Skólavarðan - 01.06.2009, Blaðsíða 14
14
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 9. ÁRG. 2009
NÁMSGöGN, FRéTT
Námsgagnastofnun lætur ekki deigan síga
og bryddar sífellt upp á nýjungum, nú er
það til dæmis nýtt veftorg fyrir kennara
með stafrænu námsefni í íslensku á yngsta
stigi. Hér er sagt frá þessari nýjung og fleira
nýju námsefni í íslensku fyrir þau yngstu í
grunnskólanum
Íslenska í 1. og 2. bekk - handbók kennara
Handbók, einkum ætluð kennurum í 1. og
2. bekk grunnskóla en nýtist einnig kennara-
nemum, foreldrum og öðrum þeim sem láta
sig máluppeldi barna varða. Bókin er unnin
í anda aðalnámskrár frá 2007 þar sem
markmiðum er skipað í fjóra flokka: Talað
mál og hlustun, lestur og bókmenntir, ritun
og málfræði.
Heildstæð nálgun í íslenskukennslu er rauði
þráðurinn hjá öllum höfundum bókar innar
sem þekkja vel nýjustu stefnur og strauma
í móðurmálsnámi. Höfundar eru mennta-
verðlaunahafar og fleiri frábærar skólakonur:
Arnheiður Borg, Halldóra Haraldsdóttir,
Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Kristín Gísla-
dóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Rannveig
Löve, Rósa Eggertsdóttir, Sif Stefánsdóttir,
Sigríður Heiða Bragadóttir, Sigrún Löve og
Þóra Kristinsdóttir. Í bókinni er fjallað um
aðferðir og bent á viðfangsefni sem m.a. má
sækja á vefsíðuna.
Íslenska á yngsta stigi – vefefni
Nauðsynleg handbók fyrir kennara í yngstu
bekkjum grunnskólans.
Íslenska á yngsta stigi – veftorg
Nýtt veftorg, ætlað til að auðvelda kenn-
urum og öðrum uppalendum að fá yfirlit yfir
stafrænt námsefni í íslensku í 1. til 4. bekk
grunnskóla. Hér má bæði finna kennsluhug-
myndir og nemendaefni, t.d. viðbótarefni
sem fylgir útgefnu efni og prenta má út eftir
þörfum. Verkefni sem bent er á í nýrri hand-
bók kennara eru á þessum vef, sjá www.
nams.is
Lesum og skoðum orð
Gagnvirkur vefur sem miðast við að mæta
áherslum í heildstæðri móðurmálskennslu
í fyrstu bekkjum grunnskólans. Möguleikar
eru á fjölbreyttri og skapandi vinnu. Vefurinn
nýtist bæði í samkennslu, með skjávarpa
eða rafrænni töflu, og við sjálfstæða vinnu
nemenda.
Velja má á milli ellefu bóka í Smábókaflokki
Námsgagnastofnunar og sex mismunandi
leiða til að fást við texta bókanna á ýmsa
vegu, svo sem að:
• Varpa texta á skjá til að lesa saman og
ræða um.
• Hlusta á texta upplesinn. Nýtist þeim sem
eiga erfitt með lestur en einnig öðrum
sem fyrirmynd að góðum upplestri.
• Skoða ritmálið skipulega, þ.e. einstaka
bókstafi, orðhluta og orð, semja og
skrifa stutta texta o.fl.
Kennsluábendingar um notkun vefjarins
fylgja, sjá www.nams.is
Bókakista
Fjölbreytt viðfangsefni í íslensku ætluð til
notkunar í 1. til 4. bekk grunnskóla eru vænt-
anleg í sumar. Þau skiptast í sextán vinnu-
spjöld en hverju spjaldi fylgja tvö vinnublöð
á tveimur þyngdarstigum. Vinnuspjöldunum
er komið fyrir í plastvasa, vinnublöðin eru á
vef til að prenta út. Efninu er ætlað að efla
lestraráhuga og sjálfstæðan lestur nemenda
en það má nota með þeim bókum sem
kennarinn ákveður að hafa í bókakistunni
hverju sinni.
Félagið Uppeldi til ábyrgðar mun standa fyrir Restitution
II námskeiðum dagana 13. – 16. ágúst. Námskeiðin verða
bæði Akureyri og í Reykjavík. Leiðbeinandi á námskeiðunum
verður Joel Shimnoji frá Kanada. Joel er stærðfræðikennari
og kennir á unglingastigi, frekari upplýsingar um hann má
finna á slóðinni www.realrestitution.com/.
Nánari auglýsingar um námskeiðin og upplýsingar um verð
og skráningu eru hér í Skólavörðunni og einnig sendar í
tölvupósti til félagsmanna.
Allt á fullu hjá Námsgagnastofnun
Nýtt og væntanlegt efni í íslensku fyrir yngsta stig grunnskóla
������������������������������������������������������������
�������������������������������� ����������
����������������������
Joel Shimnoji til landsins