Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 7
7 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009 KjARAMÁL Í þessum pistli langar mig að vekja athygli á grein 1.3.3. í kjarasamningi grunnskólakennara. Þar er bæði komið inn nýtt orðalag og einnig eru nokkur atriði í þessari grein sem þarfnast oft útskýringa og ég ætla að minnast á sérstaklega. Þó að einingarnar séu skilgreindar hér eins og kemur fram í kjarasamningi er núorðið alltaf talað um ECTS einingar, sem stendur fyrir „European Credit Transfer and Accumulation System“. Það er náms- einingakerfi sem verið er að innleiða í öllum löndum EES-svæðisins og jafngilda tvær slíkar einingar einni háskólaeiningu, þ.e. 30 eininga nám er 60 ECTS einingar. Á fundi samstarfsnefndar Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga þann 10. mars sl. var orðalagi greinar 1.3.3 breytt og er fyrsta málsgreinin nú: „Hafi leiðbeinandi, grunnskólakennari, umsjónarkennari, verk- efnastjóri, sérkennari eða námsráðgjafi 15 eininga sérhæft viðbótarnám á háskóla- stigi eða 30 eininga framhaldsnám í fagi á háskólastigi eða leyfisbréf sem framhaldsskólakennari eða leikskólakennari hækkar röðun hans um einn launaflokk.“ Orðalagið var áður: „...leyfisbréf á báðum skólastigum“ en var breytt í „leyfisbréf sem framhaldsskólakennari eða leikskóla- kennari“. Þetta þýðir að hafi kennari, auk leyfisbréfs í grunnskóla, leyfisbréf í framhalds- eða leikskóla hækkar röðun hans um einn launaflokk. Fyrsta málsgrein gefur samtals einn lfl. hvort sem uppfyllt er eitt eða öll skilyrði málsgreinarinnar. Oft er spurt um túlkun á því hvað sé 15 eininga (30 ECTS) sérhæft viðbótarnám. Undir það falla til dæmis þeir sem lokið hafa 15 eininga (30 ECTS) stjórnunarnámi, námi í upplýsingatækni, námi í uppeldis- og menntunarfræðum sem og aðrir sem lokið hafa 15 háskólaeininga námi með staðfestri viðurkenningu frá viðkomandi háskóla, þ.e. hafa lokið 15 eininga háskólanámi (30 ECTS) sem nýtist í starfi (þ.e. í námsgrein sem kennd er í grunnskóla). Hins vegar má safna saman 30 einingunum (60 ECTS) með mörgum námsáföngum sem gefa háskóla- einingar samkvæmt niðurstöðu samstarfs- nefndar FG og LN 21. apríl 2001. Önnur og þriðja málsgrein 1.3.3. haldast óbreyttar en þar segir: „Hafi leiðbeinandi, grunnskólakennari, umsjónarkennari, verk- efnastjóri, sérkennari eða námsráðgjafi tvöfalt Bed/BA/BS próf eða MA/MS próf hækkar hann um tvo launaflokka. Hafi leið- beinandi, grunnskólakennari, umsjónar- kennari, verkefnastjóri, sérkennari eða náms- ráðgjafi doktorspróf hækkar hann um þrjá launaflokka.“ Með tvöföldu kennara- prófi er átt við að viðkomandi hafi lokið tveimur prófum sem veita kennsluréttindi, eldra kennaraprófi eða Bed prófi og prófi í kennslugrein. Hafi grunnskólakennari fengið launaflokk vegna viðbótarnáms skv. fyrstu málsgrein fyrir nám sem er hluti af MA/ MS prófi eða öðru Bed/BA/BS prófi fellur hann niður þegar viðkomandi fær tvo launa- flokka vegna annarrar málsgreinar. Hafi grunnskólakennari fengið viðbótarlaunaflokk vegna leyfisbréfa á báðum skólastigum heldur hann honum þegar hann fær launa- flokka vegna annarrar málsgreinar. Önnur málsgrein gefur tvo lfl. og þriðja málsgrein þrjá lfl, en samtals getur grein 1.3.3. gefið mest sex launaflokka. Þegar grunnskólakennari leggur fram gögn sem sýna að hann hafi lokið fram- haldsnámi ber launagreiðanda að leiðrétta laun hans í samræmi við ákvæði greinar 1.3.3. mánaðamótin eftir að hann hefur lagt fram gögnin. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þetta eða annað er ykkur velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is. Í lokin langar mig að óska ykkur gleðilegs sumars og vona að þið njótið sumarorlofsins sem bíður okkar rétt handan við hornið. Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Þegar grunnskólakennari leggur fram gögn sem sýna að hann hafi lokið framhaldsnámi ber launagreiðanda að leiðrétta laun hans í samræmi við ákvæði greinar 1.3.3. mánaðamótin eftir að hann hefur lagt fram gögnin. Launaflokkar vegna prófa og leyfisbréfa – grunnskóli Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Ljósmynd: Steinunn Jónasdóttir HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Nánari upplýsingar? Hringdu í 617 1111 eða sendu email til rubin@rubin.is

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.