hægt er að
gera heldur en fram kemur í kennslu-
könnunum.
Nemendur eru tilbúnari að gefa sér tíma
til að meta skólastarfið með slíkum hætti,
þ.e. matsfundum.
Kennarar fá raunhæfari mynd af mati
nemenda sem nýtist þeim betur í starfi.
Fleiri nemendur taka þátt en í núverandi
könnunum.
Við fengum hugmyndina að matsfundum
þegar Ingvar Sigurgeirsson lét okkur taka
þátt í slíkum fundi þann 12. desember
2008. Við höfðum ekki áður kynnst þessari
aðferð sem matsaðferð en fylltumst áhuga á
að prófa hana í okkar skóla og sáum í þessu
fullt af tækifærum, ekki síst þar sem önnur
okkar vinnur að hluta við innra mat skólans.
Fannst okkur þarna komið tæki sem við
gætum bæði nýtt sem hluta af innra mati
skólans og sem tækifæri kennara til að fá að
heyra beint frá nemendum hvað þeim fyndist
um námskeiðið. Við ákváðum því að leggja
upp með spurninguna: „Eru nemendur hæfir
til að meta skólastarfið ? Einnig vildum við fá
svör við spurningunum: „Eru matsfundir heppi-
leg aðferð til að meta skólastarfið?“ og „Eru
Mörg góð verkefni voru kynnt á málþingi 27. maí í lok námskeiðs um námsmat í framhaldsskólum
Að vanda til námsmats